Freyr - 01.05.1997, Qupperneq 32
1. mynd. Meðalhitasöfnun 1993-1995 áAkureyri frá sáningu til 2. mynd. Sprettuferill frumvaxtar einœrs rýgresis á Möðru-
lokasláttar. völlum 1993-1995. Meðalhiti á dag var 9,6°C.
3. mynd. Vaxtarhraði frumvaxtar einærs rýgresis á Möðru- 4. mynd. Sprettuferill endurvaxtar í einœru rýgresi á
völlum 1993-1995. Meðalhiti á dag var 9,6°C. Möðruvöllum 1993-1995. Meðalhiti á dag var 9,6°C.
1. tafla. Stofnar, sáðtími og slattudagar
Sumar Vetrar Dagar frá sáningu
Ár rýgresi rýgresi Sáð 1. slt. 2. slt. 3. slt. 4. slt. 5. slt. 2. sláttur
1993 Barspectra Prima 26/5 55 70 85 105 120 120
1994 Barspectra Tetila 20/5 52 66 80 94 108 122
1995 Barspectra Tetila 12/6 51 58 66 76 86 100
í uppgjöri kom einnig fram raun-
hæfur munur í próteinmagni fyrri
og seinni sláttar eftir því hvernig til-
búna áburðinum var skipt á milli
slátta, eins og við er að búast, en
skiptingin hafði engin áhrif á melt-
anleika eða uppskeru. Þeim niður-
stöðum verður þó ekki lýst nánar á
þessum vettvangi.
Grænfóðurblöndur með
rýgresi
Sumrin 1991-1993 var gerð tilraun
með einært rýgresi í blöndu með
byggi eða höfrum. Hugmyndin er
að með þessu megi fá meiri upp-
skeru og fleiri fóðureiningar af úr-
valsgrænfóðri á hektara. í 2. töflu
eru upplýsingar um þær grænfóður-
blöndur sem voru prófaðar. Fyrri
sláttur miðaðist ávallt við vikuna
sem grænfóðurbyggið hóf skrið.
Tilraunin með grænfóðurblöndur
bendir til þess að hægt sé að auka
heildaruppskeru í grænfóðri miðað
við að sá tegundunum hreinum.
Þetta á ekki bara við heildarupp-
skeru, heldur einnig meiri prótein-
uppskeru og betri og fleiri fóðurein-
ingar (8. 9. mynd). Haframir, sem
eru með minnstu uppskeruna, gefa
32% minni uppskeru en besta
blandan (bygg + vetrarrýgresi)
mælt í þurrefni, 29% mælt í fóður-
einingum (8. mynd), og 35% minni
próteinuppskeru (9. mynd). Þessi
munur stafar fyrst og fremst af
meiri endurvexti í rýgresisliðunum.
Byggið er greinilega betri svarðar-
nautur en haframir sem er í góðu
samræmi við viðteknar skoðanir.
Munurinn á rýgresistegundunum
virðist einkum felast í því að vetrar-
rýgresið veitir svarðarnautnum
minni samkeppni á fyrri hluta vaxt-
arskeiðsins, samanborið við sumar-
rýgresið með bygginu. Þetta kemur
fram í meiri uppskem í fyrri slætti
en þurrefnisuppskera rýgresisteg-
undanna er svipuð í seinni slætti.
200 FREYR - 5. ‘97