Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 34
hana. Forritið verður sett upp á tölvur þeirra sem ekki hafa það. Námskeiðið byggist á verkefnavinnu og fyrirlestrum. Fjallað er um helstu þætti bókhaldsreglna, meðferð fylgiskjala, lög og reglur varðandi VSK, skattalög og ný bókhaldslög. Ahersla er á kennslu á fjárhagsbókhaldshluta kerfisins og unnin verða raunhæf verkefni. Af einstökum efnisþáttum má nefna valmyndir og glugga, upphafsvinnslur, bókanir og uppfærslur, fyrirspurnir og útskriftir VSK-skýrslna, ársuppgjör og gerð skattframtals. Námskeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hólum. REKSTUR OG VIÐHALD BÚVÉLA Tími: 21. - 22. nóvember Umsjón: Sigurður Bjarnason Námskeiðið er ætlað öllum notendum búvéla. Farið er yfir viðhald búvéla og verkfæraþörf við lágmarks- viðhald. Fjallað er um kostnað við rekstur búvéla og aðferðir við að halda honum í lágmarki. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, samræðum, úrlausnum verkefna, ásamt stuttum verklegum æfingum í að meta þörf á viðgerðum. Þátttakendur vinna með tölur úr eigin rekstri og með nokkrar gerðir búvéla sem eru til staðar á námskeiðsstað. Námskeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hvanneyri og Rannsóknastofnun land- búnaðarins - Bútæknideild. ULLARLITUN ' Tími: 27.- 28. nóvember Umsjón: Margret Jonsson FLÓKAGERÐ Tími: 29.-30.. nóvember Umsjón: Margret Jonsson Leiðbeint er um flókagerð (þæfingu), úr íslenskri ull með heitu vatni og sápu. Ur flóka má á einfaldan og skemmtilegan hátt útbúa t.d. hatta, pottaleppa og vesti. Einnig er kennt að taka ofan af og kemba í handkömbum og kembivél. Notuð er ull og kanínufiða. Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér gúmmíhanska. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Búnaðar- samtökum Vesturlands. Markaðsráð kindakjöts Markaðsráð kindakjöts var stofnað í apríl á þessu ári og tók við starfsemi Samstarfshóps um sölu á kindakjöti. Verkefni ráðsins eru eru að hafa forgöngu um eftirfarandi: 1. Vöruþróun kindakjötsafurða, bæði fyrir innlenda og erlenda markaði. 2. Úrbætur í aðstöðu til slátrunar og vinnslu fyrir innlenda og erlenda markaði, menntun og þjálfun starfsfólks. 3. Koma á samstarfi við Yfir- kjötmatið, Embætti yfirdýra- læknis og Fæðudeild RALA um aukið aðhald og eftirlit til að tryggja vöruvöndun. 4. Sölustarf og skipulagning á sölu kindakjöts á innlendum markaði eftir því sem í þess valdi getur verið. 5. Sölustarf kindakjöts erlendis. 6. Markaðs- og sölustarf varðandi gærur og innmat sauðfjár. í Markaðsráði kindakjöts eiga sæti: Ari Teitsson, formaður; Amór Karlsson, Haukur Halldórsson, Steinþór Skúlason og Örn Bergs- son. Auk þess sitja fundi ráðsins Gísli Karlsson og Sigurgeir Þor- geirsson. Strútar í stórsókn ... Framhald afbls. 420. ræktun strúta enda kominn á aldur og hefi ennþá meiri áhuga á „Bændaferðum“ en svo að ég vilji skipta. í Danmörku hefur verið stofnað félag strútabænda. Félagsmenn eru 50, aðeins þrír þeirra eiga meira en tíu strúta hver. I lok ágúst sl. voru í Danmörku 150 varpfuglar. Útungun er í fullum gangi hjá þeim félögum á Sögaard, svo að varpfuglum mun fjölga ört á næstunni. I lok sept- Kristín Kalmansdóttir var ráðin starfsmaður Markaðsráðs frá 1. september sl. Kristín er stúdent frá MH 1981, lauk prófi í viðskipta- fræði frá HÍ árið 1989 og MBA- gráðu í viðskiptafræði frá Schiller International Úniversity í Heidel- berg í Þýskalandi árið 1993. Kristín er frá Kalmanstungu í Hvítársíðu. Maður hennar er Marcelo Audibert, markaðsfræð- ingur, frá Chile. Kristín Kalmansdóttir. ember er gert ráð fyrir að um 750 strútar verði í eldi þar í landi. Ef einhver sem les þetta óskar eftir nánari upplýsingum um ræktun strúta, þá má benda á þá félaga á Sögaard. Fyrirtæki þeirra heitir Skandinavisk Struds Kompagni A/S, Sögaard, Tuse Næs, Danmark. Þeir félagar heita Christian Castenskiold og Hans Henrik Obel. Það er nú svo að nóg til er af kjöti, svo að varla er á það bætandi en hvað um það, það kostar lítið að láta sig dreyma. (Heimild: Landsbladet í sept. '95). 426 FREYR - W’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.