Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 37
RITFRCGNIR Grœðum Island Árbók Landgrœðslu ríkisins, 1993-1994, 5. árgangur GRÆÐUM ÍSIAND LANDGRÆÐSLAN 1993-1994 Út er komið ritið Græðum íslana, 5. árgangur, útgefandi Landgræðsla ríkisins, ritstjóri Andrés Arnalds gróðurvemdarfulltrúi. Fyrsta hlutverk þessa rits er að kynna starfsemi Landgræðslu rík- isins. Lengsta grein þess er þannig yfirlit um stöðu landgræðslu og gróðurvemdar á hverjum tíma og þar með störf Landgræðslu ríkisins. Þó að jafnóðum sé greint frá þeim málum í fjölmiðlum er trúlega fáum ljóst hve umfangsmikil þau eru fyrr en þau em tekin saman á einn stað eins og hér er gert. I framhaldi af þeirri skýrslu eru birtar í ritinu yfir 20 greinar, eftir hátt í það jafnmarga höfunda um efni sem allt tengist landgræðslu og gróðurvemd, hvert frá sinni hlið. Allt er það hið læsilegasta og þarf enga sérfræðiþekkingu til að hafa af því gagn og ánægju. Spyrja má hvort ástæða sé til að efna til svo vandaðs rits sem þessa, en kostnaður við útgáfu þess hlýtur að vera ærinn. Þar kemur fyrst í hug að full samstaða er um það að fátt sé íslenskri þjóð mikilvægara en að vemda og bæta þá náttúmauðlind lands sfns sem er jarðvegur og gróður. Sá málstaður ber það vel að eiga sér vandað ársrit. I öðru lagi er ritið Græðum ísland kjörið fræðslu- og uppsláttarrit fyrir nemendur á ýmsum skólastigum og í ýmiss konar sémámi, en æ víðar er nú boðið upp á nám í náttúruvemd. I þriðja lagi stendur læsilegur fróðleikur ætíð fyrir sínu, ekki síst borinn fram á þann hátt sem hér er gert, myndskreyttur og með frágang allan til fyrirmyndar. Ritið Græðum ísland 5. árg. er til sölu hjá Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, síma 98-75500 og kostar kr. 1.980,-, burðargjald og póstkröfukostnaður innifalinn. M.E. Holland Holland er oft í fréttum og um- ræðum um landbúnað og um- hverfismál. Til þess að átta sig betur á hinum sérstæðu aðstæðum sem Hollendingar búa við á þessum sviðum er hér ofurlítill fróðleikur um það efni. Holland er eitt af þéttbýlustu lönd- um jarðar, ef ekki hið þéttbýlasta. Með sínum 370 manns á hverjum ferkílómetra er Holland a.m.k. þétt- býlasta OECD-land (OECD heitir á íslensku Efnahagssamvinnu- og þró- unarstofnun Evrópu). Til saman- burðar hefur Island 2,6 íbúa á fer- kílómetra. Helmingur landsins rœktaður Holland er 41.500 ferkilómetrar á stærð og er helmingur landsins ræktaður. 8% af landinu er skógi vaxið. Við landbúnað vinna rúm 4% af verkfærum mönnum landsins. Hollenskur landbúnaður er rekinn með útflutning fyrir augum og byggist í miklum mæli á innfluttum hráefnum sem notuð eru í kjam- fóðurblöndur. Hollenskur landbún- aður byggist m.ö.o. á víðáttumiklum landssvæðum sem em utan landa- mæranna, einkum í löndum hita- beltisins. Það land sem Hollendinga vantar til að framleiða eigin fóður á, skortir þá jafnframt líka til að bera á þann gríðarmikla búfjáráburð sem til fellst. Sami fjöldi manna og svína íbúar Hollands eru 15 milljónir og sami fjöldi er af svínum þar. Nær 5 milljónir nautgripa eru í landinu, þar af 1,6 milljónir mjólkurkúa. Hænsn og holdakjúklingar eru tæpar 100 milljónir og á þessu flata landi ganga tvær milljónir sauðfjár (að meðtöldum lömbum) á beit milii allra hraðbrautanna og síkjanna. Ennfremur eru í Hollandi tæp 100.000 hestar sem Ieggja sitt af mörkum til drithaugsins sem er að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Sauðfjórkvóti Sauöfjárkvóti til sölu, 150-200 œrgildi, ef viöunandi tilboö fœst. Upplýsingar í síma 94-2000.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.