Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 11
Lirfur sáraflugunnar (e. screwworm fly) éla sig inní hold dýra, stœkka sárin, fleiri flugur sœkja í þau til að verpa þar eggjum sínum. Þetta getur leitt til bana ef ekki kemur lœkning til. Þessum ófögnuði útrýmdu starfsmenn FAO/IAEA á þrem Gaddafhi ocj Bush urðu á þeim degi asáttir um aðgerðir Allir sérfræðingarnir á þessu sviði voru Ameríkumenn og við þurftum leyfi til þess að nota ameríska sérfræðinga. Og ég segi mannkyninu það til hróss að bæði Gaddafhi og Bush samþykktu þetta samstarf orðalaust. En það er líka eina samvinnan sem hefur orðið milli þessara ríkja, en sem kunnugt er, er lítill kærleikur þar á milli. Það er algert samskiptabann við Líbýu, það má t.d. ekki fljúga þangað. En til þess að vinna bug á þessum meinvaldi voru allar dyr opnar og hvergi nokkurs staðar hindrun. Eg man að þegar ég var að tala við landbúnaðarráðherrann í Líbýu til þess að fá hann til að samþykkja þetta, (það vildi til að hann var víðsýnn maður og skildi hættuna), þá sagði ég honum að við yrðum að fá að fljúga yfir öll svæði í Líbýu, hvort sem það væru hernaðar- mannvirki eða önnur bannsvæði. Hann svaraði að bragði: Það verður engin hindrun í ykkar vegi, þið fáið leyfi til að fljúga hvar sem er. Við komum því með þessar 40 rnilljón flugur á viku, þurftum að halda þeim í köldum gámum á flug- vellinum í Trípólí. Á hverjum degi voru settar nokkrar milljónir af flugum í litlar flugvélar og þeim sleppt skipulega yfir svæðin. Eftir þrjá mánuði var allur ófögnuðurinn horfinn, og síðan hafa þessar ill- ræmdu flugur ekki sést þar. Við vorum búin að áætla að að- gerðin kostaði á annað hundrað milljón dollara og höfðum fengið loforð fyrir því fé og einnig höfum við gert samninga við starfsfólkið til tveggja ára. Hins vegar var þessi aðferð svo öflug að við eyddum einungis 55 milljónum dollara eða um helmingi fjárins og vorum í vandræðum með starfsfólkið, urð- um vitaskuld að borga því út samn- ingstímann. En við gátum fóðrað það með því að við þyrftum að hafa reglulegt eftirlit með þessu verkefni á eftir. Þetta er talið vera ein merkileg- asta aðgerð þar sem gripið er inn í atburðarrás náttúrunnar. Eg skrifaði um þetta grein í Morgunblaðið fyrir tveimur árum. Sams konar aðferð er mánuðum í Líbýu. líka beitt við önnur skordýr og eitt hið skaðlegasta þeirra er líklega skordýr sem ræðst á ávexti, einkum á appelsínur og gullaldin (grape fruit) og á alls um tvö hundruð ávaxtategundir, t.d. alla ávexti með steina eins og aprikósur og plómur. Þessi fluga er óskaplegur skaðvald- ur og finnist hún í einhverju landi er útflutningur þaðan bannaður til annarra landa. Flugnaverksmiðjur Þegar þessi fluga fannst í Mexi- kó, lokuðu Bandaríkin fyrir inn- flutning þaðan og olli það Mexi- könum gríðarlegum vandræðum því útflutningur þeirra til BNA nam milljörðum dollara. Mexikanar reyndu árangurslaust að vinna bug á skordýrinu með eiturefnum eins og Bandaríkjamenn hafa reynt að gera í Kaliforníu, en án árangurs. Þeir hafa verið að úða yfir Los Angeles með mjög hættu- legum efnum eins og maladion. Borgararnir mótmæla hástöfum þegar þyrlur og flugvélar fara yfir og dæla út eiturgufum. Þess vegna er verið að hætta þeirri aðferð. Mexikóstjórn ákvað að reisa verksmiðju og fékk hjálp hjá okkur hjá FAO / IAEA deildinni til þess; við sendum þangað sérfræðinga, vorum búnir að fá reynslu á Italíu og víðar til að vinna bug á þessari ávaxtaflugu sem reyndar heitir Miðjarðarhafsflugan. Mexikanar reistu verksmiðjuna og hún kom í gagnið 1980 og fram- leiddi 800 milljón flugur á viku en það er um sjö tonn. Getur maður ímyndað sér sjö tonn af fluguin? Ég kom þarna 1984, og var mjög fróð- legt að skoða þessa risaverksmiðju, en 1988 var hægt að tilkynna að Miðjarðarhafsflugunni hefði verið útrýmt í Mexikó. Nú er búið að reisa aðra verk- smiðju í Guatamala, næsta ríki sunnan við Mexikó. Það eina sem hamlar þar eru uppreisnarmenn í fjallahéruðunum, svo að erfitt er að beita aðferðinni. Það er sagt að besti vinur skordýranna séu upp- reisnarmenn, samanber Sómalíu, Eþíópíu og Súdan í Afríku, en þar geisa pestir sem hvergi eru annars staðar og ekki er hægt að beita nú- tíma varnaraðgerðum. Fundur í Vín um skordýravarnir í Miðjarðahafsbotnum Eftir að fór að hilla undir friðar- samninga á milli Israela og ná- granna þeirra, boðaði ég á fund til Vínar sérfræðinga í skordýravörn- um frá öllum þessum löndum: Sýrlandi, Líbanon, Jórdan, ísrael, 5. '95- FREYR 195

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.