Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1997, Side 9

Freyr - 01.05.1997, Side 9
 Kornið skorið í Babýlon við vötnin ströng um 3000f.Kr. svo mun hann og uppskera. Þótt merkilegt megi virðast hefur sú uppgötvun verið gerð á að minnsta kosti þremur stöðum fyrir Miðjarð- arhafsbotni nokkum veginn sam- tímis. Einn staðurinn var austur í Ir- ansfjöllum. Þaðan eiga uppruna sinn þeir menn er síðan stóðu að Indusmenningunni fomu og heita núna Tamílar á Indlandi. Annar staður var í Jeríkó, þeirri nafnfrægu borg, og þaðan em semítar komnir og auk þeirra Egyptar hinir fomu. Þriðji staðurinn og sá, sem okkur skiptir máli, var í Anatólíu í Litlu- Asíu. Þar hefur verið grafið upp þorp, þar sem algjörir byrjendur hafa verið að fást við komrækt um það bil 6000 ámm fyrir Krist. Svo að langt mál sé gert stutt, þá hafa forfeður okkar verið þar að verki og tungumálið eða mállýskan í þorpinu heitir nú því virðulega nafni Indógermanska fmmmálið. Og sýnt þykir að komið og tungumálið hafi fylgst að allar götur síðan. eim eru flestir vegir færir, sem kunna að rækta kom, sér og bömum sínum til matar. Leiddar hafa verið að því líkur að gott rækt- unarland, eins og víða er í Evrópu, beri um fimmtíu sinnum fleira fólk á flatareiningu ef fólkið ræktar kom en ef það lifir á söfnun og veiðum. Nú virðist það sjaldnast hafa borið við að heimamenn hafi lært ræktun- arlistina, heldur hefur aðkomufólk- ið fjölgað sér og uppfyllt jörðina og innlimað hina eða ýtt þeim til hliðar. Talið er að með þessu hafi kornræktin og kornræktarþjóðin breiðst út um það sem svarar einum kílómetra á ári. Til Danmerkur var hún komin um 3000 fyrir Krist og hafði þá borist þessa 3000 kílómetra leið frá Anatólíu á jafnmörgum ámm. Ef litið er á þessa þróun frá sjón- arhóli komsins, þá hefur það stækk- að útbreiðslusvæði sitt margfalt á þessum árum. I staðinn fyrir að eiga þröng óðul í afskekktum fjöllum hefur það eignað sér Evrópu og rutt úr vegi sínum stórskógum og hvers konar gróðurfélagi öðru. David Attenborough benti á það í ágætum sjónvarpsþáttum að þama væri um samlífi tveggjá tegunda að ræða, það er manns og koms, og alveg væri óljóst hvort þeirra hefði haft meiri hag af sambandinu. Saman hafa maður og kom lagt undir sig heila heimsálfu. Attenborough gmnaði að í þessu sambandi væri það komið sem hefði undirtökin. Hann benti á að komið væri svo slungið að það hefði fengið menn til að kynbæta sig svo að það gæti teygt vaxtarsvæði sitt lengst norður á hjara veraldar. Lögmálið um sáningu og upp- skem og hringrás lífsins hefur frá öndverðu verið komræktarfólki hugstætt. Merki komsins má sjá í trúarbrögðum þess frá öndverðu og eru enn augljós. Hin svonefndu kornkonungdæmi eru fyrirferðar- mikil í evrópskri sögu og hafa sett mark sitt á trúarbrögð nútímans. Kristin trú geymir fjölmörg minni úr þeim fomu siðum. Sá sem fómar sér fyrir lýðinn og er grafinn, en rís á þriðja degi aftur upp frá dauðum, samsvarar sáðkominu sem fer þessa leið vor'hvert. Blóð komguðáins, bikar lífsins, er að sjálfsögðu ölið sem úr bygginu er bruggað og lík- ami guðsins er lífsins brauð sem bakað er úr því sama komi. Einar Pálsson hefur líka bent á hugsanleg tengsl Njálu við hug- myndir um kornkonungdæmi. 5. ‘97- FREYR 177

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.