Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 12
Mér finnst að BSS hafi verið að eflast og styrkjast og þetta hefur verið skemmtilegur tími. Ég varð œ ósáttari með aðferðina við framleiðslu- stjórnina eftir því sem lengur leið. Brœðratungukirkja. (Freysmynd). r Birni Sigurbjömssyni, þá forstjóra Rala, sem einnig átti þar sæti. Það var afar ánægjulegt að vinna með honum og öðrum góðum mönnum sem þar komu við sögu. Eg fór svo í stjóm Búnaðarsambandsins árið 1981 og hef nú verið þar í ein 14 ár. Eftir að ég kom í þá stjórn var miklu léttara að vinna að Armótsmálunum, eii Búnaðar- sambandið á Stóra-Armót. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Margir áhugasamir menn, og að mínu mati hefur mörgum góðum málum miðað þar vel áfram. Mér finnst að BSS hafi verið að eflast og styrkjast. Það lyfti því t.d. mikið að flytja í nýtt og rúmgott húsnæði. Er flokkspólitík ráðandi í félags- málum bœnda hér á Suðurlandi? Ég tel að pólitíkur gæti lítið í þessum samtökum og minnkandi, ég held menn láti bara brjóstvitið ráða. Á stjórnartíma þínum í búnaðarsambandinu þá brestur framleiðslustjórnunin á og þið lendið í óvinsœlum verkum í tengslum við það, þ.e. í úthlutunarstörfum. Já, ég var þátttakandi í þessum hlutum. Þetta byggðist mest á reglugerðum sem okkur var gert að vinna eftir. Við vorum tilnefndir hér þrír frá Búnaðarsambandinu fyrir Arnessýslu í kvótaúthlutunarnefnd. Auk mín voru það þeir Guðmundur Stefánsson í Hraungerði og Vilhjálmur Eiríksson á Hlemmiskeiði. Ég gekk að þessu verki með opnum huga og við reyndum allir að gera okkar besta. Hins vegar fann ég fljótt að þetta var hæpin stjórnunaraðgerð, þannig að ég varð ósáttari með þetta eftir því sem lengur leið. Þróunin varð þannig að þarna varð um eignaupptöku að ræða hjá fjölda manna með tilfærslu til annarra. Síðan var rétturinn metinn til fjár skömmu síðar og þá fór manni að svíða undan þessum tilfærslum. Þetta var umdeilanleg stjórn- viska. Sástu einhverja aðra leið? Það er auðvitað hægara að gagnrýna en leysa málin. Við vorum allir í kreppu og þessi leið var valin, sem við allir vorum mjög ósáttir við. En gert er gert og ætli það sé ekki best að sjá hvernig úr rætist. Innan- landsmarkaðurinn hefur verið heldur í sókn hvað mjólk varðar og það hlýtur að vera af hinu góða. Hins vegar er ekki góð afkoma hjá kúabændum, mjólkurverðið er of lágt, þótt sumar aðrar búgreinar standi miklu verr. Ég óttast heldur ekki inn- flutning mjólkurafurða, gæði íslenskra mjólkurvara standa fyrir sínu. Ég held líka að það sé ekki nærri nógu mörgum landsmönnum Ijóst að við þurfum að lifa af landinu og fiskimiðunum og því sem þessar auðlindir gefa, því að einhvers staðar verður að fá verðmætin til að lifa af og þau koma ekki að ráði annars staðar frá. Og þá er stolt okkar Islendinga þrotið ef við ætlum að lifa á bónbjörgum um alla framtíð. En þú hefur víöar komiö við sögu í félagsmálum? Já, ég hef verið í Jarðanefnd Arnessýslu um alllangan aldur og lagt mikla vinnu í þau störf. Jarðanefndir voru stofnaðar árið 1976 og ég hef setið í nefndinni hér í sýslu frá upphafi. Fyrstu fjögur árin var ég með þeim Agústi Þorvaldssyni á Brúnastöðum og Hermanni Guðmundssyni á Blesa- stöðum, undir forystu Agústs. Hvert er hlutverk Jarðanefnda? Hlutverk nefndanna er lögun samkvæmt að verja sveitirnar sem landbúnaðarsvæði. Þau mál hafa gjörbreyst á þessum tíma og afstaða til þeirra líka. Það kemur fjöldi erinda til nefnarinnar um heimildir til eignaskipta, m.a. um sumarbústaði. Mér fínnst þetta alltof mikil opinber afskipti en lögin mæla hins vegar svo fyrir. Ég tók við formennskunni af Agústi og með mér eru nú í nefndinni þeir Hörður Sigurgrímsson í Holti og Bjarki Reynisson í Mjósyndi. Ef öll þessi mál þyrftu að fara yfír fund þá þyrfti að halda 2-3 fundi á mánuði, þannig að ég hef umboð til að skrifa upp á hefðbundnar afgreiðslur. Annars eru þetta oft viðkvæm mál og ég fæ mikið að heimsóknum í sambandi við þau. Mig langar í lokin að biðja þig um að minnast tveggja Tungnamanna, þeirra Sigurðar Greipssonar í Haukadal og Þorsteins Sigurðssonar á Vatnsleysu. Sigurður Greipsson var mikill höfðingi. Faðir hans og afi, Sigurður Pálsson, höfðu búið á undan honum í Haukadal. Hann fór fyrst í Hólaskóla, minnir mig, en síðan var hann einn af þeim Islendingum sem fóru til Noregs til Jens Gausland á bænum 404 FPEYR - 10’9S

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.