Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 19
Hrygna kreist til undaneldis t kynbótaverkefni. (Ljósm. Ingólfur Amarson). Kynþroska hrygna. / kjölfar kynþroska dregur úr vexti og gœói rýrna. (Ljósm. J.ö.P.t. um lítra vatns minnkar. Fram- leiðslugetan á einstökum stað er því háð lágmarks vatnsrennsli og há- marks hitastigi á tilteknum tíma. Ef vatnshitinn fer ekki yfir 12°C, er mögulegt að framleiða 1 tonn af fiski á hverja 5 sekúndulítra. A seinni stigum eldisins er einnig hægt að hreinsa vatnið og nota aftur ef lega landsins Ieyfir og auka þannig framleiðsluna enn frekar. Æskilegast er að byggja eldið á sjálfrennandi vatni. Dæling er kostnaðarsöm og krefst bæði varaafls og viðvörunar- kerfis, og er því ekki verjandi nema vaxtarskilyrði séu mjög góð. Varhugavert er að fjárfesta mikið í upphafi og sjaldnast er það nauðsyn- legt til að hefja tilraunaeldi. Bændur hafa þá sérstöðu að þeir hafa at- vinnurekstur með höndum og kostn- aður við yfirbyggingu er því í lág- marki. Umsvifin er síðan hægt að auka eftir því sem reynsla og færni eykst. Uppbygging bleikjueldis hjá bændum á Vesturlandi er dæmi um slíka þróun, en þar hófst eldi fyrst 1991 og á þessu ári verður saman- lögð sala á bleikju frá fimm lög- býlum um 30 tonn. Fiskeldi er áhættusöm atvinnu- grein og því er þekking á viðfangs- efninu forsenda fyrir góðum árangri, eins og almennt gildir um annan rekstur. Um slíka starfsemi gilda einnig lög og reglugerðir hvað varð- ar staðsetningu, frágang og rekstr- arfyrirkomulag og því er mikilvægt að leita sér leiðbeininga í upphafi. Hjá Veiðimálastofnun og Búnaðar- félagi íslands er veitt ráðgjöf um flesta þætti bleikjueldis, sem felst m.a. í frumathugun á eldismögu- leikum, skipulagi eldis og mati á hagkvæmni. Bændaskólarnir hafa einnig staðið fyrir tveggja daga námskeiðum í bleikjueldi, í sam- starfi við aðrar stofnanir og félög. Fyrir þá sem vilja undirbúa sig enn betur undir slíkan atvinnurekstur er hyggilegast að sækja nám í fiskeldi, en slíkt nám er í boði við Bænda- skólann á Hólum og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri. Hagkvœmni. Staðhættir og rekstrarfyrirkomu- lag eldisstöðva er mjög breytilegt og því ekki gerlegt að gefa almennt yfirlit um arðsemi í bleikjueldi. Fjölmargir framleiðendur hafa gott Tafla 1. Meðalskilaverð (kr./kg) fyrir ferska slœgða bleikju, sem flutt var með flugi á erlendan markað 1993. Fob verð Keflavík..... 379 Umboðslaun .................. 13 Umbúðir ..................... 26 Flutningur innanlands ... 5-15 Aðgerð og pökkun...... 25-35 Skilaverð .............. 290-310 (Heimild: Hagstofa lslands og ýmsir bleikju- framl.) yfirlit yfir sín rekstrarútgöld og full ástæða er til að slíkar upplýsingar verði teknar saman og birtar öðrum til glöggvunar. En á meðan svo er ekki er hér stuðst viðbpplýsingar frá einstökum framleiðendum. Bæði stórar og smáar eldisstöðvar binda mikið fjármagn í fjárfest- ingum og fiski (lífmassa). Ekki er mögulegt að fá langtímalán til fóðr- unar á lífmassa og því hefur fjár- magnskostnaður oft verið hár fyrstu árin. Fjármagnskostnaður er því að miklu leyti háður því hvernig upp- byggingu eldisins er háttað og hag- kvæmni þess oft í beinu samhengi við hversu fljótt tekjur koma í kass- ann eftir að stofnað hefur verið til útgjalda. Því þarf að leggja vinnu í undirbúning og skipulag áður en af stað er farið. Reynslan sýnir að eld- isbændur og fyrirtæki sem hafa komist yfir þennan þröskuld hyggj- ast auka framleiðsluna enn frekar. Verð á útfluttri bleikju hefur verið mjög stöðugt undanfarin ár, en það ræðst mikið af stærð fiskisns, vinnslustigi og gengisskráningu. 23'94 - FREYR 883

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.