Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 31

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 31
Lífið í jarðveginum og hringrás nœringarefna hefur lítt verið rannsökuð. Ljósm. Hólmfríður Sigurðardóttir. verið gerðar hér á landi á beitar- kerfum fyrir sauðfé, t.d. hvemig best er að skipuleggja beit á lág- lendi með tilliti til afurða. Jarðvegur í úthaga og öðru órækt- uðu landi er sérstök fræðigrein. Vinna við flokkun jarðvegs og gerð jarðveg- skorta hefur að mestu legið niðri síðan dr. Bjöm Jóhannesson hvarf til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Stöðvun jarðvegseyðingar er það mark sem umfram allt ber að keppa að við mat á beitarþoli. Rannsóknir á ferlum og útbreiðslu jarðvegs- eyðingar í landinu hófust ekki af fullum þunga fyrr en 1992, og fjár- hagsleg framtíð þessara mikils- verðu rannsókna er í mikilli óvissu. Lítil athygli hefur beinst að lífinu í jarðveginum. I fróðlegri grein sem Hólmfrfður Sigurðardóttir á RALA ritar um ánamaðka í lúpínubreiðum í nýjustu árbók Landgræðslunnar, Græðum Island V, kemur fram að „hér á landi er þekking á jarðveg- inum sem vistkerfi í molum“, og á það hafa margir aðrir náttúrufræð- ingar bent, m.a. Ingvi Þorsteinsson. Hringrás næringarefna hefur lítt verið rannsökuð og sama gildir um vatnsmiðlun gróðurs og vatnsbú- skap lands. Hvort tveggja eru risa- vaxin rannsóknarsvið erlendis. Hvað með samhengi góðurfars og dýralífs? Verpir lóan á örfoka landi? Hvað með áhrif gróðurs á veðurfar? Svona mætti því miður nokkuð lengi telja og eru fleiri sjónarmið rakin í grein minni „Vistfræðileg stefnumið í landgræðslu og gróður- vemd“ í nýjustu árbók Landgræðsl- unnar. Vistkerfi Islands eru flókin og iða af lífi bæði ofan jarðar og neðan. Meiri rannsókna er þörf ef við ætlum okkur að öðlast þann skilning sem nauðsynlegur er til að vernda þau og bæta og tryggja vist- væna landnýtingu. Jafnvægi verður að ríkja í þeirri þekkingaröflun. Lokaorð Á ársfundi Rannsóknaráðs 1994 kom fram að á Islandi er mun minna fé varið til rannsókna en á hinum Norðurlöndunum, hvort sem miðað er við íbúafjölda eða lands- framleiðslu. í hópi OECD - ríkja erum við meðal þeirra neðstu á blaði. Rannsóknir á vistkerfum landsins hafa ekki farið varhluta af þessum fjárskorti. Það er því ástæðulaust að gera mér upp „for- tíðarfrat“, eða „stóradóm", eins og Ingvi Þorsteinsson orðar það, þegar bent er á nauðsyn þess að treysta undirstöður mats á beitarþoli. Á döfinni er útflutningur á land- búnaðarvörum undir „vistvænum" formerkjum. Það er góðra gjalda vert og vonandi er þarna fundið ráð til að losa um þá hnappheldu sem landbúnaðurinn er nú í. Notkun slíkra skilgreininga felur það hins vegar í sér að unnt verður að vera að rekja allan feril vörunnar og staðfesta að framleiðslan hafi farið fram í sátt við umhverfið. Til þess þarf að treysta þekkingu okkar verulega með fjölþættum rann- sóknum á gróðri, jarðvegi, gróður- skilyrðum á hverjum stað, beitar- áhrifum o.m.fl. Bregðist það gæti t.d. mikil eftirspum eftir landbún- aðarafurðum eða óheftur ferða- mannastraumur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir náttúm landsins. Öll eigum við þar hagsmuna að gæta, bændur jafnt sem aðrir lands- menn. Flestir ættu því að geta orðið sammála um nauðsyn þess að stór- efla rannsóknir til að geta stýrt landnýtingu farsællega í framtíð- inni. Það sem áunnist hefur í reynslu og þekkingarleit mun vísa þar veginn. MOlflR ESB styður fjölbreytt lífríki Áætlun um varðveislu fjölbreyti- leika lífríkisins hefur verið hrint í framkvæmd innan ESB. Samkvæmt áætluninni, sem hefur hlotið heitið „Natura 2000“, eiga einstök lönd ESB að gefa upp hvaða svæðið innan landanna þau telja mikilvægast að vernda og í framhaldi af því verða gerðar ráðstafanir til að takmarka flutning á dýrum og gróðri inn á þessi svæði. Stefnt er að því að verndar- svæðin verði tilbúin um næstu alda- mót. (Landsbygdens Folk). 5. '95 - FREYR 215

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.