Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1997, Qupperneq 11

Freyr - 01.05.1997, Qupperneq 11
Von’erk við Níl um 2000f.Kr. vettvangi og mun ekki endurtaka það hér. Nóg er að segja það að nýtt kornræktartímabil hófst þegar Klemenz fluttist að Sámsstöðum vorið 1927 og því tímabili lauk með upphafi kaláranna svokölluðu eða um 1965. Veruleg umsvif urðu þó aðeins undir lok þess tíma, það er um og eftir 1960 og hefur kom þó varla verið ræktað í meira en 300 hekturum á ári þau árin. Næstu fimmtán árin var ládeyða í komrækt og þau árin var bygg einungis ræktað á tveimur stöðum, það er á tilraunastöðinni á Sáms- stöðum og á Þorvaldseyri. Kom er ekki lengur ræktað á Sámsstöðum en á Þorvaldseyri hefur það verið ræktað óslitið frá 1961. Segja má að Eggert bóndi þar og Olafur sonur hans hafi unnið upp og þróað ís- lenska komræktarmenningu, þá er glötuð hafði verið um aldir, og hafa þeir verið óþreytandi að leggja öðr- um heilræði ef í fótspor þeirra vildu feta. Árið 1981 hófu svo Austur- Landeyingar komrækt af myndar- skap og fór þar fremstur sá mikli garpur Magnús á Lágafelli. Síðan hefur leiðin legið upp á við jafnt og þétt og safnast hefur reynsla og þekking, sem ætti að verða vöm okkar gegn áföllum af harðindum og óáran. í sumar er leið var kom skorið af um það bil 900 hekturum á landinu og vom akrar í öllum landshlutum. Uppskeran hefur líklega verið um 3000 tonn miðað við þurrt kom. Það er innan við 10% þess koms sem notað er til fóðurs á landinu. Komræktin á því augljóslega mikla vaxtarmöuleika og þar er nú helsti vaxtarbroddur innan hins hefð- bundna búskapar. Komræktin er að sjálfsögðu kjarnfóðurframleiðsla fyrst og fremst, en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Menn bæta ekki síður aðra fóðuröflun því að kornræktinni fylgir endurvinnsla túna, þar með batnandi heyfóður og vísir að þeirri ræktunarmenningu, sem við höfum saknað í næstum þúsund ár. Ég held því fram að við ættum að geta fimmfaldað kom- ræktina frá því sem nú er án þess að taka verulega áhættu og korn ætti að vera hægt að rækta á um helmingi allra bújarða á landinu. En enginn skyldi halda að þetta komi allt af sjálfu sér. Aðstæður hér virðast býsna ólíkar því sem er- lendis gerist og í mörgum greinum er erfitt að 'yfirfæra útlenda þekk- ingu á íslenskan veruleika. Sumur eru hér að vísu nokkuð löng eftir því sem gerist á jaðarsvæðum kom- ræktar í grannlöndunum, en sumur- in eru svöl og einkum vantar hér heita daga á þeim tíma þegar axið er að fyllast. Þetta síðastnefnda á fyrst og fremst við um landið sunnan- og vestanvert og verður til þess að byggyrki frá grannlöndunum, þótt fljótþroska séu, ná ekki að fylla sig. Eins em haustveðrin hér útlendum afbrigðum skeinuhætt. En flestan vanda virðist hægt að leysa og ís- lenskir bændur hafa reynst snjallir og úrræðagóðir í komræktinni sem öðru. Meðaluppskera úr tilraunum á Þorvaldseyri síðustu sjö árin er til dæmis meiri en úr tilraunum í Þrændalögum í Noregi þrátt fyrir það að þar sé sumarið meira en tveimur stigum heitara en hér. Segja má að enginn hafi rétt upp í hendumar á olekur yrki, sem hent- uðu íslensku veðri og aðstæðum. Úrbætur í því efni hafa að sjálf- sögðu verið ögrandi verkefni ís- lenskum jurtakynbótamönnum, en við eigum marga slíka og vel menntaða. Rétt er að geta þess hér að þótt Klemenz heitinn væri mikill ræktunarmaður hef ég aldrei heyrt þess getið að hann hafi verið kyn- bótamaður. Fyrstur þeirra sem ég hef heyrt orðaða við kynbætur á byggi er Bjöm Sigurbjörnsson síðar forstjóri bæði fyrir Rala og hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og núverandi ráðuneytisstjóri. Næstur 5. ‘97-FREYR179

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.