Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 13
Gunnhildur Frímann tilbúin að sá í tilrraunareiti. Hey úr hlööu, 732 kg þurrefni Samselninq qróffóðurs 1992-1993 Punhey (86% þe) 57.0% I fjós Tilraunakálfar, 252 kg hey þe Leifa 30 kg þe (12%) Mjólkurkýr, 429 kg hey þe' Grænfóöur (28% þe) Heyrúllur (46% þe) 29.0% Leif, 109 kg þe (16%) Leifa 75 kg þe (17%) Smákálfar, 16 kg hey þ^ Leifa 4 kg þe (25%) ^ ______________ Geldkýr og kvígur og stærri kálfar 35 kg hey þe + 109 kg leif þe £ Ur fjósi Moö 29 kg þe 4% af heild Mynd 3. Gróffóðumotkun á dag og samsetning gróffóðurs í Möðruvallafjósi vetur- inn 1992-93. gæði heyjanna mælist svipuð, þ.e. styrkur meltanlegrar orku og próteins, þá getur fóðrunarvirðið (lystugleikinn) verið breytilegur eftir grastegundum. Þessum þætti hefur lítið verið sinnt í rannsóknum fyrr en á allra síðustu misserum. A tilraunabúunum Stóra-Armóti og Möðruvöllum er nú verið að rann- saka fóðrunarvirði helstu grasteg- unda fyrir mjólkurkýr og hafa fyrstu niðurstöður þegar verið birtar. Við hirðingu eru gæði grænfóðursins meiri en í heyjunum, en það var rúllað lítið sem ekkert forþurrkað. Rannsóknir á Möðruvöllum benda til þess að gæðatap (mælt sem fall í meltanlegri orku) í blautum græn- fóðurrúllum sé við verkun meira en í súgþurrkuðu heyi þannig að endan- leg gæði grænfóðurs verða, við gjöf, svipuð og í úrvals töðu. A Möðruvöllum eru rúllur vigt- aðar og þurrefni ákvarðað við pökkun. A mynd 2 er sýnt samband þurrefnishlutfalls og þurrefnismagns í þeim vigtunum. Þurrefnishlutfallið ræður að mestu þurrefnismagninu í rúllum og þar með hagkvæmninni. Bústofn í fjósi voru árin 1992 og 1993 33- 34 árskýr og eru þær heldur færri en verið hefur vegna aðlögunar að framleiðslurétti. Þá voru keyptir 39 nautkálfar inn á stöðina vegna tilraunar haustið 1991 og voru þeir í uppeldi fram á mitt sumar 1993. í töflu 5 er greint frá afdrifum og kyni kálfa sem eru fæddir á Möðruvöll- um. Asetningur til nautakjötsfram- leiðslu hefur heldur minnkað en ásettum kvígum hefur hlutfallslega tjölgað. I töflu 6 sést fjöldi fargaðra kúa, ástæður förgunar og nýliðunarhlut- fall. Þar kemur fram að aðlögun að Mynd 4. Breyting á orkugildi heys (FE/kg þe) frá hlöðu í moð í Möðru- vallafjósi veturinn 1992-93. framleiðslurétti hefur verið aðal- ástæða förgunar en þessi liður var fyrst tekinn upp í skráningu 1992. Nýliðunarhlutfallið er óvenju hátt þessi ár og 1992 var meira en helm- ing kúnna skipt út. Aðrar aðalorsakir sem vega þungt eru sem fyrr júgur- bólga, kálfleysi og spena- og júgurslys. I töflu 7 er sýndur lyfja- og dýralækniskostnaður og í töflu 8 er frjósemisyfirlit. Stærsti hluti lyfja- og dýralækniskostnaðarins er vegna baráttunnar gegn júgurbólgu og hefur tekist að halda henni vel niðri. Þess má geta að verðmæti mjólkur sem hellt var niður vegna júgur- bólgu nam um 100.000 kr. árið 1993. Fóðurnotkun A veturna er reglulega mæld heildarfóðurnotkun í fjósinu, þannig að allt fóður úr hlöðu, mjólkurtanki og kjamfóðursílói er mælt eins nákvæmlega og unnt er. Á mynd 3 er sýnd meðalgróffóðumotkun og gróffóðursamsetning á dag í fjósinu veturinn 1992-93. Þar kemur fram að af 732 kg af gróffóðri enduðu 29 kg í moðinu eða 4%. Mjólkurkýr, tilraunanaut og ungkálfar fengu að éta gróffóður að vild en reynt var að láta geldneyti éta sem mest upp. Að meðaltali át mjólkurkýrin 10 kg, geldneytið 8 kg, stærri kálfar 5 kg og smákálfamir 1 kg á dag af gróf- fóðri (þurrefni). Á mynd 4 eru sýndar breytingar á 23*94 - FREYR 877

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.