Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 32
Utflutningur œðarduns 1994 Hermann B. Reynisson Sala íslensks œðardúns hefur verið mikið í umrœðu undanfarið, þá einkum eftir að útflutningur hans dróst stórlega saman fyrir um fjórum árum og verð hrapaði. Árið 1994 er um margt sérstakt í útflulningi æðardúns. I samanburði við undanfarin ár markar það straumhvörf, útflutningur tekur við sér, - í magni að minnsta kosti. En hversu mikið var flutt út? Og hver flutti dúninn út? Hverjir keyptu dúninn? Og hvað um verðið? í þessari samantekt verður leitast við að skoða sem flesta fleti útflutn- ings þessarar einstæðu vöru; heild- armagn útflutts æðardúns, hvert dúnninn er sendur, hver það er sem flytur dúninn út, og loks verð hans. Heildarmagn útflutts œðardúns Alls eru flutt út 3.793 kg á árinu. Hér er um meira en tvöföldun magns að ræða miðað við árið 1993 þegar að flutt voru út um 1,6 tonn. Síðustu árin hafði útflutningur farið snarlega minnkandi, úr rúmum þremur tonnum á ári þegar best lét, árin 1987-'90, niður í um 1,6 tonn árin 1991, 1992 og 1993. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt mati kunnugra mun dúntekja hafa haldist svipuð undan- farin ár eins og hún var árin í kringum 1990, en þá var hún um þrjú tonn á ári. Áhugavert er að líta á útflutning ársins miðað við útflutning síðast- liðinna 10 ára. Frá árinu 1984 til ársins 1994 hafa verið flutt út alls 24 tonn af dúni og útflutningur þar af leiðandi 2,4 tonn á ári að meðaltali. Miðað við það er útflutt magn ársins 1994 um tveimur þriðju hærri en í meðalári. Á myndinni Magn sundurliðað á mánuð, má sjá að flutt eru út 213 kg í janúar, 130 kg í febrúar og 303 kg í mars. Fyrsta ársfjórðunginn eru þannig seld alls 646 kg sem eru 17% útflutts magns á árinu, eða að meðaltali 215 kg á mánuði. Hermann B. Reynisson. Mánuðina apríl og maí er salan langminnst, apríl 27 kg og maí 67 kg, júní er lítið eitt skárri með 187 kg, svo að annar ársfjórðungur gerir samanlagt 281 kg, eða einungis rúm 7% af ársútflutningi. Þriðji ársfjórðungur ber af í þess- um samanburði. I júlí og ágúst voru flutt út 479 kg í hvorum mánuði og í september, sem er besti mánuður ársins alls 643 kg. Samalagt gerir þessi ársfjórðungur 1601 kg, eða 42%. Síðustu þrír mánuðir ársins fylgja þriðja ársfjórðungi fast á eftir í magni, flutt eru út 475 kg í október, 351 kg í nóvember og loks 439 kg í desember. Alls em þá flutt út 1.265 kg á þessum síðasta ársfjórðungi sem er þriðjungur af útflutningi ársins. Hvert er dúnninn seldur? Meginþorri dúnsins fer sem áður til tveggja heimsálfa; Evrópu og Asíu. Hlutur Evrópusambandsland- anna er 2.020 kg sem er rúmur helmingur (53%), og Asíulandanna 1.770 kg sem er tæpur helmingur (47%). Einungis eru flutt út 3 kg til Bandaríkjanna, og dúnn fer ekki til annarra landa milliliðalaust sam- kvæmt útflutningsskýrslum. Skoða má nánar Asíulöndin, Japan og Taivan. Árið 1990 þegar 3,1 tonn eru flutt út eiga þessi Asíu- lönd rúman helming þessara við- skipta. Eftir það fellur hlutur þeirra niður í um fjórðung árin 1991- Magn^sundurliðað^ájTiánuðJ 700 þ 600 y n 500 R 400 300- 200- 100- 0- ..I ra ! i i n i i i i i ■ 11111 Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des 216 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.