Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1995, Side 6

Freyr - 01.10.1995, Side 6
Ég hreifst af því hve hér voru miklir möguleikar Viðtal við Svein Skúlason bónda í Brœðratungu Sveinn Skúlason í Brœðratungu í Biskupstungum rekur stórt bú á víðlendri jörð, auk þess sem hann hefur víða komið við sögu í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu. Á sl. sumri lagði fréttamaður Freys leið sína til hans og vana sínum trúr bað hann Svein fyrst að kynna sig. Sveinn Skúlason. (Freysmynd). Ég á afbragðs góðar minningar frá Hvanneyri. Ég er fæddur hér í Bræðratungu árið 1927. Foreldrar mínir voru Valgerður Pálsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði og Skúli Gunnlaugsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi, sem bjuggu hér þá, en faðir minn flutti að Bræðratungu árið 1924, og foreldrar mínir giftu sig árið 1926. Kona mín er Sigríður Stefánsdóttir frá Skipholti í Flrunamannahreppi, dóttir Guðrúnar Kjartansdóttur frá Hruna og Stefáns Guðmundssonar frá Skipholti. Við eigum fjögur börn sem komust upp, en misstum eitt á þriðja ári. Guðrún býr hér á næstu jörð, Hvítárbakka, Skúli býr í Reykholtshverfi hér í sveit og rekur þar trésmíðafyrirtæki ásamt Þorsteini mági sínum, Kjartan er í búskapnum hér heima ásamt okkur og Stefán býr í Hafnarfirði. Skólaferill þinn? Ég gekk í bamaskólann í Reykholti hér í sveit, sem þá var nýlega reistur, og var einn fyrsti heimavistarskóli á landinu. Þá var þar skólastjóri Stefán Sigurðsson frá Reyðará í Lóni, mikill hæfileikamaður. Hann lifir enn, á tíræðisaldri. Síðan lá leiðin að Laugarvatni, til Bjarna Bjarnasonar, og þar var ég í tvo vetur. Haustið 1947 fór ég svo að Hvanneyri, til Guðmundar Jónssonar. Það var fyrsta ár hans sem skipaðs skólastjóra. Þar var ég einn vetur. Við útskrifuðumst þar 18 um vorið, og hafa margir skólabræðra minna orðið kunnir fyrir atorku og félags- málastörf í byggðarlögum sínum. Ég á afbragðsgóðar minningar frá Hvanneyri. Þá dregur að því að þú takir hér við búinu? Ég var búinn að vera aðili að búinu hér þá um nokkra hríð. Faðir minn var kallaður til margs konar félagsmálastarfa og þurfti því æði oft að bregða sér frá, þannig að ég ólst upp við slíkar aðstæður. Árin 1910-1924, var hann starfsmaður Búnaðarsambands Suðurlands, kallaður mælingamaður, mældi fyrir jarðabótum og tók þær síðan út og vann við tilraunir. Eftir að hann kom hingað var hann fljótlega kosinn í hreppsnefnd og sýslunefnd og fleiri félagsmálastörf. Ég tók hins vegar formlega við búi hér árið 1954, þegar við Sigríður giftum okkur. Ég hefi reyndar gaman af að nefna það að árið 1953 fór ég í bændaferð til Norðurlandanna, þ.e. Danmerkur, Sví- þjóðar og Noregs, og var ferðin skipulögð af Gísla Kristjánssyni, ritstjóra. Þetta var um 30 manna hópur, ákaflega samstæður og ferðin vai' bæði gagnleg og skemmti- leg. Gísli var gjörkunnugur á þessum slóðum og sífræðandi og við heimsóttum búnaðarskóla, tilraunastöðvar og fyrir- myndarbú af ýmsum gerðum. Bændaferð í fyllstu merkingu. Það má geta þess að með í þessari ferð var Þorsteinn Sigurðs- son á Vatnsleysu, formaður BÍ, en mikil gleði og reisn fylgdi honum ætíð. í 50 ára afmælisriti Freys er mikið efni frá þessari ferð. Annaö hefur þú ekki dvalist erlendis? Nei, en hins vegar má geta þess að þegar ég var ungur þá var gert ráð fyrir því að ég færi í fóstur til Kaupmannahafnar til vinar föður míns. Stríðið skall þá á og skömmu seinna féll þessi maður frá þannig að ekkert varð úr því. Ég heiti nafni þessa danska manns, Svenn Poulsen. Vinátta föður míns og hans hófst þannig að við konungskomuna árið 1907 var faðir minn hestamaður í 398 FREYR - 10'95

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.