Freyr - 01.05.1997, Síða 27
lendis, eftir því sem leið á miðaldir.
Og orkuflæðið minnkaði, vegna
þess að gróðurlendinu tókst æ verr
að höndla hitaeiningar frá sól, eftir
því sem árin liðu. Astæðan virtist
vera hnignun gróðurs. Sennilega
minnkun flatarmáls gróins lands og
minnkandi uppskera gróðursamfé-
laga.
Um þetta leyti gerðist það, að
gjósa tók úr hafi sunnan Vest-
mannaeyja og Surtsey varð til. Þá sá
ég hvaða hnoss svona rannsókna-
stöð yrði fyrir vistfræðinga. Þama á
Surtsey mætti kanna hvemig lífver-
ur færu að því að flytjast yfir haf-
svæði, hvemig þeim tækist að nema
land, og hvemig háttað væri út-
breiðslu þeirra á áður ördauðu
svæði. Þama myndi síðan upphefj-
ast barátta einstaklinga um vaxtar-
rými, næringu og athafnasvæði.
Væri þar frá upphafi unnt að fylgj-
ast með breytingum á búsvæði ein-
staklingsins, í uppbyggingu gróður-
félaga og þróun í samspili plantna
og dýra. Þessar rannsóknir hafa nú
staðið yfir í rúm 30 ár, og hefur
margur fróðleikur fengist í öllum
þeim atburðum, sem menn hafa
skráð í þróun þessa unga lífríkis.
Eg hef skýrt frá þessum rann-
sóknum í tveimur bókum, en auk
þess í fjölda ritgerða. Surtsey er
raunvemlega lítið líkan af úthafs-
eyju, lík smækkaðri mynd af ís-
landi. Og má læra margt á Surtsey
um þróun lífríkis hér uppi á landinu.
Mér tókst að útvega góðan styrk
til þessara rannsókna hjá
Kjamorkunefnd Bandaríkjanna. Sá
styrkur kom mörgum öðmm en mér
að góðu, því að hann var felldur inn
í fjárreiður Surteyjarfélagsins, svo
að margir nutu góðs af.
Svo vildi til að styrkveitendur
þessir, Kjarnorkunefndin, veitti
annan styrk til Erfðafræðinefndar
Háskólans, sem ég og Níels Dungal
læknir og prófessor stofnuðum.
Erfðafræðinefndin hafði það að
markmiði að tölvuskrá alla íslend-
inga og tengja þá saman í ættartré.
Þannig ættartré myndi síðan vera
unnt að nota til þess að kanna hugs-
anlegt ættgengi ýmissa eiginleika,
svo sem erfðir sjúkdóma eða til-
hneigðarinnar til að fá ákveðinn
sjúkdóm. Margir læknar og stofnan-
ir hafa getað notað gögn Erfða-
fræðinefndar til þess að kanna arf-
gengi einstakra sjúkdóma, og hafa
þessar íslensku rannsóknir vakið
mikla athygli vegna þess að hér á
landi eru gögn og aðstæður til
mannerfðarannsókna betri en gerast
meðal annarra stærri þjóða, einmitt
vegna þess hve ættfræðiskrár okkar
em góðar og sjúkdómaskrár áreið-
anlegar.
Við héldum báðum þessum
styrkjum Kjamorkunefndar í um 15
ár, sem var mikil lyftistöng þessara
rannsókna. Erfðafræðinefnd er enn
við lýði og hefur nú í yfir 30 ár
byggt upp mikinn heimildabanka
um lýðskrá íslendinga. Svona skrá
er þjóðargersemi, sem fáar aðrar
þjóðir geta státað af. Ætti að varð-
veita skrána á svipaðan hátt og
skjalasöfn eða fombókmenntir okk-
ar í virðulegri byggingu, með góðri
starfsaðstöðu. En skráin ætti að vera
aðgengileg fyrir fjöldann, sem gæti
notað hana til ættfræðirannsókna.
Heimildabankann ætti síðan auðvit-
að að nota áfram með viðbótarteng-
ingum til vísindaiðju á mörgum
sviðum læknisfræði, erfðafræði,
mannfræði og félagsfræði, svo að
eitthvað sé nefnt.
Enda þótt mér hafi oft dottið í
hug að framkvæma nokkrar til-
raunir til þess að svara einhverjum
áhugaverðum spumingum, hefði lít-
ið orðið úr framkvæmdum, ef ekki
hefði verið völ á góðu starfsliði og
aðstoðarfólki til framkvæmda. Var í
fyrstu eðlilegt að leita til þeirra, sem
höfðu verið útskrifaðir frá Hólum
eða framhaldsdeild Bændaskólans á
Hvanneyri, en þaðan komu einmitt
afburða starfsmenn, sem unnu við
tilraunastöðvamar, fyrst á Varmá
og síðar á Korpu. Það þurfti einmitt
mikla nákvæmni í öllum mælingum
og meðhöndlun tilraunaplantna eða
mati á uppskenf, og þetta ágæta
starfslið var ábyrgt fyrir því að allt
væri rétt meðhöndlað og skráð. Og
þessu samviskusama fólki var sér-
lega vel treystandi.
Um svipað leyti og ég fór út á
vistfræðilega braut í þankagangi
mínum, var farið að kenna náttúm-
fræði við Háskóla íslands og skól-
inn þá fljótt tekinn að útskrifa líf-
fræðinga. Þama var því völ á ungu,
og efnilegu námsfólki, sem vantaði
störf, og með styrkjunum frá Kjam-
orkunefnd var unnt að greiða
áhugasömu fólki nokkur laun við
útivinnu og úrvinnslu, svo sem við
rannsóknir í Surtsey.
Seinna tókst að ráða líffræðinga
við vistfræðirannsóknir á vegum
jarðræktardeildar Rala. Sá hópur
tók sér margt fyrir hendur og hófum
við að kanna margvísleg vandamál,
er steðjuðu að gróðri, svo sem eyð-
ingarhraða rofabarða, breytingar í
gróðurfari mýra við framræslu eða
áhrif álfta- og gæsabeitar á upp-
skem túna, svo að eitthvað sé nefnt.
Við könnuðum jafnvel uppeldi á
æðamngum og hönnun á varphús-
um fyrir æðarfugl. Unnt er að sjá
nöfn margra þessara samstarfs-
manna minna, sem meðhöfunda í
heimildaskrá yfir þær ritgerðir, sem
mér eru tíundaðar hér aftast í þessu
ágæta riti (Búvísindum, 10. hefti).
Eru rannsóknir þessar oft fullt eins
mikið framlag þeirra, og eru samt
alls ekki skráð þar sem skyldi nöfn
allra þeirra, sem lögðu hönd á
plóginn. Öllu þessu fólki ber að
þakka fyrir ágæt störf, og fyrir að
hafa ýtt þekkingu okkar örlítið fram
á við í mörgum greinum vistfræði
og búvísinda. Það er farsælt og af-
gerandi fyrir árangur í góðum rann-
sóknum að hafa góða aðstoðar- og
samstarfsmenn.
Góðir aðstoðarmenn koma oft
hugmyndum í framkvæmd, eru
bæði stoð og styrkur, og á þeim
veltur hvort góður árangur næst af
verkinu. Ég hef notið þess að starfa
með þannig fólki, og það er kært á
fullorðinsárum að mega enn vera í
nokkrum tengslum við það, til að
fylgjast með framlagi þess og frama
í starfí.
5. ‘97-FREYR195