Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 22
íslenskum landbúnaði og gerir í fyrsta sinn kleift að bera á raunhæf- an hátt sama stuðning við landbún- að hér og í öðrum löndum. Enda þótt skýrslan sé enn óopinber, get ég greint frá því, að stuðningur við landbúnaðinn, mældur á mæli- kvarða OECD og sem að verulegu leyti felst í reiknaðri markaðsvernd, hefur minnkað meir hér en í ná- lægum ríkjum síðustu ár og er nú á svipuðu stigi og í Noregi, Finn- landi, Sviss og Japan. Skýrslan staðfestir það sem ég hélt fram í deilum sem risu um þessi efni fyrir tveimur árum, og er því óhætt að stinga undir stól margumræddri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskól- ans sem marklausu plaggi“. Svo mörg voru þau orð ráðherr- ans, en svo tregt sem Háskólaráði er tungu að hræra um þetta verk undir- manna eða samstarfsmanna sinna við Hagfræðistofnun Háskólans þá slakar Hagfræðistofnun hvergi á klónni. Nýlega skilaði stofnunin fjórum skýrslum um áhrif inngöngu Islands í Evrópusambandið. Verk- beiðandi var Ríkisstjóm Islands. Ein skýrslan var um landbúnað og áhrif á matvælaverð hér á landi ef ísland gerðist aðili að ESB. Niður- staða Hagfræðistofnunar um það er sú að verð á matvælum til neytenda muni lækka um nálægt því 35%. I undangenginni kosningabaráttu hampaði Alþýðuflokkurinn, og einkum formaður hans, í fyrstunni mjög þessum niðurstöðum. Hins vegar slævðist þetta vopn mjög í höndum formannsins þegar aðrir hagfræðingar, m.a. starfsmenn Hagstofu Islands, lögðu fram rök- studda gagnrýni á þetta verk Hagfræðistofnunar. í sjónvarpsviðtali 29. mars sl. varði talsmaður Hagfræðistofnunar, Guðmundur Magnússon, prófessor, niðurstöður hennar. Hún hefði notað sama vinnulag og OECD og það væri takmarkað hvað Hag- fræðistofnun gæti farið ná- kvæmlega í útreikninga fyrir 700 þúsund króna þóknun. í lokin tókst prófessorum að leiða umræðuna út frá því máli sem var til umræðu með því að segja frá gömlum bónda sem taldi mestu framfarir lífs síns hafa verið að eignast gúmmístígvél. Enn vil ég spyrja Háskólaráð, hvort það sé sátt við vinnubrögð Hagfræðistofnunar skólans? Eg spyr vegna þess að Háskóli Islands er hluti af íslensku þjóðfélagi, sækir til þess afl sitt og skilar því afli sínu. Háskóli Islands hefur mátt þola mikinn niðurskurð á fjárveit- ingum frá hinu opinbera, og þarf á fullum stuðningi þjóðarinnar að halda til að geta gegnt hlutverki sínu. Eg óska Háskólanum þess að hann eflist og fái þá fjármuni sem hann þarf til að dafna, ekki veitir af að efla menntun þjóðarinnar, en til að það takist þarf Háskóli íslands Ég sendi hér með mynd af ánni Flögu, á Hlöðum í Hörgárdal, með þrflembingana sína. Þeir eru fæddir 2. maí vorið 1994 og myndin tekin 12. október sl. haust. Þá vigtuðu þeir á fæti samtals 150 kg. Hrúturinn 51 kg og gimbr- amar 49 og 50 kg. Gimbramar voru settar á en hrútnum lógað og var fallþungi hans 24 kg. Reikna því með að fallþungi lambanna þriggja hafi verið samtals 70 kg. Flaga er fædd árið 1988 og átti fyrst lömb árið 1990 og hafa afurðir hennar síðan verið þessar: að vera samstiga þjóðinni, verk þau sem skólinn skilar verða að vera vönduð og unnin af víðsýni. Því má t.d. ekki gleyma að það er sam- eiginlegt markmið þjóðarinnar að hún standi á eigin fótum, en það gerir hún einungis með því að lifa á eigin auðlindum. Innlend matvæla- öflun, eftir því sem hún verður stunduð, er veigamikill þáttur þjóð- arinnar í því að standa á eigin fótum. Ég leyfí mér enn að vona að Háskólaráð svari bréfí því sem því var sent fyrir meira en 16 mánuðum. 1990, 2hrútar........... 47,0 kg 1991,2hrútar........... 52,5 kg 1992, hrútur og gimbur.. 51,0 kg 1993, 2 hrútar......... 52,0 kg Ærin hefur því á fimm árum skil- að 272,5 kg, kjöts eða að meðaltali á ári 54,5 kg. Flaga hefur ávallt gengið í túni að vild. Stefán Halldórsson Hlöðuin, Hörgárdal Eyjafirði. Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 6. apríl sl. Afurðaœr Fallþ. samt. 206 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.