Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1997, Page 17

Freyr - 01.05.1997, Page 17
4,5 9i jí 3,5 2,5 ti Ll Mynd 2. Fæðingarþungi lamba og þynging áa síðustu 6 vikur fyrir burð 1977-96. Tafla 3. Meðalfæðingarþungi lamba, kg Lömb 1996 1995 1994 1993 1992 1991 73 þríl. hrútar 3,37 3,61 3,41 3,29 3,00 2,78 65 þríl. gimbrar 3,23 3,23 3,28 3,38 2,98 2,69 294 tvíl. hrútar 3.96 4,05 4,04 4,01 3,89 3,42 359 tvfl. gimbrar 3,82 3,87 3,93 3,86 3,60 3,26 33 einl. hrútar 4,78 4,80 4,86 4.82 4.61 4,30 31 einl. gimbur 4,50 4,53 4,65 4,41 4.50 4,17 áhrif á vaxtargetu lambanna yfir sumarið, einkum þó fyrstu 6-8 vik- umar eftir burðinn, þegar næring lambsins er nær eingöngu bundin við móðurmjólkina. Eftir þeim niðurstöðum, er þessar tilraunimar sýndu, hefur fóðmn ánna á Hesti verið hagað síðan 1986 og er því fróðlegt að skoða þær breytingar sem átt hafa sér stað á þessu tíma- bili á framangreindum þáttum. A mynd 2 er sýndur meðalfæðingar- þungi tvílembinga og árleg meðal- þynging allra áa búsins á tímabilinu 1977-1996 frá marsvigtun (22.-25. mars) til mánaðamóta apríl-maí. Niðurstöðurnar sýna ágætt sam- ræmi milli þyngingar ánna og fæð- ingarþunga tvílembinga, en gera má ráð fyrir að þetta samband kæmi enn skýrar í ljós ef aðeins væri um þyngdarbreytingu tvflembna að ræða en ekki vom tök á að velja þær úr fyrir þessa greinarsmíð. Frá 1977-85 var meðalþynging ánna um 3.6 kg og fæðingarþungi tvflemb- inga 3,26-kg til jafnaðar með tiltölu- legaa litlum árlegum sveiflum, en frá 1986-96 nemur þynging ánna 5.6 kg til jafnaðar og meðalfæðing- arþungi tvflembinga 3,64 kg með feiknamikilli aukningu frá 1991. Orsakir fyrir hinum aukna fæðing- arþunga frá 1986 stafa fyrst og fremst af því, að þá var tekin upp fiskimjölsgjöf á síðustu 4-3 vikum meðgöngu í staðinn fyrir kolvetna- ríkar fóðurblöndur (80% bygg og maís), sem notaðar vom áður, ásamt stöðugt batnandi heygæðum alls heyforða búsins. Hins vegar má rekja hið stóra stökk sem verður í fæðingarþunganum frá 1992 eink- um til áhrifa frá haust- og vetrar- rúningi ánna, en fyrir þann tíma var aðeins yngra féð (1 og 2 vetra) klippt að vetrinum, og jafnframt til meiri heygæða vegna tilkomu rúllubindingar. A mynd 3 em sýnd áhrif fæðingarþunga tvílembing- anna á þunga þeirra á fæti að haust- inu. Niðurstöðumar sýna að haust- þungi lambanna er sterklega háður fæðingarþunga þeirra. Meðalþungi tvflembinganna á fæti frá 1977-85 reyndist 34,1 kg en frá 1986 -1996 36,1 kg og munar því 2,0 kg á haustþunganum milli þessara tíma- bila og 0,41 kg á fæðingarþungan- um til jafnaðar. Það má því augljóst vera af því, sem hér hefur verið dregið fram, að bætt fóðrun síðasta mánuðinn fyrir burð skilar sér í meiri afurðum og þar með meiri tekjum fyrir sauðfjárbændur og ekki veitir af í þessari kreppu sem ríkir í sauðfjárræktinni. Tafla 4 sýnir meðalvaxtarhraða lamba í grömmum á dag, annars vegar frá fæðingu til 3. júlí (meðal- aldur 48 dagar) og hins vegar frá 3. júlí til 25. september (84 dagur) og til samanburðar sl. þrjú ár. Daglegur meðalvöxtur 697 lamba frá fæðingu til 3. júlí reyndist 286 g, sem er 17 g meiri vöxtur á dag en sl. sumar. Frá 3. júlí til hausts reyndist vaxtarhraðinn 214 g á dag, sem, aft- 4.5 4 i 3'5 í u. 3 2.5 —Haustþung —•—Fœð.þung Mynd 3. Ahrif fœðingarþunga á haustþunga. 5. ‘97-FREYR185

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.