Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 41

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 41
Mynd 1. Islandskort er sýnir legu þeirra staða (merkt 1 til 22), þar sem fylgst var með liraða breytingar á rofabörðum. ellefu ára tímabili (Freyr 1988, 1989 og Búvísindi 1988). Þama hafði reynst unnt, með fremur auð- veldri rannsóknaraðferð, að mæla hraða gróðureyðingar á ákveðnu svæði. Þótti því rétt að kanna breyt- ingar á rofabörðum víðar um landið við misjafnar aðstæður. Fékkst styrkur frá náttúnavísindadeild Vís- indaráðs til þeirra rannsókna sum- urin 1989-91. Þess skal getið, að síðar, haustið 1991, hófu þeir Olafur Amalds jarðvegsfræðingur og Omar Ragnarsson fréttamaður einnig að mæla rofabörð við Djúp- hóla á Biskupstungnaafrétti með nokkuð annarri tækni en hér er lýst. Mældist þeim, að tveimur árum liðnum, árlegur rofhraði á þessu svæði að jafnaði vera um 13 sm, en þarna er einmitt talsverð gróður- eyðing (Græðum Island 1994). Mœlingar Eins og að framan greinir kynntu starfsmenn jarðvegs- og jarðrækt- ardeilda Rannsóknastofnunar land- búnaðarinns sér gróðurrof víða um landið sumarið 1989 og tvö sumur þar á eftir. Var sérstaklega leitað að rofabörðum áveðurs í samfelldu, grónu landi, þar sem ætla mætti að nokkur hreyfing væri á rofjöðmm. Voru settar niður mælistikur ofan á gróðurbökkunum til síðari mæl- inga. Skal hér tekið dæmi af mæl- ingaraðferðum. Mældur var rétthyrndur reitur 4 x 20 m að flatarmáli ofan á gróður- bakkanum. Á hymingnum var önn- ur langhliðin (A) látin liggja nær samsíða rofjaðrinum í um 4 m fjar- lægð frá barði. Önnur langhliðin (B) var samsíða hinni fyrri 4 m fjær barðinu. Báðar vom þær 20 m að lengd. Rétthymingur þessi var síð- an afmarkaður með 4 jámrömm 1 m löngum, sem rekin vom 92 sm niður í homum reitsins. Auk þess voru reknir niður tréhælar á miðjar skammhliðarnar og í framlengingu þeirra í 2 m fjarlægð út frá langhlið A, þ. e. í átt að barðinu. Á langhlið- arnar vom nú markaðir út 19 punkt- ar með eins metra millibili. Var 19 trépinnum stungið niður eftir hvorri línu (A og B). Síðan voru mæld snið á 1 m fresti þvert á langhlið- amar frá línu B fram á barðið. Var barðrönd ákvörðuð með lóðmáli. Frá barði að sjá upp á bakkann var 0-punktur á línu B í vinstra horni ferningsins og var byrjað að mæla þar og var málbandinu síðan haldið 0-megin við pinnaröðina, þegar næstu snið voru mæld og endað á sniði frá 20 B um 20 A að barðbrún. Þannig fékkst 21 mæling á legu rof- jaðarins hverju sinni. Á nokkrum stöðum, þar sem um stutta rofjaðra var að ræða, var markaður 6 m jafnhliða þríhyrning- ur. Var þá ein hliðin höfð sem næst samsíða rofjaðrinum í 4 m fjarlægð frá barði. Voru sem áður rekin niður 1 m löng járnrör í homin. Nú var mælt út frá topphominu (A) um pinna, sem lagðir vom á gmnnlínu þríhyrningsins. Vom pinnamir 11 með 50 sm millibili. Sem fyrr var tjarlægðin mæld út að rofbrúninni, sem ákvörðuð var með lóðmæli. Með þeirri aðferð fengust 13 mæl- ingar á legu rofjaðarins hverju sinni. Þurfti síðan að umreikna þær tölur, þannig að rétt mál fengist af fjarlægð frá barðinu hornrétt á beina línu sem hugsuð var dregin um topphorn þríhyrningsins sam- síða grunnlínu hans. Auk þessara rofjaðramælinga voru á hverjum stað gerðar mæling- ar á gróðurfari, athuganir á gerð jarðvegs og aldri jarðvegslaga og ráðstafanir gerðar til þess að mæla væntanlegt áfok á svæðið. Hér á eftir verður samt aðeins fjallað um árangur mælinga á rofjöðrum. Þegar rofjaðrar eru endurmældir er ekki einhlítt að síðari mæling á sama sniði sé endilega jöfn hinni fyrri eða minni, þótt barðið hafi augsýnilega eyðst á tímabilinu. Einstaka gróðurtotur geta lengst all- nokkuð áður en þær falla fram af bakkanum. Þannig getur orðið mælanlegur vöxtur í sumum hlutum barðsins, enda þótt barðið sé að mestu að eyðast. Þessi framrás er samt aðeins tímabundin og oftast fellur totan fram af barðinu og skil- ur þá eftir stórt skarð. Ber að hafa þetta í huga, þegar teikningar af jöðrum milli ára eru skoðaðar. Á meðfylgjandi Islandskorti eru sýnd þau svæði, sem tekin voru til athugunar. Eru rannsóknarstaðir merktir I til 22 (myndl). Mælingar eru í flestum tilfellum gerðar með 5 ára millibili. I fáeinum tilfellum voru mælingar tíðari eða gerðar á skemmri tíma. Niðurstöður Þær mælistikur, sem komið var fyrir í gróðurbökkunum voru flestar finnanlegar fimm árum síðar. Á tveimur mælingarstöðum, þ. e. við Búland og Stærri-Bæ í Grímsnesi, höfðu börðin verið stungin niður til uppgræðslu og var þar ekki unnt að koma við neinum mælingum á rof- 5. '95 - FREYR 225

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.