Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 10

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 10
þessum penijigum stofnað þar sn. fæðudeild. Ég held að hún hafi orðið íslenskuin bændum og neyt- endum að miklu gagni síðan, og ég hef gaman af að lesa skýrslur og annað sent kemur frá þeirri deild. Eftir níu ára starf hjá Rala var ég beðinn að fara út aftur. Þá var komið að því að forstjóri sameigin- legrar deildar FAO og IAEA hætti og ég var beðinn um að taka við starfi hans. 2000 endurbœtt afbrigði af nytjaplöntum Árangurinn á mínu sviði, þ.e.a.s. í jurtakynbótum, er sá að bændur hafa fengið um 2000 endurbætt afbrigði af öllum tegundum nytjaplantna sem eru ræktuð um allan heim. Til dæmis eru slík afbrigði rækt- uð á um 10% af öllu ræktunarlandi í Kína, og hagnaður bænda af þessu er mældur í milljörðum dollara á ári. Komið hafa fram mjög merki- leg afbrigði, sérstaklega í hrís- grjónum, og eru þau m.a. undir- staða undir öllum hrísgrjónaaf- brigðum í Japan, og að hluta til hrísgrjónum og hveiti í Kína. Af sn. pastahveiti sem notað er á Ítalíu eru 70-80% kynbætt með geislun. Það er sérstaklega afbrigð- ið Creso sem vinur minn Alexander Bozzini kynbætti. Hann var einn af samstarfsmönnum mínum og hefur fengið mörg verðlaun fyrir störf sín á þessu sviði. Þess má geta að allur bjór í Mið- Evrópu og að ég held líka Carlsberg í Danmörku er bruggaður með byggi sem byggist á afbrigðinu Diamant frá Tékkóslóvakíu sem var framkallað sem gammageislum. Þetta var svo mikil bylting í bygg- rækt að Diamant er notað í öllurn byggkynbótum í Evrópu. Þess má lííca geta til gamans að fyrirtæki í Bretlandi notaði líka geisla til að kynbæta bygg; eitt af þessum afbrigðum var kallað Golden Promise eða Gullna fyrirheitið. Það er mjög snemmþroska og varð afar vinsælt í Skotlandi og það hefur verið þar lengur heldur en nokkurt annað afbrigði í Bretlandi og varð undirstaða viskí-framleiðslu. Allt gott viskí sem er á markaðnum er því bruggað úr þessu byggafbrigði. Stóru viskíframleiðendurnir í Skot- landi, sem framleiða malt-viskí, krefjast þess að bændur noti þetta Golden Promise byggafbrigði. í ljós kom að þetta afbrigði hefur þann kost að það tekur mjög lítið upp af natríum, og þolir mjög saltan jarðveg. Menn eru því að spá í það hvort ekki sé hægt að nota þetta byggafbrigði í vatnssnauðum, þurr- um löndum, s.s. Sýrlandi, Irak, Iran og Arabíu. þar sem garðar og akrar yrðu þá vökvaðir með sjó. Það er merkilegt hvað stökk- breytingar af völdum geisla breyta miklu. Ég get bætt því við að enn í dag byggist byggframleiðsla okkar, sem að vísu er ekki rnikil, á afbrigði sem heitir Mari. Mari var framleitt af prófessor Áke Gustafsson í Sví- þjóð með því að nota röntgengeisla. Það afbrigði er enn almennt notað afbrigði hér eins og viskíafbrigðið á Bretlandi og bjórafbrigðið á megin- landinu. Þetta er öflug aðferð við að kynbæta. Geislun gegn skordýraplagu Við höfum líka notað geisla til að gelda skordýr. I staðinn fyrir að nota eiturefni til að eyða skordýrum er í nokkuð mörgum tilvikum hægt að beita geislum til þess. Þá eru flugur framleiddar í millj- óna og milljarða tali. Síðan eru þær gammageislaðar og að því búnu sett- ar á svæðin þar sem skordýrið veldur skaða, a.m.k. 10 geldar flugur á móti hverri einni sem mælist vera á svæðinu. í næstu kynslóð verða bara 10% eftir af lifandi afkvæmum. Næst er aftur sett sama hlutfall af geldum flugum á kreik og eftir 5-6 kynslóðaskipti hverfur flugan al- veg. Frægasta dæmið var þegar fluga, sem var hin mesti skaðvaldur bæði á búfé og mönnum, barst til Líbýu í Afríku, líklega með inn- fluttu, lifandi fé frá Uruguay. Flugan leggst á hold dýra. Menn voru hræddir um að plágan bærist suður eftir álfunni og eyddi villidýrum í Afríku auk þess að leggjast á búfjárrækt í álfunni sem ekki er upp á marga fiska fyrir. Þessi plága hefði líka getað borist til Suður-Evrópu og gert usla. Við fengum flugur frá Mexicó sem voru geltar þar og sendar til Líbýu í kössum, 40 milljón á viku, 1500 í hverjum og leigðum við stórar þotur frá Lufthansa, sem flugu frá Mexicó til Trípóli. Verksmiðjan í Mexicó, sem fram- leiddi og seldi okkur flugumar, var að hálfu leyti í eigu Bandarfkj- amanna og þess vegna lentum við í nokkrum vandræðum með að fá herramennina Gaddafhi og Bush til að samþykkja, hvom fyrir sig, að leyfa þesum hálf-amensku flugum að fara til Líbýu. Björn Sigurbjömsson var forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í níu ár. 194 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.