Freyr - 01.05.1997, Side 24
óskyldra fræðigreina. Að sumu leyti
er það að þakka uppeldi og undir-
stöðu í námi, og að nokkru leyti
frjálslyndum yfirmönnum, þó eink-
um sé það að þakka íslensku um-
hverfi, sem býður upp á óteljandi
fjölbreytni rannsóknaefna, er heilla
rannsóknarmanninn.
í æsku fékk ég fljótt mikinn
áhuga á náttúruskoðun og gerðist
brátt plöntu-, steina-, eggja- og
skordýrasafnari. Og farið var í
marga leiðangra til þess að safna
náttúrugripum. Faðir minn og föð-
urbróðir áttu stórt mjólkurbú í
Reykjavík, svonefnt Briemsfjós,
sem var á homi Njarðargötu og
Smáragötu og nýtti túnin í Vatns-
mýrinni, og þar kynntist ég ýmsum
þáttum búskapar og búnaðarstörf-
um eins og þau voru einna tækni-
legust fyrir síðasta stríð. En ég var
einnig strákur í sveit, þar sem mér
gafst kostur á að fylgjast með
gömlu, hefðbundnu búskaparlagi.
Svo sem hjá Jóni bónda Snorrasyni
á Laxfossi í Stafholtstungum og
öðru heimilisfólki á bænum, en þar
sá ég hvemig farsæll búskapur var
rekinn með gamla laginu, lífræn
framleiðsla, án aðkomuefna, og
með sáralitlum aðföngum úr kaup-
stað. Gömlu búskaparlagi kynntist
ég síðar í Suðursveit í Austur-
Skaftafellssýslu, svo sem á Kálfa-
fellsstað og hjá bændum þar í ná-
grenninu, sem voru afskekktari en
aðrir bændur hér á landi fram á
þann tíma og höfðu sinn gamla hátt
á öllum búskap, og bjuggu þar
sumir til dæmis enn í torfhúsi með
fjósbaðstofu, þótt aðrir væm að vísu
komnir með heimagerða rafstöð.
Og þar í sveit voru einnig allt önnur
náttúmundur en ég hafði áður aug-
um litið, stórir, svartir sniglar,
klettafrú og aðrar sérstæðar plöntur
fyrir byggðarlagið, og einnig merki-
legur reki á fjömm. Þar komst ég
einnig í kynni við jöklarannsóknir
og fór með Skarphéðni Gíslasyni á
Vagnstöðum á skíðum upp á Vatna-
jökul, til þess að mæla ákomu og
bráðnun á yfirborði. Svíinn, próf-
essor Hans Ahlmann og Jón Ey-
þórsson, höfðu í Vatnajökulsleið-
Dr. Sturla Friðriksson 1997
angri sínum 1936 reist þarna marg-
ar, þriggja metra háar mælistikur,
og Skarphéðni var falið að mæla
hve ört þær hyrfu í jökulinn. Þessi
mælingaferð okkar á jökulinn varð
mér eftirminnileg, en Skarphéðinn
var öllum hnútum kunnugur, því að
hann hafði verið aðstoðarmaður
jöklafaranna og vissi hvar spmngur
voru og hvar stengumar var að
finna.
Þá var það mikið ævintýri að
ferðast í lok sumars yfir Skeið-
arársand með Hannesi Jónssyni
pósti á Núpsstað, svona skömmu
eftir eldgos í Grímsvötnum og jök-
ulhlaup í Skeiðará, sem varð 1934.
Hannes bað mig um að gæta þess
vel að fylgja slóðinni á reið okkar
yfir sandinn, því að hann sagði allt
morandi í sandbleytupollum eftir
bráðnaða jaka, sem dagað hefðu
uppi á sandinum í kjölfar hlaupsins,
og ef ég lenti í svona pytti myndi
allt hverfa, bæði drengur og hestur.
Við gistum á Skaftafelli og þótt
Hannes væri kunnugur, fékk hann
leiðsögn Odds á Skaftafelli, til þess
að velja gott vað á Skeiðará. Þetta
voru ævintýralegir undraheimar,
sem ég kynntist þama eystra, og
menntandi fyrir ungling.
Fyrstu kennarar mínir í náttúm-
fræði höfðu vafalaust drjúg áhrif á
val námsefnis míns, en eftir stúd-
entspróf frá Menntaskólanum í
Reykjavík sat ég eitt ár í Háskóla Is-
lands og lagði stund á læknisfræði,
naut kennslu í anatómíu hjá Jóni
Steffensen og efnafræði hjá Trausta
Olafssyni og lauk síðan heimspeki-
námi. Þessir tímar í heimspeki og
rökfræði fundust mér eftirminni-
legir, og sú þekking, sem ég hlaut
þar hjá þeim prófessomnum Agústi
H. Bjamasyni og Símoni Jóhanni
Ágústssyni hafa orðið mér hald-
drjúgt vegamesti. Og þessi fræði
eru, að mínum dómi, afar nauðsyn-
leg hverjum manni, sem ætlar að
stunda vísindamennsku.
Eg var á stríðsámnum við nám
við Comellháskólann í íþöku,
N.Y. í Bandaríkjunum og var þar
undir vemdarvæng prófessors Hall-
dórs Hermannssonar, bókavarðar,
sem var að nokkm tengdur fjöl-
skyldu minni, en hann var þar vel
látinn og kunnur fræðimaður. Þar
sótti ég allmarga tíma í listfræði og
hlaut góða tilsögn í teikningu og
gerð olíumálverka, auk efnafræði.
Að vísu var hér um hliðarspor í
námi að ræða. En þessir tímar vom
síðan góður undirbúningur minn að
lærdómi í náttúmfræði, en á næstu
ámm tók ég tíma í margs konar
búfræði auk gerlafræði, sem mér
þótti afar forvitnileg, og var ég á
þeim ámm að verða gjaldgengur
mjólkurfræðingur.
Ég lauk þama B. A. prófi, hóf
síðan nám í plöntuerfðafræði og
skrifaði að lokum Master ritgerð um
frjóvgunarhátt á sandfaxi, Bromus
inermis, sem ég hafði rannsakað
talsvert þar á staðnum.
Nokkm síðar á lífsleiðinni hélt ég
til Kanada í doktorsnám. Og var þá
kvæntur fjölskyldumaður. Ég ætlaði
að skrifa doktorsritgerð um hvannir,
sem ég hafði skoðað svolítið hér
heima, en svo fór, að mér var fengið
þarlent viðfangsefni að fást við,
sem var víxlun ýmissa lúsemu- eða
192 FREYR-5. ‘97