Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 9
Doktorsritgerð Björns er um íslenska melgresið. Búnaðardeild Atvinnudeildar Há- skólans undir stjóm þess merka manns Halldórs Pálssonar, og það var mjög ánægjulegt. Ég starfaði þar í þrjú ár og var síðan beðinn að koma til Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja störf í jurtakynbótum með notkun geisla. Þetta hafði ég lagt fyrir mig sérstaklega og var þá líka sendur af landbúnaðarráðu- neytinu fyrir tilstuðlan Arna heitins Eylands. Hafði ég sótt námskeið 1957 í notkun geisla og geislavirkra efna í landbúnaðarrannsóknum. Ég stóðst því ekki freistinguna. Þetta var við Alþjóða kjarnorku- stofnunina í Vín (IAEA). Þeir voru að byrja að starfa á þessu sviði og ég var fyrsti jurtakynbótasérfræð- ingurinn sem vann hjá þeim. Ég hóf störf í Austur-Asíu við að kynbæta hrísgrjónajurtina og síðan vann ég í Austurlöndum nær, þá í Afríku og Suður-Evrópu við kyn- bætur á sérstakri tegund af hveiti, sem notað var í pasta, (spagetti og makkarónur). Auk þess vann ég að ýmsum öðrum verkefnum. Þetta var allt hluti af hinni svokölluðu „Grænu byltingu“. Um þetta leyti hafði Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) stofn- að sérstaka deild til þess að huga að sömu verkefnum, þ.e. notkun geisla og geislavirkra efna í landbúnaði almennt. Það gekk ekki til lengdar að tvær deildir Sameinuðu þjóð- anna kepptu um sama verkefnið, og 1964 var sett á fót sameiginleg deild þessara stóru stofnana sem hefur starfað með því sniði síðan. Er það einsdæmi hjá Sameinuðu þjóðunum; engar aðrar tvær stofn- anir þar reka slíka deild. Hún heitir á íslensku Sameiginleg deild Al- þjóða kjarnorkustofnunarinnar, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um notkun geisla og geislavirkra efna í landbúnaði. Þessari deild var skipt í undir- deildir og vinnur ein þeirra að jurta- kynbótum. Þar var ég ráðinn deild- arstjóri, þá 32 ára, og vann þar í fimm ár. Þetta var mjög skemmti- legt starf og byrjaði á nýjum verk- efnum, í Asíu, í Suður-Ameríku, Afríku og víðar. Þetta eru verkefni sem hafa blómgast mikið síðan. Forstjóri sameiginlegrar deildar FAO og IAEA Árið 1968 var ég ráðinn aðstoð- arforstjóri sameiginlegrar deildar FAO og IAEA. Það var ákaflega áhugavert því að þá kynntist ég og starfaði á öllum sviðum landbún- aðar, með notkun geislavirkra efna í landbúnaði og þróunarstarfi í jurta- fræðum, jurtakynbótum og búfjár- rækt og vömum gegn illgresi og skordýrum og síðan verndun mat- væla gegn rotnun og annarri spill- ingu. Þetta var gríðarlega fróðlegt. Ég vann þarna hjá deildinni þangað til Pétur heitinn Gunnarsson féll frá sem forstjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Þá sótti ég um það starf og var ráðinn í það árið 1973, þá 41 árs. Hins vegar kom ég ekki til starfa fyrr en 1974 og var forstjóri Rala í níu ár; og það fannst mér mjög skemmtilegur tími. Rannsóknastofnunin var þá ný- lega tekin til starfa og var í hálf- köruðu húsi. Ég var heppinn að því leyti að ég hafði sambönd víða um heim og mér tókst að fá góða styrki til stofnunarinnar. Með þeim var bæði lokið uppbyggingu á Keldna- holti og samtímis gátum við með Samanburður á geisluðum og ógeisluðum laukum. 5.'95- FREYR 193

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.