Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 6
farið var að rækta jarðarber í gróð- urhúsum í Evrópu, svo að teljandi sé en fyrstu tilraunir með slíka rækt- un eru nokkru eldri, eða frá því um 1980 í Hollandi. Aður voru jarðar- ber eingöngu ræktuð í beðum, undir dúk, stundum með boga og plastdúk yfir. Þessi aðferð náði ekki fótfestu hjá okkur. Innflutningur á ferskum jarðaberjum hófst hins vegar fyrst fyrir 3-4 árum hingað til lands. Hver heldur þú að hafi verið ástæða þess að þessi innflutning- ur hófst ekki fyrr? Hún er e.t.v. sú að verðið á þeim hingað komnum hefur verið all hátt og svo er þetta viðkvæm vara. Nú er hins vegar búið að kenna Is- lendingum að borða fersk jarðaber og ryðja að einhverju leyti brautina fyrir innlendri ræktun. Hvernig hefur þú komið upp- skeru þinni á markað? Hún er ekki mikil enn sem komið er en henni hefur verið dreift gegn- um Sölufélag garðyrkjumanna til verslana og veitingahúsa. Eins og sakir standa er ég einn um að senda jarðarber á markað hér á landi. Árni Hannes Magnússon, garðyrkju- bóndi hér á Flúðum, sendi ber á markað fyrir nokkrum árum en gerir það ekki eins og er. Þú leggur töluvert undir í þess- ari ræktun? Já, vogum vinnur, vogurn tapar, en þegar ylræktarmarkaðurinn gagn- vart öðrum hefðbundnum tegund- um er mettaður, þá verða menn að prófa eitthvað nýtt. Mér er það hins vegar ljóst að ef þetta tekst ekki þá fæ ég skellinn, en ef mér tekst vel þá ganga aðrir á lagið. Þannig er það alltaf hér á landi og sjálfsagt víðar. Hverjir eru helstu flöskuhálsar við jarðarberjarækt hér á landi? Ég held að við glímum við ná- kvæmlega sömu vandamál og aðrir. Aðrar þjóðir, t.d. Kanadamenn og Norðmenn, rækta á álíka norðlæg- um slóðum. Hollendingar og Belg- ar eru stærstir í þessu, fyrir utan ísraelsmenn sem eru allra stærstir í jarðarberjarækt í gróðurhúsum. ísraelsmenn eru hins vegar einkum Flugur sjá um frjóvgun plantnanna. Myndin er af innfluttu flugnabúi í Silf- urtúni. Silfurber frá Silfurtúni. að verja sig gegn þurrki og skor- kvikindum alls konar, og svo hagl- éljum. Við erum hins vegar númer eitt að hækka hitastigið og svo stjórna ýmsum þáttum í ræktuninni, t.d. flugum sem flögra á milli blóma og bera frjó á milli plantna, en án þeirra getum við ekki verið og verð- um að flytja þær inn. Það er hins vegar ekkert hægt að hafa stjóm á flugum í jarðarberjabeði. I gróðurhúsi lokar maður þær aftur inni á kvöldin og getur nánast beitt þeim á hvem blett. Viltu nú lýsa þessari uppbygg- in^u hjá þér? í fyrra, 1996, fór ég til Bretlands til þess að skoða jarðarberjaræktun þar. Þar kynntist ég manni að nafni Bemard Sanders, sem er upphafs- maður að þessu kerfi, þ.e. að rækta jarðarber í steinull hangandi í pok- um. Hann er fæddur uppfinninga- maður og bjartsýnn að eðlisfari, orðinn 76 ára. M.a. fann hann upp plastrennilásinn sem er notaður á umbúðir og hefur efnast vel á hon- um. Hann tók mér og förunautum mínum mjög vel og við fengum að skoða þessar ræktunaraðferðir í gróðurhúsum þama úti. Síðan feng- um við ýmsar upplýsingar frá til- raunastöðvum sem hafa verið að prófa þessar aðferðir hans. Þessar aðferðir byggjast á því að plöntunum er stungið í steinullar- kubba og þeim raðað í hæð, fjómm í röð, og síðan kemur vökvunarkerf- ið efst í pokann og þar er áburður- inn jafnframt uppleystur í vatninu. Síðan drýpur þetta niður í pokana og bleytir upp alla kubbana jafnt. Ég kaupi í ræktunina plöntur frá Hollandi, a.m.k. enn sem komið er, áhættan yrði margföld ef ég ætlaði að framleiða plönturnar sjálfur. Síðan þegar blómgun hefst verður að setja inn flugur, sem er sama flugutegundin og gamla íslenska randaflugan, nema hvað þær hafa verið vandar við að búa í búi. I hverju búi eru um 140 þemur og ein drottning. Þetta er sama flugan og notuð er í tómatarækt, en þar em mikið færri þernur í hverju búi. Ef ekki er notuð þessi frjóvgunar- aðferð þá hafa menn verið að reyna blástur en munurinn á árangrinum er eins og svart og hvítt. Ef ekki er frjóvgað verða a.m.k. 50-60% berjanna það vansköpuð og Ijót að þau ná aldrei að verða söluvara. Hvert flugnabú endist í 6-8 vikur og það er sami tími og blómgun stendur yfir. Fæst eitthvert hunang úr þess- um búum? Það getur varla heitið, þó að þess finnist vottur. Þessar flugur em ekki að safna hunangi. heldur em þær að safna frjókomi. Þær bera frjókom inn í búið handa drottningunni og hún nærist á því, en það kemur ör- lítið hunang jafnframt. Frá því bómið er fullvaxið og 174 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.