Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1997, Qupperneq 10

Freyr - 01.05.1997, Qupperneq 10
Kenningar Einars eru umdeildar og ekki verður afstaða tekin til þeirra hér. En lýsingin á Höskuldi Hvíta- nesgoða, þegar hann sáir korninu klæddur rauðri skikkju, ígildi kon- ungsskrúða, bendir óneitanlega til þess að í lýsingu hans sé átt við konung komsins. Enn styður það líkinguna þegar hann er veginn á akrinum og sáir sér sjálfum í moldu eins og ósvikinn komguð, særður fimm sámm eins og annar friðflytj- andi suður í Palestínu þúsund árum fyrr. Við Islendingar eigum ættir að rekja til Danmerkur, þótt for- feður okkar hafi komið hingað eftir nokkurra kynslóða viðdvöl í Nor- egi. Þeir voru af komræktarþjóð- inni, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, og höfðu stundað kom- rækt í heimahögum sínum við sund- in í 4.000, ár eða í meira en 150 kynslóðir. Komið hafði allan þann tíma verið undirstaða tilveru þeirra og þeir höfðu trúnað komguðanna Njarðar, Freys og Freyju, og dýrk- uðu móður jörð, er fæddi á brjósti sínu menn og kom. Nafnið bygg er líka samstofna við orðin byggja og búa. Þá, fyrir 1100 árum, varð hluti þjóðarinnar fyrir þeirri ógæfu að hrekjast langt útnorður í haf og hreppa Kaldbak en láta akra. Sumarhiti á Islandi, þar sem best lætur, er fjómm stigum lægri en í heimahögum landnámsmanna. Víst er að þeir hafa haft með sér sáðkorn í skjóðu þegar þeir komu hingað og þeir hafa erjað akur. Jafnvíst er að þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum með uppskemna. Áfallasöm mun kornræktin hafa verið á þeim öld- um, að minnsta kosti hlýtur að hafa gengið misvel að afla bærilegs út- sæðis. Veðurfarssveiflur og misæri eyðileggja fyrst væntanlegt sáðkorn og eftir kuldasumur gæti hafa orðið skortur á sáðkomi í heilum héruð- um. Komrækt nú væri til dæmis mjög erfið ef ekki væri hægt að treysta á innflutning sáðkorns þegar illa árar. Menn héldu eins lengi í þessa ræktun og hægt var en á fjórtándu öld áttuðu menn sig loks á að þetta hafði víst alltaf verið von- laust. Verst var að þar með glötuðu menn gmndvelli hinnar fornu trúar og trausti á komguðina, en urðu í staðinn að taka upp trú á sauðkind- ina, en það hefur verið misþokkað. Heimildir um kornrækt hér að fomu em þó alls ekki fátíðar. Bæði er þær að finna í íslendinga- sögum og Sturlungu, einnig í fom- bréfum og máldögum og komrækt- ar sér víða stað í ömefnum. Þessar minjar hafa orðið okkur til leiðbein- ingar þegar við höfum verið að átta okkur á því hvar hægt væri að rækta kom. Til dæmis beindist athygli okkar að Vesturlandi vegna þess hve oft er getið um komrækt í þeirn sveitum í sögum. Þar koma oftast við sögu Akranes og Mýrar, en akur Egils Skallagrímssonar er þó ófund- inn enn eins og silfrið. Örnefni í innanverðri Blönduhlíð, til dæmis í Akratorfu, beindu augum manna þangað og allir hafa vitað af akrin- um Vitaðsgjafa í Eyjafirði, þótt ekki hafi sú vitneskja beinlínis orðið upphaf að komrækt þar í sveit. Bygg hefur fundist í jörðu með fornminjum á tveimur stöðum hér- lendis, í báðum tilvikum í rústum af brunnu sofnhúsi, en sofnhús var kofi þar sem korn var þurrkað yfir eldi. Eldra sofnhúsið fannst við uppgröft á Bergþórshvoli og er talið hafa brunnið í Njálsbrennu. Arfa- sátan sem þar kemur við sögu hefur líklega verið hálmur af nýþurrkuðu og nýþresktu komi. Komið á Berg- þórshvoli hafði verið vel þroskað, að sögn Sturlu Friðrikssonar, sem rannsakaði það, enda voraði vel árið 1011 „og færðu menn snemma nið- ur kom sín“, eins og segir í Njálu. I annan stað fannst kom í Gröf í Ör- æfasveit og hafði það lent undir ösku í Öræfajökulsgosinu fyrra haustið 1362. Það kom var smátt og illa þroskað og var þá sýnilega farið að harðna í ári. Urn miðja öldina skrifaði Arngrímur ábóti Brands- son: „Korn vex í fám stöðum sunn- anlands og ekki nema bygg“. Korn- ræktin virðist að mestu hafa horfið úr sögunni í lok fjórtándu aldar eins og áður sagði. Óljós heimild er þó til urn að séra Einar á Stað á Öldu- hrygg hafi ræktað kom til heimilis um 1520, en þá var það líka búið. Ástæðumar hafa líklega verið bæði versnandi árferði og ekki síður innflutningur á ódýru komi. Svo mikið er víst að komverð lækkaði mjög á þessum öldum, en korn hafði á söguöld verið rándýr mun- aðarvara ef trúa má Búalögum hin- um fomu. Rótgróin ræktunarmenning fór forgörðum þegar kornræktin datt upp fyrir en verkkunnátta við uppskemstörf og þurrkun og með- höndlun korns týndist þó ekki alveg. Skaftfellingar áttu óraveg í kaupstað og gátu illa flutt komsekki á klakki yfir foráttuvatnsföll. Þess vegna skáru þeir melkorn og gleymdu ekki handtökunum við kornskurð. Þeir varðveittu líka orð- færi og heiti á áhöldum og verk- færum, sem notuð vom við kom- ræktina til foma. Með tilkomu upplýsingastefn- unnar á 18. öld fengu ráða- menn áhuga á að bæta búskapar- háttu Islendinga. Árið 1751 fluttust hingað 15 danskir og norskir bænd- ur með skylduliði sínu og áttu að kenna Islendingum að rækta kom. Þeir voru settir niður á vestanverðu Norðurlandi og á Suðurlandi og bjuggu hér í fimm eða sex ár. Annað átak var gert 20 ámm síðar í tengslum við Landsnefndina svo- kölluðu og þá vom tveir Islendingar styrktir til þess að fara utan og læra kornrækt. Hvort tveggja átakið tókst hörmulega enda harðindi í landi. Þó má segja að þetta hafi verið einu tilraunimar með hagnýta komrækt á þessum öldum. Schier- beck landlæknir átti að vísu eftir að rækta kom í smáum stíl undir lok 19. aldar, en fékk lítinn hljómgmnn. Klemenz Kr. Kristjánsson fékk svo það hlutverk að verða boðberi nýrrar aldar. Kornrækt Klemenzar á Sáms- stöðum hefur oft verið til umræðu og hef ég sagt frá henni á öðmm 178 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.