Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 32
Mjólkurtankar og kœlimiðlar Kristján Gunnarsson, Mjólkureftirliti KEA, Akureyri Það hefur ekki farið fram hjá mjólkurframleiðendum að til stendur að skipta yfir í aðra og umhverfisvœnni kœlimiðla (kœlivökva) vegna banns við afhendingu á þeim kœlimiðlum sem notaðir eru á mjólkurtanka, þ.e. fyrst freon R-12 ( CFC-12) 1. janúar 1995 og trúlega fljótt eftir aldamót eða innan 10-12 ára (hámark) einnig bann við afhendingu R-22 ( HCFC-22). Þegar er búið að setja kvóta á sölu og dreifingu R-22 og innflutningur nýrra kerfa bannaður frá og með 1. jan. 1996. Margir gerast nú órólegir og mikið er spurt þessa dagana. Hvað eiga mjólkurframleiðendur að gera? Tækninni fleygir fram og nú er fáanlegt efni sem til bráðabirgða er hægt að nota í staðinn fyrir R-12 og hægt er að setja á öll kerfi, og hefur viðlíka eiginleika og vinnslugetu og R-12. Þessi efni hafa hlotið kenni- stafina R-401a (MP-39 ) og R401b ( MP-66 ) Þetta eru blöndur m.a. R- 22, R-124 og 152a efna (HCFC og HFC efni). Þessi efni eru ekki komin til að vera og verða líka bönnuð eftir 10- 15 ár í það mesta. Það stafar af því að þau hafa, þó lítið sé, eyðingaráhrif á ozonlag jarðar. Þá valda þau einnig gróður- húsaáhrifum vegna uppgufunar Halocarbon-efna sem þau innihalda. Betri fréttir eru þó að þeir sem vilja endumýja mjólkurtankana sína á næstunni geta nú fengið tanka með lausri kælivél (eða áfastri), sem notar kælimiðilinn R-134a ( HFC- 134a, það nýjasta og umhverfis- vænsta sem til er í dag), eða keypt sér bara lausa kælivél og notað gamla tankinn áfram (þetta á þó ekki við um sænsku Wedholmes tankana) Kælivélar fyrir kæliefnið R-134a (HFC-134a) eru nú fáanlegar á svipuðu verði og þær vélar sem tankasölumenn voru að bjóða á vél- um fyrir R-22 svo að vissulega er ekki spuming um að það er réttara að horfa til þeirra véla og tanka sem boðnir eru með R134a. Auk þess er R-22 á skammtíma fresti. Hvað er svo þetta R-134a? R- 134a er efni sem komið er á Kristján Gunnarsson. markaðinn frá DU PONT, þekktasta framleiðanda slíkra efna, og verður leyft til notkunar það langan tíma að við getum kallað það „framtíðar- efnið í dag“. Það er ekki annað betra í sjónmáli ennþá sem hentar betur R-12 kerfum mjólkurkælitanka vegna líks suðumarks, vinnsluþrýst- ings og er óeldfimt. Það þarf þó góða kunnáttu og vandvirkni til þess að nota þennan kælintiðil fyrir annan á eldri kerfi. Það er starf fag- manna eingöngu. R-134a er þó ekki algjörlega skaðlaus, en svo lítið að ekki verður agnúast út af því á næstu árum og trúlega áratugum. Þessi kælimiðill veldur ekki eyðingu eða þynningu ozonlagsins en hann inniheldur örlítið ntagn Halocarbon-efna sem valda svokölluðum gróðurhúsaáhrif- um, berist þau útí andrúmsloftið. Það er nokkuð ljóst að mjólkur- framleiðendur verða að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum ef þeir vilja losna við vandræði sem af því skapast ef kæliefni lekur út af mjólkurtanknum (R-12) og ekki verður hægt að bjarga málinu í skyndi vegna efnisvöntunar. Það eru þrír kostir fyrir hendi: 1. Skipta um kælimiðil á kerfinu, 2. Kaupa nýja kælivélasamstæðu á gamla tankinn*, 3. Kaupa nýjan tank með lang- tímaefni á (R-134a). *Hvað varðar annan valkost þá verður að vera tryggt að ef sett er ný kælivél við gamlan tank þá sé tankurinn þess megnugur, sem dæmi t.d. góður amerískur Mueller. Verðdœmi. Nokkur verðdæmi til fróðleiks. (Allar vinnutölur áætlaðar gróft.) Ath. Þama er ekki reiknað með útboði í tiltekinn fjölda tanka og því getur verð á vélum og tönkum verið dálítið fjarri endanlegri tölu í útboði og þá væntanlega of hátt reiknað hér. 1. Skipt yfir úr R-12 í R401a(MP- 39) til bráðabirgða (3-8 ár), gamli tankurinn og kælivélin notuð áfram, en skipta þarf einnig um uppgufu- narloka og þurrksíu ( t.d. Mueller/ Wedholmes*. Kr. 40-50 þús. (trú- lega þó mun minna ef verkið væri boðið út í t.d. 50 tanka) Þama er ekki reiknað með kostnaði vegna endurnýjunar rafkerfis í leiðinni en slíkt er óhjákvæmilegt og gæti verið á bilinu 20-25 þús. (Sér í lagi amerísku Mueller mjólkurtankamir). *(Ath. Wedholmes mjólkurtanka og aðra álíka með botnleka á kæli- kerfi mega menn algjörlega af- skrifa. Það er sóun á fé að taka slíka áhættu. Þar verður því ekkert að gert, því miður.) 2. Ný kælivél með R-134a, en gamli tankurinn notaður áfram. 896 FREYR - 23'96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.