Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 8
Hjónin Sigríður Stefáns- dóttir og Sveinn Skúlason í Brceðratungu Hoift til austurs af lilaðinu í Brœðratungu. Nokkrar túnskákir frá Brœðratungu nœst, lengra sér í Hvítá og yfir í Hrunamannahrepp. í Tunguey var hins vegar alltaf stíflað og það var gert á haustin vegna þess að það var ekkert aðrennsli, heldur annað hvort rigningarvatn eða flæði úr Hvítá. Brœðratunga hefur trúlega verið eftirsótt jörð um allar aldir? Já, það mun vera, hún hefur verið góð undir bú, en alla tíð heldur erfið, það gerir m.a. hve engjarnar voru langt frá og úti í eyjunni að auki, þriggja tíma lestargangur þar sem lengst var. Hvernig voru samgöngur hér áður? Eftir að farið var að leggja vegi þá var Bræðratunga mjög illa sett miðað við þessar slóðir. Hér voru svo vatnsmikil vötn á báða vegu. Það var komin brú á Brúará þegar faðir minn kemur hingað, 1924, tekin í notkun árið 1921, og vegurinn jafnframt kominn að Torfa- stöðum. Þegar byggt er íbúðarhús hér, sem var fyrsta steinhúsið í sveitinni, árið 1926, varð að flytja allt efnið frá Torfastöðum og yfir móa og fúamýrar og ferja yfir hér hjá svokölluðum Sporði, þar sem Hvítá og Tungufljót koma saman, en frá ferjustað og heim var auðveld leið á bökkunum. Héðan var langt í kaupstað og því erfiðir allir aðdrættir. Var ekki ferjustaður hér nólœgt? Jú, það var ferja á Reykjavöllum yfír Tungufljót, en hún var aðeins fyrir ferða- menn. En skammt hér fyrir austan túnið, á svokölluðum Kópsvatnseyrum, var vað á Hvítá og það var þrautavað, þ.e. eina vaðið á ánni frá upptökum til ósa. Það var alfaraleið og mjög mikið notað. Flosi fór það þegar hann sótti Asgrím heim eftir Njálsbrennu. Aftur á móti var ekki unnt að fara á vöðum yfir Tungufljót fyrr en ofar í sveit- inni, það gera miklar sandbleytur í ánni neðan við Fossinn Faxa, sem er ofarlega í Vatnsleysulandi. Svo var einnig ferjustaður á Króki en hann var ekki verulega mikið notaður fyrr en þjóðvegurinn kom þar upp á móts við. Eftir það fóru allir flutningar hingað þar yfir og ferja lagðist ekki niður fyrr en 1950 eða 1951. Mjólkurflutningar héðan til Mjólkurbús Flóamanna hófust árið 1934 og þeir fóru allir þarna yfir og allir flutningar bæði að og heiman frá, frá öllum bæjunum héma. Þetta var mjög erfiður ferjustaður vegna þess að sandurinn í botninum var á svo mikilli hreyfingu og mynduðust eyrar sitt á hvað. Mjólkurbílinn kom yfirleitt niður á ferjustaðinn. Búskaparsaga þín? Eg fór að búa, eins og áður er komið fram, árið 1954, ásamt föður mínum, og þá var hér einkum kúabú. Fjárskipti vegna mæðiveiki voru þá nýlega afstaðin, en ég byrjaði þó með nokkrar kindur og nokkur hross og hafði eignast þau áður, meðan ég var að alast upp. Við feðgarnir bjuggum saman þar til hann féll frá, árið 1966. Eftir það hef ég og fjölskylda mín búið hér, með formlegri þátttöku Kjartans nú seinni árin. Nú erum við með um 154 þús. lítra mjólkurkvóta og allmargt fé. Það hefur náð 800 vetrarfóðruðu þegar flest var, en er nú nokkru færra. Auk þess erum við með allmörg hross. Skurðgrafa kom hingað um 1950 og þá var fyrst hægt að fara að rækta svo nokkru næmi. Um miðjan sjötta áratuginn voru 400 FREYR - W’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.