Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 28
Stjórn á nýtingu lands hefur afgerandi álirif á beitarþol. Ljósm. Pétur Magnússon. bregður Ingvi Þorsteinsson sér í hlutverk umvandarans. Af orðum Ingva má m.a. ráða að hann telji að þekkingu íslendinga á nýtingu út- haga sé í fáu ábótavant. Að auki gerir hann mér upp þá skoðun að ég telji lítið hafa verið unnið að gróðurrannsóknum og að allt sem gert hafi verið sé meingallað og til lítils gagns. Erfitt er að átta sig á því hvernig Ingvi nær að lesa slíkan „stóradóm“ úr skrifum mínum. Enn síður hvers vegna hún verður tilefni þess að Ingvi Þorsteinsson reiðir svo hátt til höggs sem raun ber vitni. Einhverra hluta vegna hefur hann lesið allt annað út úr grein nrinni en þar stendur skrifað. Fyrir bragðið kýs hann að slíta einstakar setningar úr samhengi og gera slíkum ,jullyrð- ingum“ síðan sérstök skil. Þessi vinnubrögð geta lesendur sjálfir sannreynt með því að bera saman báðar greinarnar. Það er vissulega rétt hjá Ingva að mikillar þekkingar hefur verið aflað á sviði landnýtingar og gróður- verndar hér á landi. Enda hefur ekki hvarflað að mér að halda öðru fram, og það geri ég síður en svo í grein minni. Þessarar þekkingar hefur m.a. verið aflað með gróðurrann- sóknum Ingva sjálfs, beitartilraun- unum miklu sem styrktar voru m.a. af FAO og rannsóknastarfi fjöl- margra annarra vísindamanna. Það sem okkur Ingva virðist greina á um er einkum tvennt: I. Mat á beitarþoli lands og hvort við höfum lagað aðferðir okkar nægjanlega hratt að aukinni þekk- ingu og kröfum samfélagsins. 2. Þekkingarstöðu Islendinga á sviði landnýtingar og gróðurvernd- ar og hvort áratuga starf hafi fært hana í viðunandi horf miðað við kröfur samtímans. Okkur greinir svo sannarlega ekki á um lofsvert starf brautryðj- enda á þessu sviði. Hugsjónin um varðveislu og endurheimt landkosta er okkur Ingva sameiginleg, eins og svo mörgum öðrum, og báðir vilj- um við efla rannsóknir til að slíkum markmiðun verði náð. Mat á beitarþoli Grein mín fjallaði nær einvörð- ungu urn mat á hæfilegu beitarálagi og stefnumið um stjórn á nýtingu lands. Rætt var um mótun aðferða til að meta beitarþol, hér heima og erlendis. Einnig var getið um þá alvarlegu ágalla sem komið hafa í ljós á niðurstöðum beitarþolsút- reikninga og þörf þess að móta betri aðferðafræði. Til að svo megi verða þarf að rannsaka mun betur ýmsar forsendur beitarþolsútreikninga og leiðir til að vernda land. Er með slíkum orðum verið að „kasta rýrð á starf vísindamanna frá fjölmörg- um stofnunum, innlendum sem erlendum“, eins og Ingvi heldur fram? Það er af og frá! A grundvelli þeirra aðferða við beitarþolsútreikninga sent beitt var á RALA, og vikið var að í grein minni, var beitarþol reiknað út fyrir allflesta afrétti landsins og heirna- lönd allmargra jarða. Þetta var gert allt til ársins 1983 að birtingu beitarþolstalna var hætt að beiðni Landgræðslunnar, af ærnu tilefni. Aðferðafræðin við útreikningana var grundvölluð á þeirri þekkingu sem var fyrir hendi þegar hún var mótuð og síðan endurbætt nokkuð. Gengið var nt.a. út frá því að allt land með einhverjum gróðri væri beitarhæft, óháð t.d. jarðvegs- eyðingu, gildi gróðurleifa til sjálf- sáningar og ójafnri dreifingu bú- fjárins um hagann. í ljós kom að aðferðin leiddi af sér ofmat á beitarþoli sem valdið hefur miklum erfiðleikum í starfi Landgræðslunnar. í sumum tilvik- um var reiknað út að fjölga mætti, jafnvel verulega, sauðfé á sumum af verst förnu afréttum landsins þar sem engum blandaðist hugur um að fækkunar væri þörf. í starfi okkar landgræðslumanna verðum við ennþá þráfaldlega fyrir því að bændur beita uppgefnum tölum RALA um beitarþol fyrir sig þegar þeim finnst að sér þrengt með takmörkunum beitar. Um það eru rnörg nýleg dæmi. Það hefur ekki reynst trúverðugt að byrja með beitarþolstölurnar sem grunn við ítölugerð eða aðra vinnu við vernd- un lands, og fara síðan í talnaleik til að laga þær að raunveruleikanum. og samvinnu aðila sem tengjast vemd- un og nýtingu landsins. 212 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.