Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 9
komin það mikil tún að það dró úr engjaheyskapnum og hann lagðist alveg af þegar túnin stækkuðu. Núna eru túnin hér um 120-130 ha og að auki nytjum við um 30 ha á býlinu Hvítárbakka sem ég keypti fyrir noklö-um árum. Við sláum um 140 ha, hitt er beitt, og okkur þykir nóg að einslá það. Háin er einungis til beitar. I ungdæmi mínu var allur heimflutn- ingur á engjaheyi á baggahestum. Það var torleiði yfir Hvítá og það gekk ekki að nota heygrindur. Síðast er hér flutt hey heim á klökkum árið 1953 og það vill svo skemmtilega til að það var kvikmyndað og ég á það á myndbandi. Þessi flutningur á heybandi á hrossum kölluðu á tölvert mikla hrossaeign. Hvar gengur féð á sumrin? Það gengur hér í heimahögum að undanskildu hásumrinu, þá er það alltaf rekið til afréttar á Biskupstungnaafrétt sem nær inn á Kjöl. Nú síðustu rúmlega 20 árin hef ég flutt það á bflum. Það er enginn tímaspamaður að því en reksturinn er mannfrekur og erfiður. Hann tók þrjú dægur og fjórða dægrið heim, 80 km leið. Sl. vor fórum við með níu ferðir á bíl og komumst þetta tvær til þrjár ferðir á dag. Foreldrar Sveins í hefur farið illa nú seinni árin en þar hefur lfka verið gert gífurlega mikið átak þannig að ég held að henni sé að verða borgið. I mínum huga er mikilvægast í þessu sambandi að bera á landið því að það vantar í það næringu. Sá gróður sem þarna er nær sér ekkert upp vegna næringar- skorts. Við getum heldur ekki ætlast til þess að í þessari hæð yfir sjó sé mjög mikill gróður. Brœðratungu og brœður. Fremri röðf.v.: Skúli Gunnlaugsson, Páll Skúlason og Valgerður Pálsdóttir. Aftari röð f.w: Sveinn Skúlason og Gunnlaugur Skúlason. Nú er Biskupstungnaafréttur talinn illa á sig kominn? Það liggur þjóðleið um afréttinn, sem er Kjalvegur, og menn þekkja hann betur en flesta aðra afrétti. Eg ætla að þessi umræða um hann sé meiri þess vegna. Það er meira en hálf öld síðan ég fór fyrst inn á afrétt og á þeim tíma hefur honum víða farið fram, en sem betur fer lítið hrakað. Eg veit þó um eitt svæði þar sem núna eru moldir en átti að heita gróið þegar ég sá það fyrst. Ég hef mikinn áhuga á að afrétturinn grói betur upp og hefi, ásamt sveitungum mínum mörgum, og í samstarfi við Land- græðsluna, átt þátt í því að rækta upp 300- 400 ha svæði framan til í afréttinum, með fræi og áburðargjöf. Það er ólíku saman að jafna að líta yfir það núna, þar sem áður voru svartir melar. Það mun hafa verið mikill uppblástur á þessu svæði á árunum 1920-1930. í upphafi þess tímabils voru mjög köld ár og þau eru gróðri þarna afar erfið, ásamt með austanstrekkingnum á vorin í þurrkatíð. Þegar ferðast er um Suðurlandið vestanvert á sumrin, má oft sjá mökkinn hér í norðri? Já, sá mökkur er aðallega frá Hauka- dalsheiði. Það er land Haukadals. Sú heiði Svo er íslenskur jarðvegur, þar sem gosaska er áberandi, auðvitað ólíkur jarðvegi víða um heim fyrir það hvað hann er fokgjarn. Já, og þetta á verulega við á Biskups- tungnaafrétti, það eru þessi þykku Hekluvikurlög frá landnámstíð og fyrr. Þau spilla svo mikið rakaheldni jarð- vegsins. Þurri vindurinn á vorin, austan- og norðanáttin, eiga auðvelt með að tæta þetta til. Hvað finnst þér mikilvœgast að gera í gróðurvernd þarna? Það er fyrst og fremst að verjast því að það land sem fyrir er verði eyðingu að bráð. Ég fór fyrst um þetta land árið 1941 með opinn huga unglingsins og þó að ég hafi engar myndir frá þeim tíma til að sanna mál mitt þá finnst mér að frá þeim tíma hafi víða styrkst og aukist gróður. Hins vegar voru afar köld ár fyrir og kringum 1970 og þá var sprettan þarna léleg. Það vill svo til að einmitt um sama leyti var fjárfjöldinn þama hvað mestur. A þeim árum var afrétturinn ofsetinn. Núna er fé þarna rétt að nafninu til og einkum til þess að viðhalda réttunum á haustin. Ég hef mikinn áhuga á að afrétturinn grói betur upp. Um 1970 voru köld ár og margt fé á afréttinum og þá var hann ofsetinn. 10.'95 - FREYR 401

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.