Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 39

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 39
og Skattstofa Austurlands Hákon bjóst við einhverjum við- brögðum frá Skattstofu Austurlands, en á flestu átti hann fremur von en því að Skattstofan svaraði í sömu mynt. En það gerðist einmitt þegar eftirfarandi bragur barst honum frá Skatt- stofunni og undir- ritaður af Þórarni Pálmasyni: Sálusorgun Iðrunarbréfið sem áður þú sendir ég œtla aðfialla um hér. Ohöpp sem þessi ýmsa nú hendir sem œtla sig mun fremri þér. Þar er nú stundum tim ráðherra að rœða sem rata á syndanna veg, er virðast þó komast til himinsins hæða, slík heppni er alvarleg. Þú veist nú að Frikki með fjármálagatið fœr ekki af skatttekjum nóg. Því alls staðar sér maður prettið og platið af prökkurum eigum við nóg. Við stöndum því Itér í að stoppa í opið þótt stundum ei gangi nú hót, því kálið ei verður úr ausunni sopið með arfog djöflarót. Mér finnst þú mœttir bœta um betur og bíta í skjaldarrönd. Kostnað að tíunda kannski þú getur með kontant nótu í Itönd. Þá má brot þitt með skilningi skoða eins og skattstofu fólki er tamt, en viðurlög munum við brotinu boða, barasta dálítinn skammt. Ég vona nú bara að þú herðir upp hitga og hristir tárin afkinn. Því nú verða dœlingar Jökuls að duga og dusta pennan sinn. Guð mun þig leiða og létta þér sporið og Ijúfiega bœta þinn hag, efferðu svo líka með faðirvorið fjórum sinnum á dag. Hákon sagðist hafa fyllst fögnuði þegar erindi hans fékk þessa afgreiðslu og fullvissu um að hvergi á landinu vœri mannlegri og menningarlegri skattstofa en á Austurlandi. Hann óttaðist hins vegar að nú fœru Austfirðingar að gera sér leik að því að telja pínulítið skakkt fram, bara til að eiga kost á því að Ijóða á skattstofuliðið og fá svar í sömu mynt. Virðisaukaskattur heldur uppi matvœlaverði í Svíþjóð Nýlegar kosningar í Svíþóð til þings Evrópusambandsins hafa staðfest niðurstöður skoðanakann- ana um það að meirihluti Svía sér eftir að hafa gengið í ES. Oánægðastir eru þeir sem hafa ekki séð vonir sínar rætast um lækkun á verði matvæla, en matvælaverð í ríkjum ES er yfirleitt verulega lægra en í Svíþjóð. Það sem veldur því er það að í Svfþjóð, eins og í Noregi, er sami viðisaukaskattur (VSK) á matvörum og öðrum vörum. Lönd ES, önnur en Danmörk, eru með miklu lægri VSK á matvörum en öðrum vörum, eins og meðfylgjandi tafla sýnir: Virðisaukaskattur í ES í % Venjul. Á mat Belgía 19,5 6 Danmörk .. 25 25 Finnland .. 22 17 Frakkland .. 18,6 5,5 Grikkland 18 8 Irland .. 21 0 Ítalía 19 9 Luxemburg .... .. 15 6 Holland 18.5 6 Portúgal 17 5 Spánn 13 6 Stóra-Bretland . .. 17,5 0 Þýskaland 14 7 Austurríki .. 20 10 ES-lönd fyrir utan Danmörku eru með 7% VSK á matvælaverð að jafnaði, svo að það er ekki að undra að Svíar ráðgera nú að lækka VSK á matvælum hjá sér úr 21% í 12%. Þetta mun á hinn bóginn leiða af sér stórfellt tekjutap fyrir ríkisjóð Svía og þeirra fjármuna þarf þá að afla á annan hátt en gífurlegur halli hefur verið á ríkisfjármálum Svía undan- farin ár og erlendar skuldir miklar. í Noregi er 23% VSK á allar vörur og þjónustu og á íslendi er, eins og kunnugt er 24,5% VSK en 14% á matvæli, blöð og bækur. (Unnið ttpp t'tr Bondebladet nr. 37/1995). 10.'95- FREYR 431

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.