Freyr - 01.05.1997, Page 13
Fyrstu komrœktarhéröðin.
eins og ég var að lýsa rétt áðan. En
málið fer að vandast ef þar að auki
er ætlast til að línan skili góðri upp-
skeru, jafnmikilli og bestu útlendu
yrkin eða meiri.
Til þess að bregðast við þessum
kröfum á sem einfaldastan hátt og
með sem minnstri fyrirhöfn tók ég
uppskerumikið og strásterkt yrki frá
Skáni, Pemillu, en hún er langt of
seinþroska fyrir okkur. Ég víxlaði
henni við þessi fljótþroska yrki sem
ég nefndi áðan. Ég valdi svo úr
hundruðum afkvæma á tveimur for-
sendum; eftir fljótum þroska og lík-
indum við Pemillu, en síðamefnda
atriðið vonaðist ég til að tryggði
mér sterkt strá og góða uppskeru.
Síðan víxlaði ég þeim útvöldu aftur
við Pernillu og valdi enn á sömu
forsendum og svo koll af kolli. Nú
em til línur sem eiga yfir 90%
erfðaefnis síns að rekja til Pemillu
og líkjast henni að sjálfsögðu náið,
en em hálfum mánuði fljótari til
þroska.
Þegar ég fór svo að velja upp-
skemmestu línumar úr fyrirliggj-
andi efniviði komu sérstök einkenni
í ljós, sem ekki vom fyrirséð. Þegar
yrki er flýtt hlýtur það að þýða að
ákveðnir hlutar vaxtarferilsins séu
styttir. Ég þykist sjá að þegar Svíar
og Norðmenn hafa reynt að flýta
tvíraðabyggi þá hafi þeir stytt tím-
ann sem fór í myndun hliðarsprota
og fengið yrki sem þéttu sig illa og
hafa ekki náð að skila góðri upp-
skeru, að minnsta kosti ekki hér á
landi. En við úrvalið héma kom í
ljós að best reyndist til að sameina
fljótan þroska og góða uppskem að
halda hliðarsprotamynduninni og
fullum þéttleika en gefa eftir fjölda
koma í axi. Bestu íslensku línumar
em með þetta 16 til 18 kom í axi
meðan formæður þeirra em með að
minnsta kosti fjóram komum fleira.
Þetta er skref aftur á bak miðað við
þróun í kynbótum heimsins því að
þar hefur komum í axi fjölgað á
kostnað þéttleika akurs. Ég tel hins
vegar að þessi lykkja á leiðinni sé
réttlætanleg um sinn og við höfum
þurft að hopa til þess að hitta á rétta
leið.
Ég hef að sjálfsögðu tilgátu til
skýringar. Eins og vitað er þarf
mikla orku til þess að flytja sterkju
úr blöðum og stöngli, þar sem hún
verður til, og upp í axið og mesta
orku til þess að troða síðasta
skammtinum í komið. Þessi flutn-
ingur þarf að fara fram síðsumars
og á haustin og þá er efsti hluti
stöngulsins flöskuháls. Hérlendis
og þó einkum sunnanlands gerir
afar sjaldan heita daga á þeim tíma.
Því fyllist kom aldrei eins vel fyrir
sunnan og á bestu stöðum fyrir
norðan. Eins fyllist sexraðabygg illa
syðra, en það ber oft 40-50 kom í
axi. Tilgáta mín segir því að tiltölu-
lega lítil öx en mörg henti vel þegar
kornfylling fer fram við lágan hita.
Þá ættu stuttar hitastundir að nýtast
vel því að margir stönglar sjá um
flutninginn.
Hér hef ég þá lýst stöðunni eins
og hún var í ársbyrjun 1994
þegar leitað var eftir formlegu sam-
starfi við kornbændur og sótt um
styrk hjá Rannsóknasjóði og Fram-
leiðnisjóði. Háleit markmið voru
sett í upphafi verksins. Því er til
þessa fundar boðað að við teljum
okkur hafa náð þeim öllum. Ég mun
nú fara fáeinum orðum um hvert
þessara atriða.
í fyrsta lagi var það markmið sett
að vorið 1997 yrði sáðkom af ís-
lensku byggyrki á markaði hér-
lendis. Það hefur staðist. Sú lína,
sem við höfum valið til að verða
fyrsta íslenska yrkið, hefur gengið
undir heitinu x96-13. Hún hefur nú
þegar verið reynd í 29 tilraunum
víðs vegar unt land á fjómm ámm
og hefur skilað að jafnaði 16%
meiri uppskem en staðalyrkið Mari
og 10% meiri uppskeru en bestu
útlendu tvíraðayrkin, Gunilla og
Sunnita. Auk þess er okkar lína að
minnsta kosti átta dögum fljótari í
þroska en þau nefndu afbrigði. Hún
hefur komist í eina tilraun í Þrænda-
lögum í Noregi og skilaði þar 14%
meiri uppskem en besta yrki þeirra
Þrænda. Hún verður reynd í tilraun-
um í Noregi, Finnlandi og Norður-
Svíþjóð næstu sumur. I sambandi
við sáðkorn á markaði nefndum við
töluna tuttugu tonn tilbúin í vor en
þau reynast að vísu ekki vera nema
tíu. Við teljum það minni háttar
frávik frá gerðri áætlun og eiginlega
innan skekkjumarka. Beðið er eftir
skilgreiningu á yrkinu x96-13 og að
skilgreiningu fenginni munum við
fá það skráð samkvæmt alþjóðleg-
um yrkisrétti.
í öðru lagi var því heitið að við
mundum halda áfram að kynbæta
kom og framleiða útvaldar bygglín-
ur. Það mál er í fullum gangi og
kynbótaverkefnið skilar ár hvert
hundraðum lína, sem prófaðar em í
5. ‘97-FREYR181