Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 8

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 8
Mikilvœgi lcmdbúnaðar vex ört í heiminum En auka þarf framleiðni, létta störf og bœta gœði; þetta þrennt. Dr. Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri, í viðtali við Frey / byrjun febrúar, tók dr. Björn Sigurbjörnsson viö embœtti ráðuneytisstjóra í land- búnaðarráðuneytinu af Sveinbirni Dagfinnssyni. Björn hafði þá verið yfirmaður deildar fyrir jurtakynbœtur og erfðafrœði hjá Sameinuðu þjóðunum (FAO og IAEA, Alþjóða kjarnorkustofnuninni) í Vín 1964-1968 og framkvœmdastjóri þeirra 1968-1973. Forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins var hann árin 1973- 1983 og síðan aftur forstjóri sam- eiginlegrar landbúnaðardeildar FAO og IAEA frá 1983. í eftir- farandi spjalli við Frey segir hann ýmislegt frá námi sínu og starfi heima og erlendis. - Ég var stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951, segir Bjöm, og búfræðingur frá Hvanneyri 1952 og að því loknu tók ég 1. gráðu í búvísindum frá Manitóbaháskóla í Winnipeg 1956. Svo skemmtilega vildi til að þar voru fimm ís- lenskumælandi prófessorar sem kenndu mér. Það voru allt Vestur- íslendingar nema Askell Löve sem var nýfluttur að heiman. Ég hafði verið fyrsti Islendingurinn sem kom til Winnipeg til að læra búvísindi. Helga, konan mín, var bóka- vörður í íslenska bókasafninu við Manitoba háskóla og reyndar fyrsti bókavörður þess og skrásetti allt safnið undir stjórn dr. Finnboga Guðmundssonar, sem þá var pró- fessor í íslensku við háskólann þar. Það var mjög skemmtilegt fyrir Helgu og ákaflega gott fyrir okkur bæði því þá voru engin námslán. Það var dálítið basl í byrjun að fara svo langan veg. Við fórum vestur með skipi tveim dögum eftir Björn Sigurbjörnsson. Freysmynd. brúðkaupið og má heita að við höfum verið þama í fjögurra ára brúðkaupsferð, því við komum ekki heim aftur fyrr en árið 1956 að loknu prófi. Þá báðu þeir í landbúnaðarráðu- neytinu mig að vera fylgdarmann sérfræðings frá FAO sem hét John B. Campbell, en það var fyrsti sér- fræðingurinn sem við íslendingar fengum til ráðgjafar í landgræðslu. Hafði hann komið hingað fyrst 1954 til Runólfs heitins Sveins- sonar. Eftir lát Runólfs tók Páll bróðir hans við starfi sandgræðslu og síðar landgræðslustjóra og að ósk hans kom Campell aftur hingað 1956 og byrjaði þá að kenna okkur gróðurmælingar; þetta var upphaf að gróðurmælingum og gróður- kortagerð hér á landi og nýjum tilraunum með að rækta upp örfoka land og hefta landfok, þó að hér væri að vísu löng reynsla frá gamalli tíð í sandgræðslunni. Doktorsritgerð um íslenska melgrasið Ég fór út aftur til sama skóla og lauk þar masterprófi 1957. Við- fangsefnið var sandfax. Á sumrin heima hóf ég rannsóknir til undir- búnings doktorsritgerð sem fjallaði um melgras; ég hef haldið mig ná- lægt landgræðslu alla tíð. Fór ég þá til Comellháskólans í New York- ríki sem er talinn með merkari land- búnaðarháskólum í heimi. I starfí mínu hjá Sameinuðu þjóðunum ferðaðist ég um heiminn og hitti oft fyrir menn sem höfðu verið á sama skóla. Það var ákaflega gott vega- bréf í Asíulöndum að hitta fyrir menn sem höfðu jafnvel verið á sömu skrifstofu við skólann og ég. Ég lauk doktorsprófi eftir þrjú ár, 1960. Ritgerðin fjallaði um íslenska melgresið eins og áður sagði. Síðan kom ég heim; hafði áður verið laus- ráðinn en varð nú fastráðinn hjá 192 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.