Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 16
Plœgingarnámskeið á Möðruvöllum haustið 1994. (korn) og Landbúnaðarráðuneytið (ráðstefna). Rannsóknastarfið Hér á eftir verða einungis kynnt nokkur áhugaverð verkefni sem unnið hefur verið að á Möðruvöllum en þess má geta að árið 1993 voru í gangi 46 jarðræktartilraunir á vegum tilraunastöðvarinnar og í tilrauna- fjósi var unnið að tveimur viða- miklum fóðrunartilraunum. Niður- stöður einstakra verkefna eru oftast birtar í fjölritum RALA, riti Ráðunautafundar, í Frey, eða vís- indaritum og verða þær ekki tíund- aðar hér í smáatriðum. A árunum 1990-1993 var birt 31 fræðigrein eftir starfsmenn RALA á Möðru- völlum. Samanburður á íslenskum nautum og Galloway blendingum Þessari umfangsmiklu tilraun lauk sumarið 1993 og gaf hún margar áhugaverðar niðurstöður sem hafa verið kynntar víða. Tilraunin gefur mikilsverðar og nákvæmar grunn- upplýsingar til ákvörðunar á fram- leiðslukostnaði í nautakjötsfram- leiðslu. Heyverkun í rúllum Frá árinu 1992 hafa verið rann- sakaðar ýmsar hliðar rúlluverkunar á Möðruvöllum. M.a. var könnuð reynsla allra bænda í utanverðri Eyjafjarðarsýslu af rúlluverkun sem var yfirleitt mjög góð. í tengslum SSO FREYR - 23*94 við könnunina voru skoðuð gæði verkunar í heyrúllum á 7 bæjum og reyndust þau nánast undantekn- ingarlaust mjög góð. Þjónustuefna- greiningar úr Eyjafirði síðustu árin benda til þess að gæði rúlluheys séu mun breytilegri en gæði þurrheys í sýnum sem tekin eru að hausti. Að jafnaði hafa gæðin verið meiri í rúlluheyi í árum sem eru erfið til heyskapar eins og 1993, en í góðum heyskaparárum reyndist ekki munur á heyverkunaraðferðum. Rannsóknir á verkunarferlum og verkunaraf- urðum í heyrúllum hafa leitt ýmis- legt athyglisvert í ljós. Unnið er áfram að þeim rannsóknum. Þroskalíkur korns í Eyjafirði Að frumkvæði átaksverkefnisins VAKA var farið af stað sumarið 1993 með dreifðar tilraunir til að rannsaka þroskalíkur byggs og breytileika ræktunarskilyrða á völd- um stöðum í Eyjafirði. Áður höfðu verið framkvæmdar afbrigðaprófanir í byggi um árabil á Möðruvöllum og frá 1991 í Miðgerði þar sem er miðstöð kornræktar í Eyjafirði. Fyrir utan mælingar á uppskeru og kom- þroska vom hitamælingar skráðar á nokkrum stöðum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þroskalíkur byggs séu meiri en ætlað var á bestu stöðum. Besta svæðið til komræktar í Eyjafirði er sunnan Akureyrar u.þ.b. frá Hrafnagili og suður að Miðgerði og jafnast það á við besta komræktarsvæðið á Suðurlandi. Unnið er áfram að þessum rann- sóknum. Vetrarrúgur til beitar og þroska Undanfarin ár hefur vetrarþol og þroskalíkur vetrarkorns (bygg, hveiti, rúgur) verið kannaðir. Rúg- urinn er vetrarþolnastur korntegunda en komuppskeran hefur reynst ófull- næjandi og óömgg. Vetrarþol rúgs er þó mun minna en grass. Vetrarrúgurinn þolir mjög illa um- hleypingar og svellalög og lifir best þar sem vetrarveðráttan helst stöðug. Vetrarrúgurinn er tilbúinn til beitar töluvert á unda öðrum gróðri og haustið 1992 var honum sáð á Möðruvöllum til vorbeitar fyrir mjólkurkýr sem gafst vel. Haustið 1993 sáðu 11 bændur í flestum landshlutum vetrarrúgi til vorbeitar eða þroska. ísáning í kalið land Vorið 1993 var keypt norsk vél sem sáir beint í svörð. Vélin var notuð á yfir 200 ha til viðgerðar á kalskemnidum á Norður- og Austur- landi. Árangur sáningarinnar var afar misjafn, sums staðar tókst hún mjög vel en annars staðar varð enginn árangur. Verið er að rann- saka ástæður þess að sáðgresið náði sér ekki á strik í sumum túnum. Kalrannsóknir Fyrir utan rannsóknir á vetraþoli stofna í grösum og belgjurtum hefur verið lögð áhersla á að skoða efnasambönd sem grös gefa frá sér við öndun undir svelli en þau eru einkum koltvísýringur, etanól og all- margar lífrænar sýrur, en sumar þeirra valda svonefndri kallykt. Ljóst er að þau efnsambönd sem grös gefa frá eru mismunandi eftir tegundum. Túnamítlar Fylgst hefur verið með viðgangi mítla í túnum á Möðruvöllum. Túnamítillinn veldur einkum skemmdum og uppskerurýrnun á vallarfoxgrasi og er í hámarki í júní. Auðvelt er að halda honum í skefjun með úðun, en það þarf að gera að vori eða snemma sumars. Þakkarorð Margir starfsmenn hafa lagt hönd á plóginn við þá gagnasöfnun sem Frh. á bls. 900.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.