Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 28
Breytingar á
íslenskum
straumvötnum
Umhverfi okkar tekur sífellt
breytingum. Þar eru straum-
vötn og stöðuvötn ekki undan skil-
in. Sumar þær breytingar, sem eiga
sér stað, stafa af náttúrulegum
ástæðum, en aðrar eru af manna-
völdum, eins og stórfelldar raforku-
framkvæmdir á hálendi landsins eru
gott dæmi um, þar sem m.a. gróin
svæði hafa verið færð á kaf með
uppistöðulónum. Þá er ógetið um
aðrar meiriháttar umbreytingar og
áhrif á láð og lög sem jarðeldar
valda. Og síðast en ekki síst má
nefna sjávarbrim og strauma sem
stöðugt eru að umbreyta sendinni
strönd landsins fyrir opnu hafi, oft í
samspili við vatnsföllin.
Ár sem vaxa að lengd
Eitt af því sem gerist er að ámar
lengjast í annan endan eins og
stundum er sagt, reyndar í báða áttir
í þeim tilvikum sem jöklar hopa.
Algengast er hins vegar að ós þeirra
í sjó færist neðar vegna framburðar
jarðefna. En hversu mikill hann er,
er breytilegt frá einu vatnsfalli til
annars.
Jökulárnar eru drýgastar með
framburðinn, enda efnisnám þar
auðveldast við upptök þeirra í jökli
sem er að minnka. Margar þessara
áa bera samnefnið auravötn (Sigur-
jón Rist), sem flæmast um allt. Al-
ger andstæða þeirra eru lindarárnar,
sem eru stöðugar í rennsli og eru
með gróna vatnsbakka, sem halda
gerð sinni og lögun.
Mesti ársframburður
9 búsund tonn
Sem fyrr greinir, er misjafnt hversu
framburður er mikill frá einu vatni
til annars. Arsaurburður í Hvítá í
Borgarfirði er talinn vera 250 tonn,
en Ölfusá er með 900 tonn. (Hauk-
ur Tómasson, „Vatnið og landið"
1987). Til samanburðar má geta
þess að það vatnsfall, sem mestan
framburð hefur, er Jökulsá á Dal
með hvorki meira né minna en
9.000 tonn og Þjórsá, lengsta á
landsins, var með 3.000 tn. ársaur-
burð fyrir virkjun. Hins vegar er
Þjórsá núna með 800 tonna árlegan
aurburð, samkvæmt fyrrgreindri
heimild. Þessu valda stíflur á Efri-
Þjórsársvæðinu.
Ósasvæði
Neðsti hluti ánna, þar sem gætir
Einar Hannesson, fulltrúi
sjávarfalla, er skilgreindur í lögum
um lax- og silungsveiði sem „ósa-
svæði“. Þar segir að ósasvæði sé sá
hluti straumvatns sem nær frá ósi í
sjó upp til þess staðar þar sem
straumlína ár hverfur um stór-
straumaflóð. Os í sjó er aftur á móti
sá staður þar sem straumur ár hverf-
ur í sjó um stórstraumsfjöru.
Misjafnt er frá einu vatnsfalli til
annars hversu ósasvæðið er langt og
ræðst auðvitað af því hve land að
viðkomandi vatnskerfi næst sjó er
hátt yfir sjó, auk þess sem flóðhæð
sjávar er mjög breytileg hér við
Horft yfir ósasvæði Hvítár, Borgames og Borgarfiarðarbrú. Brekkufiall í baksýn.
(Myndir: Einar Hannesson)
196 FREYR-5. ‘97