Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 9
Varð glaumur í salnum, samræðu- kliður og fjöldasöngur, uns Borg- firðingar bjuggust til heimferðar um kl. 22. Voru þeir kvaddir með hlýjum óskum og allir lofuðu liðinn dag, þurran og bjartan. Forystukonur fyrir ullarsetrunum: Helga Thoroddsen Stóra-Ármóti í Þingborg. Jóhanna Pálmadóttir, Mel í Anda- kfl í Ullarseli. Keppnislið Ullarsels: Ástríður Sigurðardóttir, Kalmans- tungu, Emma Birkisdóttir, Hvann- eyri, Gerður Guðnadóttir, Hvanneyri liðsstjóri, Guðrún Jómundsdóttir, Heggstöðum, Guðrún Kristjánsdótt- ir, Ferjubakka, Philippe Ricart, Akranesi, Rita Back, Grenigerði og Sigríður Inga Kristjánsdóttir, Ferju- bakka. Keppnislið Þingborgar: Ása Dalkarls, Syðri-Gróf, liðs- stjóri, Guðrún Halldórsdóttir, Mið- felli, Halldóra Óskarsdóttir, Selfossi, Harpa Ólafsdóttir, Flúðum, Margrét Kristinsdóttir, Ölfusholti, Ragnheið- ur Guðmundsdóttir, Auðsholti, Theó- dóra Sveinbjömsdóttir, Arakoti og Þórey Axelsdóttir, Laugardælunt. Kvæðamenn Iðunnar voru: Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Ingimar Halldórsson trésmiður og Erlingur A. Jónsson ritstjóri. Harmonikkuleikari: Gísli Brynjólfsson Hveragerði. Kynning forrita: Jón Baldur Lorange Búnaðarfélagi íslands. Hjörtur Hjartarson, Stíflu og starfsmenn Búnaðarsambands Suð- urlands. Svíar halla sér að lífrœnum landbúnaði Það fer í vöxt í Svíþjóð að bændur leggi stund á lífrænan landbúnað. I fyrra voru urn 50.000 hektarar akur- lendis erjaðir eftir lífrænum hug- myndum. Það er 1,7% af öllu rækt- uðu landi í Svíþjóð. Áhugi á lífrænum búskaparháttum hefur vaxið gríðarlega þar í landi síðustu 10 árin. Um miðjan 9. ára- tuginn var lífræn ræktun stunduð á 1500 hekturum en var komin upp í 48.000 ha 1993, þar af 22000 ha til grasræktar og grænfóðurs, 1080 ha undir kornrækt, 830 ha til kartöflu- ræktar og afgangurinn til annarar ræktunar. 1500 framleiðendur. Mikil umskipti urðu 1989. Þá var lögleiddur ræktunarstyrkur fyrir líf- rænar búsafurðir. Nú eru um 1500 félagar í landssamtökum lífrænna framleiðenda í Svíþjóð og það er mikill hugur í þeim. Markntiðið er að tíundi hluti allrar búvörufram- leiðslu í landinu verði á lífrænum nótum fyrir aldamót. Lífrœnt-framleidd mjólk. Markmiðið er innan seilingar, þó að enn sé spölur eftir. Einkum er rífandi gangur í framleiðslu búfjár- afurða, ekki síst vegna þess að sífellt fleiri verða þess vísari að markaður er fyrir mjólk, nautakjöt og svína- kjöt sem framleitt er í samræmi við kröfur um lífræn matvæli. Þannig hefur t.d. tala mjólkurbænda með slíka framleiðslu tvöfaldast á einu ári. Mjólkursamlagið Arla tekur nú á móti 3 milljónum lítra af lífrænt framleiddri mjólk og stefnir að því að fjórfalda þá tölu. Þess vegna hefur félagið sem á samlagið hafið átak til að fá nýja bændur í púkkið. Ríkisstyrkur. Einnig stjómvöld gera sér ljóst að hér eru athyglisverðir hlutir að ger- Góðar horfur fyrir trjávöruframleiðendur Þau Norðurlandanna, sem eru skógarlönd, mega vænta góðra daga, því eftirspum eftir trjávömm fer vaxandi á sama tíma sem framboð á heimsmarkaði minnkar. Það er staða sem flestir framleiðendur geta aðeins látið sig dreyma um. Þetta kemur fram í grein í blaðinu Norske Skog. Þar er greint frá því að nú séu að verða þáttaskil á framboði og eftirspum á trjávörum á heims- markaðnum. Skógarhögg fer mjög minnkandi í hinum miklu skóg- arlöndum við Kyrrahaf (ekki síst vegna meiri krafna um umhverf- isvemd), á sama tíma sem eftirspurn ast. Á sænska búnaðarháskólanum er einn prófessor og 10 rannsókna- menn sem á einn eða annan hátt hafa lífræna ræktun sem sérgrein. Alls varði sá háskóli jafnvirði 200 millj. ísl. kr. til þeirra verkefna reikningsárið 1991/1992. Sænskur ríkisstyrkur til einstakra fram- kvæmda í lífrænum landbúnaði úti í héruðum nemur jafnvirði 80 millj. ísl. kr. eftir trjávöru vex í Austur-Asíu og sums staðar í Suður-Ameríku. Ástæðan er bæði fólksfjölgun og aukin velmegun. Svínn Lars Göran Sandberg, sérfróður í markaðsmál- um trjávöru, sem blaðið vitnar til, spáir því að verslun með þá vöru muni innan skamms færast frá af- mörkuðum svæðum í Evrópu til þess að verða að vöruflæði milli heimsálfa. Sandberg bendir á skyn- samlega skógræktarstefnu Norður- landanna, en vegna hennar eigi þau nú mestan skóg allra Evrópulanda. Telur hann að ef norrænu skógar- löndin haldi vel á spilunum, verði þau vel sett á trjávörumarkaðnum í framtíðinni. MOLflR Z3'94 - FREYR 873

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.