Freyr - 01.05.1997, Page 15
Frá Fjárræktarbúinu á Hesti
Stefán Sch. Thorsteinsson, Sigvaldi Jonsson og Ingi Garðar
Sigurðsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
1995-1996
Haustið 1995 voru settar á vetur
464 ær tvævetur og eldri, 115
lambgimbrar, 13 lambhrútar og 12
hrútar fullorðnir. Fyrir áramót
fórust 7 ær, flestar í skurðum fyrir
hýsingu, og tvær drápust óbomar á
sauðburði. Tvær ásetningsgimbrar
misfómst yfir veturinn, ein fyrir
áramót en önnur í mars.
Tafla 1 sýnir meðalþunga og
meðalþyngdarbreytingar 455 áa
eftir aldri, sem lifandi vora við maí-
vigtun í byrjun sauðburðar, og
mynd 1 þunga- og holdaferil þeirra
yfir veturinn.
Þegar lömb vora tekin undan ám
19. september, vógu æmar 64,2 kg
til jafnaðar, sem er 0,5 kg minni
þungi en haustið 1995. Meðalholda-
stig þeirra var 3,37 stig (holda-
stigaskali spannar tölugildi frá 0
lægst til 5 hæst), sem er aðeins 0,02
stigum lægra en haustið áður.
Haustmeðferð ánna var hagað á
sama hátt og undanfarin haust.
Tvævetlum og ám á annan vetur,
sem gengu með lömbum, var beitt á
há, en aðrar ær vora hafðar í úthaga
til 1. nóvemb.er, en þá var farið að
gefa öllum ánum út rúllubundið hey
(fymingar) og því haldið áfram til
hýsingar.Yngri ær vora teknar á hús
um miðjan nóvember en þær eldri í
lok mánaðarins. Haustþynging ánna
og holdabreytingar til desember-
vigtunar vora nánast eins og sl.
haust. Þyngingin nam nú 4,8 kg til
jafnaðar og aukning í holdun 0,23
stigum samanborið við 5,1 kg og
0,25 stig haustið 1995.
Frá nóvemberlokum og til fengi-
tímaloka bættu æmar 1,7 kg við
þunga sinn og við hold sín sem
svarar 0,25 stigum. Frá fengitíma-
lokum til marsvigtunar þyngdust
þær um 5,6 kg og bættu lítillega við
hold sín, eða 0,06 stigum, og frá
marsvigtun til mánaðamóta apríl-
maí þyngdust þær um 6,3 kg, en
lögðu hins vegar af sem svarar 0,09
stigum, sem er ámóta aflegging á
útmánuðum og undanfama vetur.
Þessi aflegging síðustu 8-6 vikumar
fyrir burðinn sýnir, að þrátt fyrir
ágæta fóðran er fóðurþörfinni til
fósturmyndunar tæplega fullnægt til
hin ýtrasta og verða því ærnar að
taka af forða sínum til að fullnægja
henni.
Meðalþungi ánna við maívigtun
var 82,6 kg, sem er aðeins 0,4 kg
minni þungi en sl. vor. Frá hausti til
vors þyngjast þær um 18,4 kg sem
er 0,1 kg minni þynging en veturinn
áður en bættu 0,45 stigum við hold
sín á sama tíma, sem er 0,32 stiga
meiri holdaaukning en sl vetur.
Fóðrun ánna
Tafla 2 sýnir meðalfóður ánna gefið
á garða á innistöðu , þ.e. frá hýsingu
til maíloka.
Heyforði búsins var framúrskar-
andi að gæðum eins og undanfarin
Tafla 1. Þungi og þyngdarbreytingar ánna, kg
Aldur Ær á: Tala áa Þungi, kg Þyngdarbreytingar, kg
19/9 16/10 26/11 8/1 19/2 22/3 29/4 19/9- 16/10 16/10- 26/11 26/11 8/1 8/1- 19/2 19/2- 22/3 22/3- 29/4 19/9- 29/4
9 3 67,7 73,3 76,3 74,0 76,0 88,3 95,0 5,6 3,0 -2,3 2,0 12,3 6,7 27,3
8 3 68,7 68,3 72,7 76,7 74,7 78,3 84,7 -0,4 4,4 4.0 -2,0 3,6 6,4 16,0
7 22 67,7 70,8 70.6 73,6 74,7 79,7 87,3 3,1 -0,2 3.0 1,1 5,0 7,6 19,6
6 42 68,5 71,9 71.2 74,6 75,2 80,7 87,0 3,4 -0,7 3,4 0,6 5,5 6,3 18,5
5 61 67,1 71,1 70.8 74,5 74,9 81,2 86,5 4,0 -0,3 3.7 0,4 6,3 5,3 19,4
4 99 66,2 69,7 70,6 72,9 73,6 79,6 85,4 3,5 0,9 2,3 0,7 6,0 5,8 19,2
3 94 63,9 66.7 67,1 69,1 69,2 74,9 80,1 2,8 0,4 2,0 0,1 5,7 5,2 16,2
2 131 59,1 66,9 67,0 66,4 66,7 70,2 78,0 7,8 0,1 -0,6 0,3 3,5 7,8 18,9
Meðaltal 455 64,2 68,8 69,0 70,7 71,1 76,3 82,6 4,6 0,2 1,7 0,4 5,2 6,3 18,4
5. ‘97-FREYR183