Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1997, Page 25

Freyr - 01.05.1997, Page 25
Sturla heldur hér áfána Alþjóða könnuðarfélagsins, Explorers Club, úti á Sursey í tilefni 30 ára afinœli eyjarinnar. refasmárategunda, sem kennari minn átti mikið safn af og vildi reyna að víxla. Þegar ég kom heim frá Bandaríkj- unum haustið 1946 var ekki hlaupið að því að fá vinnu. Ég fékk samt íhlaupastarf hjá Skógræktinni og gerðist kennari í náttúrufræði við Kvennaskólann, sem var raunar mjög menntandi viðfangsefni. Ég kunni vel við kennsluna, og mér hefði ekki þótt það óskemmtilegt ævistarf að fást nokkuð við kennslu, en það tókst mér ekki að gera að ráði, þótt ég sæktist eftir því. Hjá Skógræktinni vann ég í Múlakoti og Tumastöðum. Við fór- um og plöntuðum fyrstu furunum inni í Þórsmörk, vorum að fjölga fyrstu alaskaöspunum, og úti á Markarfljótsaurum var einmitt ver- ið að hlúa að lúpínunum, sem Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri hafði komið með frá Alaska. Ég safnaði birkifræi víða af landinu. til þess að reyna og bera saman í ræktun ýmis íslensk kvæmi. Þama gafst mér einnig tækifæri til að sá og reyna fjölda grastegunda og stofna þeirra, en fræ þessara grasa hafði ég safnað að mér í Bandaríkj- unum. Sáði ég þvi í Múlakoti og einnig úti á Geitasandi á Rangár- völlum, og var það með leyfi Run- ólfs Sveinssonar sandgræðslustjóra, sem var þá nýkominn að Gunnars- holti. A vegum Skógræktarinnar fór ég síðan í fræsöfnunarleiðangur til Eldlands á syðsta odda Suður-Am- eríku. Það var eftirminnilegt ævin- týri og mikil reynsluför. Því miður þroskaðist suðurhvelsbeykið, sem ég kom með, illa hér á landi, og sömuleiðis sedmsviðurinn, sem ég hafði mikið fyrir að ná í, en nokkrir mnnar lifðu úr þessu safni, en þama á suðurslóðum fann ég enga lúpínu, og ekkert kom þaðan, sem skipti sköpum í íslenskum lífheimi. Ég gerðist svo starfsmaður At- vinnudeildar Háskólans fyrir tæp- um fimmtíu ámm. Og það varð hlutskipti mitt að dveljast áfram við þá stofnun og síðar við arftaka hennar, Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Þegar ég hóf störf við Atvinnu- deildina vom þar aðeins fimm sér- fræðingar fyrir. Og má segja að landbúnaðarrannsóknir hafi verið á algjöru fmmstigi hér á landi, um- hverfisverdarvitund varla til og vist- fræði alls ókunn. Síðan hefur orðið mikil þróun í greinum þessum á ýmsum sviðum. Arið 1965 var slitið sambandinu milli Rannsóknastofnana atvinnu- veganna og Háskólans. Að vísu hafði þetta samband oft verið lítið annað en nafnið, en mér fundust þessi sambandsslit vera afar misráð- in og hefði frekar átt að efla þessi tengsl atvinnuvegarins við Háskól- ann en rjúfa þau. Enda hefur komið á daginn, að um fjölda ára hefur alveg vantað æðri menntun í aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar. Og enn 5. ‘97 - FREYR 193

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.