Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 42

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 42
Tjarnheiði austurjaðar Árið 1989 Árið 1994 0 I 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1] 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Grunnlína B í m. Mynd 2 og 2a. Teikningar er sýna mœlingar á afstöðu rofjaðra á löngum gróðurbakka á Tjamheiði austan Hvítárvatns. Mœl- ingar voru fyrst gerðar 1989 og síðan aftur 1994. Svœðið þar á milli hefur eyðst á funm ára tímabili. hraða. Einnig voru mælistikur fjar- lægðar úr börðum við Hvítárnes á Kjalvegi. Við Stóraver voru gerðar landgræðsluaðgerðir árið 1992, en áður höfðu þriggja ára endurmæl- ingar verið gerðar. A öllum öðrum stöðum var unnt að nota stikur til endurtekinna mælinga. Verður hér gerð grein fyrir þeim breytingum sem mældust á hverjum stað. Ferðast var um landið til þess að leita að hentugum rofabörðum til mælinga á gróðureyðingu. Enda þótt rofabörð séu algeng í íslensku gróðurlendi, er hægt að fara um mörg byggðarlög án þess að finna rof í sverðinum eða rofabörð, þar sem gróður virðist vera á verulegu undanhaldi. Á þetta við um flest láglendissvæðin. Nokkru öðru máli gegnir um gróðurjaðra í fjallshlíð- um. Og víða á hálendinu, einkum um miðhluta landsins. Þar er jarð- vegsmyndun ör, og þar eru einnig talsverð brögð að því að rof sjáist í jarðvegi og gróðursverði. Sérstak- lega var leitast við að merkja og mæla rofabörð, þar sem vindur og vatn virtust geta grandað gróðri. Skýrslu um þessa athugun má hefja 226 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.