Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Síða 8

Freyr - 01.05.1997, Síða 8
Korn og kornrækt Erindi eftir Jónatan Hermannsson, tilraunastjóra, flutt á ráðstefnu um „Bygg á íslandi“ í húsakynnum Rala á Keldnaholti 21. mars 1997 Upphaf þessarar sögu er í fjöll- unum austan við Miðjarðarhaf fyrir milljónum ára. Þar hefur sumar jafnan verið langt, heitt og þurrt. Þar má hins vegar treysta á vetrarregn. Á sumrin sölnar allur gróður þar í þurrkinum og sá árstími er jurtum erfiðastur. Fyrir ævalöngu brugðu einærar grastegundir á þessum slóðum á það ráð að vaxa á veturna og þroska fræ meðan vætan var næg og ætla fræinu að þrauka þurrkatímann í dvala. Regntíminn var ekki langur og þar að auki sval- ur og því stuttur tíminn sem gafst til þroska. Því varð grösum þessum hagkvæmt að hafa fræið stórt og vel búið forðanæringu. Þessi grös lögðu ekki kapp á að þekja jarðaryfirborð og halda keppinautum sínum þann- ig í skefjum, heldur gáfu þau eftir allt svæðið á erfiðasta tíma ársins og treystu því að geta unnið það aft- ur með því spíra hratt og þekja landið á fáeinum dögum þegar fór að rigna. essar grastegundir eru það sem við nefnum nú kom. Þær eru þrjár náskyldar, bygg, hveiti og rúg- ur, og ein fjarskyldari, hafrar. Bygg og hveiti em hið uppmnalega kom, hinar tvær slást ekki í för með mannkyninu fyrr en löngu síðar. I öðrum heimshlutum hafa aðrar komtegundir byggt upp menningu, svo sem hrísgrjón í Austur-Asíu og maís í' Ameríku, en það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Hér fjalla ég eingöngu um Evrópukom- ið, það er hveiti og bygg, enda hafa þær tegundir lengi fylgst að. Fyrr- nefnda tegundin er mikilvægari þegar litið er á álfuna í heild, en byggið kemst af við styttri og svalari vaxtartíma en hveitið og er sú tegund sem við eigum samleið með. Byggið hefur tekið stórfelldum breytingum í þessari sambúð með mannkyninu. Enn er uppmnalega byggið til á heimaslóðum sínum og Jónatan Hermannsson tilraunastjóri á Korpu vex gjaman í vegjöðmm og annars staðar þar sem umrót hefur orðið. Ásinn í axi þess er stökkur og brotn- ar sundur eftir þroska og þannig dreifist fræið út um allt þótt ekki komi til sunnlenskt hvassviðri. Ur- valið, sem orðið hefur við söfnun byggs og fyrstu ræktun, hefur valdið því að til ræktunar völdust plöntur með eins seigum axási og mögulegt var að finna. Þannig virðist fljótt hafa ræst úr þessum vankanti á komtegundinni byggi. Menn virðast hafa þekkt komið frá fornu fari og meðan þeir lifðu á safnarastigi hafa þeir tínt það saman eins og hverja aðra jurtafæðu eða stungið því upp í sig á staðnum eins og enn er gert hér í kornskoð- unarferðum. Yfir stóran þröskuld hefur þurft að stíga til að snúa frá grasatínslu og hefja ræktun. Fom- leifar sýna að menn hafa nært sig á korni sem þeir tíndu öldum og árþúsundum saman án þess að láta sér til hugar koma að sá því. Menn vom meira að segja búnir að taka sér fasta bólfestu í grennd við blómlegan villigróður áður en þeir náðu lagi á því að rækta hann. Byltingin varð þegar menn áttuðu sig á því að svo sem maðurinn sáir Hellamynd úr Sahara frá því um 8000f.Kr. Þetta mun vera mynd afkonum að tína villikom. 176 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.