Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1995, Page 46

Freyr - 01.05.1995, Page 46
UTENEfERG HF. 22. Gilsárbotnar Nokkru austar á heiðinni er tals- vert gróðurlendi meðfram Gilsá. í Gilsárbotnum er þessi gróður rofinn á hlíðarbrúninni. Þetta rof var mælt með nokkurra ára millibili og kom þá fram að rofjaðarinn hafði hörfað um 14 sm á þremur árum. Hafði rofhraðinn þarna verið um 5 sm á ári. Umfjöllun Af þeim mælingum, sem gerðar voru á rofabörðum á árunum 1989 til 1994, er ljóst að gróður er á und- anhaldi á flestum stöðum landsins. Þetta undanhald er samt sem áður, með örfáum undantekningum, alls ekki eins ört og það rof var, sem mælt var á börðunum efst í Land- sveit á árunum 1976 til 1987, og getið er um hér í upphafi greinar, en þar var rofið 16 sm á ári. Samanburður á rofmælingum á einstökum svæðum landsins kemur vel fram í meðfylgjandi töflu, þar sem skráð eru meðaltöl einstakra mælinga á hverjum athugunarstað (tafla 1). Eins og fram kemur í töflunni eru breytingar á rofabökk- um allt frá því að vera minna en einn sm í það að vera 26 sm árleg eyðing á gróðri og jarðvegi af rofabarðinu. Hér er um mikinn mun að ræða og er það rannsóknarefni að kanna hvað veldur þessum mun. Gróflega mætti flokka þessi athug- unarsvæði í þrjá hópa eftir hraða rofsins. 1) Rofhraði yfir 10 sm á ári, 2) milli 1 og 10 sm á ári og 3) undir 1 sm á ári. I) Nokkrir staðir virðast skera sig úr hvað varðar mikinn rofhraða. Ber þá fyrst og fremst að nefna Móa eða sendna svæðið á Mývatns- öræfum, sem er nokkru vestan við Jökulsá á Fjöllum. Þarna er mikil hreyfing á fokefnum, sem eiga upp- runa sinn í framburði jökulfljótsins. Sandur þessi hefur borist úr fljótinu út yfir hraunin og urðimar og með því stuðlað að aukinni uppbyggingu jarðvegs. En þessi útþvegni sandur hefur reynst óstöðugt byggingarefni jarðvegsins, og virðist þessum lausa jarðvegi vera mjög hætt við örri eyðingu. Sunnan við Svartárkot mældist allmikið rof á gróðri. Er þar að- burður sands úr Skjálfandafljóti út í hraunið, sem er efniviður í jarðveg þann, sem er ör í uppbyggingu en reynist einnig fokgjam. Sunnanlands, við efstu gróður- mörk, svo sem á Tjamheiði austan Langjökuls, mælist allmikið rof á gróðurjaðri þeim er veit mót austri, sem er helsta þurrviðrisátt svæðis- ins. Stöðugur austur fokefna ofan af hálendinu hleður upp háar jarðvegs- brúnir á gróðurjöðrunum og á þeim eiga plöntur örðugt uppdráttar. Helst er gróðri vært, þar sem ár og lækir geta hindrað gegndarlaust drif [ sandsins að sverðinum. Og þar sem svo háttar til eru helstu gróðurvinj- arnar órofnar á þessu svæði. 2) A nokkrum stöðum mældist rofhraði vera 1 til 6 sm á ári. Af 10 athugunarsvæðum, sem falla í þennan hóp, mælast 5 staðir með I rofhraða á bilinu 4 til 5 sm á ári. Mætti telja það allnokkurt rof, ef 1 m af jaðri barðsins hverfur á 20 til 25 ára tímabili. Glöggir menn gætu [ tekið eftir þeirri gróðureyðingu á landi. Þeir staðir, sem reyndust hafa | þannig rofhraða, em allir á mó- bergssvæðum, þar sem gera má ráð fyrir meira áfoki og hraðari upp- byggingu jarðvegs en á eldri blá- grýtissvæðunum. 3) Um þriðjungur þeirra gróð- ursvæða, sem mæld voru, reyndust hins vegar eyðast hægar en þau, sem hér hefur verið rætt um. Sé eyðing á rofjaðri ekki nema 1 sm á ári eða minni er varla unnt að tala um mikla hættu á gróðurskemmd- um, þótt þannig rof standi opin. Það þarf hundrað ár eða meira, til þess að sjá 1 m eyðast af þannig gróður- jaðri. Gróðurlendi í þessum flokki, sem voru með svo hægan rofhraða, voru yfirleitt á blágrýtissvæðum, með þéttu undirlagi og litlu áfoki. Þannig rof á gróðri eru algeng vest- ! anlands og austan. Er brottnám jarðefna þar sennilega mest af völd- um frostveðrunar og annarra breyt- inga á hita og raka í jarðvegssárinu Við þessa athugun á rofum var helst reynt að velja þær aðstæður. sem virtust geta gefið sem augljós- ust svör við spurningunni um rofhraða. Af fengnum niðurstöðum mætti því draga þær ályktanir, að rofhraði á landinu væri að öllu jöfnu minni en kemur fram í þessari úttekt. Að meðaltali mældist rof- hraði allra athugunarsvæðanna vera um 4,5 sm á ári (tafla 1). Ætti eyð- ing á gróðri við rofabörð landsins sennilega að vera enn hægari en hér hefur verið mælt. Hafi sami hraði verið á rofi gróðursvarðar síðast- liðin 1100 ár, kann að vera ofmetið það mikla flatarmál gróðurs, sem sumir ætla að verið hafí hér við landnám. Svo mikið land hefði varla geta eyðst á þeim tíma með sama rofhraða. Hins vegar gæti málið horft öðruvísi við, væri miðað við þetta mikla flatarmál gróðurs löngu fyrir landnám. Upp- blástur með þessum sama hraða, hefði þá geta hafist fyrir nokkrum þúsundum ára og því haft lengri tíma til eyðingar á gróðurlendinu. Enda þótt hraði á eyðingu rofa- barða hafi hér verið mældur, eru skemmdir á gróðri ekki endilega bundnar við sjálf börðin, heldur er tjónið oft ekki síður vegna áfoks af lausum jarðefnum, sem geta hlaðist yfir nærliggjandi svæði og kæft gróður. Er kunnugt af skráðum heimildum að þannig hefur gróð- urlendi víða eyðst á skömmum tíma og vel getur þannig tjón verið af- drifaríkt fyrir gróður. Mælt var með því í fyrri greinum að reynt væri að stinga niður og græða upp rofabörð til þess að hindra fok jarðvegs úr börðunum út yfír annan gróður á mestu uppblást- urssvæðunum. Það er athygli vert, að af þeim 22 börðum, sem í upphafi voru valin til rannsókna, höfðu fjögur svæðanna þegar verið tekin til lagfæringai' og uppgræðslu. Lýsir þetta áhuga bænda og sjálfboðaliða í að vemda gróður lands og gefa umhverfinu hlýlegra yfirbragð. Þakkarorð Nokkrir starfsmenn jarðvegs- og jarðræktardeila RALA unnu við athuganir á gróðurfari rofjaðranna og við þessar mælingar á rofhraða. Ber sérstaklega að þakka þeim dr. Borgþóri Magnússyni, dr. Sigurði H. Magnússyni og Tryggva Gunn- arssyni fyrir alla aðstoð og ánægju- lega samvinnu. Heimildir Ólafur Amalds og Ómar Ragnarsson 1994. Sukksöm fjölskylda; rofabörðin við Djúp- 230 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.