Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 27
Beitarþol og vísindi Andrés Arnalds, landgrœðslufulltrúi Mikið er í húfi að nýting lands sé byggð á traustri þekkingu og að hún sé í sam- rœmi við kröfur samtímans um verndun umhverfisins. Þetta á ekki síst við á tímum vaxandi umrœðu um vistvœnan landbúnað, þar sem votta verður að framleiðslan standist slíka staðla. Andrés Amalds. Freysmynd. í 11. tölublaði Freys 1994 fjallaði ég um hugtakið beitarþol frá ýms- um sjónarhornum undir heitinu „Beitarálag og ástand lands“. Sú grein varð Ingva Þorsteinssyni nátt- úrufræðingi tilefni svargreinar sem hann nefnir „Þekkingarstaða ís- lendinga í gróðurnýtingarmálum“, og birtist í 19. tbl. Freys. Seint hefði hvarflað að mér að það ætti fyrir okkur Ingva Þorsteinssyni að liggja, samherjum um nær 25 ára skeið, að fara að skrifast á í Frey. Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að beitarþolsútreikningum Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins (RALA) væri í mörgu ábótavant og það er raunar svo að tölur Rala um beitarþol eru sums staðar Þrándur í Götu við að ná sátt um hóflega nýtingu beitilands. Urbætur hafa gengið hægt og því var grein mín um „Beitarálag og ástand lands“ skrifuð. Ingvi hefur verið einn helsti talsmaður gróðurverndar hér á landi og hann hefur öðrum fremur vakið þjóðina til meðvit- undar um hningnunarsögu gróðurs og jarðvegs hér á landi. Brautryðj- endastarf hans verður seint full- þakkað. Fáum hefði því dottið í hug að Ingvi færi að rísa upp til varnar úreltum beitarþolstölum á þann hátt sem grein hans vitnar um. I því felst þversögn sem erfitt er að skilja. Þekkingarleit - eöli rannsókna Því miður er það algengt að um- ræður um vísindi og rannsóknir snúist upp í persónulegar ávirðingar og vörn fyrir eldri verk í stað hlut- lægs mats á aðferðum og árangri. Því til vitnis eru nýleg dæmi frá ólíkum rannsóknasviðum: Ungur fornleifafræðingur er gagnrýninn á þau áhrif sem Islendingasögur hafa löngum haft á rannsóknir fornleifa hér á landi. Til að fá starfsfrið verð- ur hann þráfaldlega að minna á það að honum sé síst í huga að kasta rýrð á störf forvera sinna með gagn- rýni sinni. Og annað dæmi: Jarð- fræðingur, kunningi minn, reit út- tekt á einu fræðasviði jarðfræð- innar. I kjölfarið fylgdi hörð gagn- rýni vegna „tilrauna hans til að gera lítið úr brautryðjendunum". Slík viðbrögð verða til þess eins að drepa málum á dreif og ala á tor- tryggni í garð sérfræðinga jafnt sem rannsókna. Eðli vísinda er að sækja stöðugt fram á við í leit að þekkingu. For- sendur og aðferðir taka sífelldum breytingum á grunni þess sem áður hefur verið gert. Þannig tleygir þekkingunni fram. Rannsóknanið- urstöður verða sjaldan endanlegar né framlag vfsindamanna svo full- komið að engu sé við að bæta. Starf vísindamanna getur vissulega verið dýrmætt þótt niðurstöðurnar tapi síðar vægi í Ijósi nýrra upplýsinga og breyttra viðhorfa. Því minnist ég á þetta hér að í svari sínu við grein minni í Frey Hvert er beitarþol landsins? Rannsaka þarf mun betur ýmsar forsendur beitar- þolsútreikninga og leiðir til að vernda land. Ljósm. Andrés Arnalds. 5. '95 - FREYR 211

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.