Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 43

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 43
á Suðurlandi og halda sólarsinnis um landið. 1. Búland I Skaftártungum er víða mjög þykkur jarðvegur, sem hlaðist hefur upp með ívafi öskulaga úr Kötlu eða nálægum gígaröðum og gos- sprungum svæðisins. Rof getur myndast í þennan jarðveg af völd- um leysingarvatns eða vinda, en einnig út frá slóðum búfénaðar eða frá þílförum og öðru jarðraski manna. Nokkru ofan við bæinn á Búlandi var mælt rofabarð, sem virtist geta orðið upphaf að stærra sári. Þegar aftur var reynt að mæla 5 árum síðar, hafði verið hreyft við jaðrinum og sáð grasfræi og borið á rofið. 2. Höfðabrekka I hlíðum móbergshamra undir Eyjafjöllum og víðar sunnan við Mýrdalsjökul er þurrlendisgróður á þykkum öskubornum jarðvegi. Sjást þar víða rof í hlíðargeirum, en menn hafa nú á allmörgum stöðum stungið niður barma þeirra og grætt upp sárin. Uppi á Höfðabrekku- heiði fyrir ofan Kerlingardal klæðir þurrlendisgróður hlíðar og mó- bergsrana, en í þá hafa skorist djúp- ar geilar og þverskorin rof. Vestan í einum af þessum þykku, grónu bökkum var mælt rof með 5 ára millibili. Hafa á þeim tíma að jafn- aði rofnað 25 sm af jaðrinum eða um 5 sm á ári hverju. Þama mynd- ast jarðvegur ört og þykknar, en rof- nar einnig og skríður undan hall- anum. 3. Stóraver, Hrunamannaafrétti Ofan við mesta gróðursvæði á flatlendi Suðurlands teygja sig mýr- ar og þurrlendisrimar upp að há- lendinu. Þessi gróður er víða rofinn og sjást langir rofjaðrar á gras- lendisbökkum. I Stóraveri á Hruna- mannaafrétti var gerð mæling á rof- jaðrinum á þriggja ára millibili, en eftir þann tíma var rofið lagfært og sáð í landssvæðið. Þarna höfðu að jafnaði brotnað 15 sm af rofjaðrin- um á þessu tímabili eða að jafnaði 5 sm á ári. 4. Tjarnheiði Enn ofar í landinu sunnanverðu er Tjarnheiði, austan Hvítárvatns við Langjökul. Þar standa þurrir graslendisbakkar á gömlum jökul- aurum. Þessir gróðurrimar eru sumir rofnir í langar bakkaræmur, sem liggja frá norðaustri í suðvest- ur, og hafa svipaða stefnu og ríkj- j andi vindátt. Einn þessara bakka j var mældur bæði á eystri og vestri j jaðri. Mælingamar tóku yfir 5 ára tímabil. Fram kom við þessar at- huganir að á vestari jaðrinum höfðu að jafnaði brotnað 23 sm eða 4,6 sm á ári, en að austan var brotið mun meira eða 60 sm á tímabilinu eða 12 sm á ári. Minnka þessar | gróðurleifar því talsvert á hverju ári (myndir 2, 2a og 3). 5. Svartártorfur Vestar í Tjamheiðinni rétt sunnan við Svartá eru grónir balar, sem liggja niður undir Hvítárvatn. Em j bakkar þessir að nokkm varðir fyrir sandkomadrifi af ánni. Þama við bakkajaðarinn vom gerðar mælingar á rofi. Reyndust árlega brotna þama tæpir 4 sm af brúnum bakkanna. 6. Hvítárnes Þar sem Fúlakvísl rennur í Hvítárvatn við Langjökul eru grón- ar óseyrar, Hvítárnes. Austurjaðar þessa gróðurlendis er þurr og þang- að berast fokefni af auðnunum í austri og hlaða upp þykkum jarð- vegi á gróðurjöðrunum. Hefur vindurinn einnig sorfið rof í þessa þurru, upphöfnu bakka. Mælistik- um var komið fyrir á einum stað í þessu rofi, en stikumar vom fjar- lægðar við lagfæringu á rofinu og uppgræðslu þess. Gat endurmæling því ekki farið fram á þessum stað. 7. Stærri-Bær I Grímsnesi er víða þurrlendis- gróður, og á stöku stað má þar sjá rofa út frá götuskorningum svo sem j við Stærri-Bæ. Voru þar settar upp mælistikur, en þar var rofabakki stunginn niður og sáð í rofið áður en endurmæling gat farið fram. 8. Kaldárhöfði Uppi á Kaldárhöfða er gróður rofinn á grasbakkabrún, sem veit til norðurs. Þar vom gerðar mælingar á rofi. Reyndist rofhraðinn þar að- eins vera 2 sm á fjórum ámm, eða aðeins hálfur sm á ári. Var þama um óverulegt rof að ræða. 9. Villingavatn Víða í Grafningi getur að líta grafnar geilar í þykkan jarðveg og svörð. Eitt barð var mælt uppi í brekku sunnan við bæinn á Vill- ingavatni. A fjómm árum reyndust að jafnaði hafa brotnað 6 sm fram- an af barðinu, en það svarar til þess, að 1.5 sm eyðist þar af börðum á ári, sem verður að telja fremur hæg- gengan rofhraða. 10. Krýsuvík Landið í kringum Kleifarvatn og þar í nágrenni er víða með gróður- blettum og allþykkum jarðvegi. Þessir gróðurbleðlar eru víða með skörpum rofabökkum. Á mólendis- bakka rétt sunnan við svonefndan Bleikhól, vestan þjóðvegar, var mælt áberandi rof, sem veit móti norðri. Á fjórum árum reyndust að meðaltali 16 sm brotna framan af þeim bakka eða 4 sm á ári. 11. Stardalur Á Mosfellsheiði má víða sjá þurrt mólendi þekja grýttan jarðvegs- grunninn og eru jaðrar þessara gróðurfláka á stöku stað skertir með misháum og bröttum rofum. Fylgst hefur verið með breytingum á einu slíku rofi norðan við þjóðveginn, allnokkru neðan við bæinn í Star- dal. Þarna virtust að jafnaði aðeins eyðast um 2,8 sm af jaðrinum á 5 ára tímabili, en það er rúmlega hálf- ur sm á ári. 12. Heiðarbær Nokkru norðan við þjóðveginn hjá vegamótunum að Heiðarbæ var mælt rof í móajaðri, sem er að mestu gróinn mosa og lyngi. Rofið á þessum jaðri mældist vera að meðaltali 4 sm á fjórum árum eða aðeins 1 sm á ári. Virðist því vera lítil hreyfing á rofabökkum þama á heiðinni. 13. Sandkluftavatn Kunnugt er að mikill foksandur berst af fjöllum ofan að Sand- kluftavatni á Uxahryggjaleið. Þar meðfram vegi norðan við vatnið eru móarindar með háum moldarbörð- um. Reynt hefur verið að binda 5.'95- FREYR 227

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.