Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 30

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 30
Sprettuferill og nýting einærs rýgresis Rýgresi er eitt mest ræktaða fóð- urgras veraldar. Það breiddist upphaflega út um allan heim með landnámi Evrópumannsins og er ræktað í öllum heimsálfum og lönd- um tempraða beltisins. Helstu teg- undir rýgresis eru fjölært rýgresi (Lolium perenne) og einært rýgresi (L. multiflorum). A undanfömum árum hafa nýir stofnar af fjölæru rý- gresi verið í prófun hér á landi. Þeir hafa náð að gefa feikna uppskeru en enn hefur ekki reynt nægjanlega mikið á vetrarþol þeirra. Hins vegar hefur einært rýgresi löngum verið eitt vinsælasta grænfóðrið sem ræktað er hér á landi en til eru bæði vetrar og sumarafbrigði. Kostir rý- gresis felast fyrst og fremst í lystug- leika, góðum endurvexti langt fram eftir hausti, þegar fjölær grös eru að sölna, og minni kostnaði á fóðurein- ingu miðað við annað grænfóður af grasaætt. Hér á eftir verða kynntar niður- stöður úr tilraunum og athugunum með einært rýgresi sem gerðar hafa verið á kúabúinu og tilraunastöðinni á Möðruvöllum frá 1991. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á sprettuferli og fóðurgildi rýgresis, grænfóðurblöndum með rýgresi, og reynslu okkar af fóðrunarvirði og nýtingu rýgresis til beitar, sláttar og innifóðrunar. Lýst verður þeim mun sem er á sumarrýgresi annars vegar og vetrarrýgresi hins vegar. Þessi grein er byggð á erindi höfundar á Ráðunautafundi BI og RALA í febrúar 1997. Nánari lýsingar á framkvæmd og skipulag tilraun- anna er að finna í jarðræktarskýrsl- um RALA (Fjölrit nr. 154, 165, Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri RALA, Möðruvöllum 175, 181 og 185) og í riti Ráðu- nautafundarins eru lýsingar á töl- fræði og öðrum útreikningum. Vaxtarferill og fóðurgildi einærs rýgresis Sumrin 1993-1995 voru gerðar til- raunir á Möðruvöllum til að skoða sprettuferil einærs rýgresis. Tilhög- un tilraunanna var þannig að fyrri sláttur var sleginn á fimm mismun- andi tímum en seinni sláttur var á sama tíma fyrir alla tilraunaliði. I 1. töflu er yfirlit yfir sláttutíma og stofna og á 1. mynd eru upplýsingar um meðalhitamagn á vaxtartíman- um. Eins og sjá má á 1. mynd var meðalhitasöfnun jöfn frá sáningu og út vaxtartímann, sem varð lengstur um fjórir mánuðir. Þetta verður að teljast óvenjulegt, en stafar af köld- um júlí og hlýjum septembermán- uði árið 1993. Hitasöfnunin var því línuleg og reyndist meðalhitinn á vaxtartímanum vera um 9,6°C á dag. Úrkoma var að jafnaði 110 mm á sprettutímanum sem er, sam- kvæmt þumalfingurreglu Magnúsar Óskarssonar og Matthíasar Eggerts- sonar í Áburðarfræðinni, einungis um fjórðungur þess vatnsmagns sem þarf til að framleiða það þurr- efnismagn sem mældist,. Mismun- urinn, um 660 mm, er sennilega að mestu vatnsforði úr jarðvegi sem nýtist vexti fyrri hluta sumarsins og dö|g seinni hluta sumars. Á 2.5. mynd er sýndur frum- vöxtur rýgresisins, annars vegar frá sáningu og út vaxtartímann og hins vegar endurvöxtur frá slætti og út vaxtartímann. Vöxturinn er sýndur sem uppskera hkg þurrefni af hekt- aranum og vaxtarhraðinn sem kg þurrefni á dag af hektara, hvort tveggja sem fall af dögum sem hafa verið leiðréttir fyrir árferðismun. I þessari tilraun var ekki raunhæfur munur á vaxtarferlum vetrar og sumarrýgresis (2. mynd). Þó var raunhæfur uppskerumunur, sumar- rýgresinu í vU, tvö ár af þremur í fyrsta sláttutíma (um 52 dögum eftir sáningu). Það er einnig alþekkt að sumarrýgesi fer fyrr af stað og hefur mun meira arfaþol en vetrarrýgres- ið. Það tekur rýgresið um 4050 daga að komast í verulegan vöxt og það er ekki fyrr en eftir 6070 daga sem það hefur náð fullum vaxtarhraða sem er um 6065 kg þe. á dag á hekt- ara (3. mynd). Þetta er umtalsvert minni hámarks vaxtarhraði en gef- inn hefur verið upþ í vallafoxgrasi. Endurvöxturinn í rýgresinu er kominn vel af stað um 20 dögum eftir slátt (4. mynd). Fyrstu 2030 dagana er ferillinn svipaður á milli sumar og vetrarrýgresis en eftir það vex vetrarrýgresið raunhæft hraðar. Athyglisvert er að hámarks vaxtar- hraði endurvaxtarins er umtalsvert meiri en hámarksvöxtur frumvaxt- arins eða á milli 7090 kg á dag (5. mynd), öfugt við það sem gerist í 198 FREYR-5. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.