Freyr - 01.05.1997, Page 36
3 tafla. Yfirlit yfir nýtingu einærs rýgresis á Möðruvöllum 1992
Liður Fyrri umferð Síðari umferð
B+B Beitt Beitt
B+S Beitt Slegið í rúllur
S+B Slegið í rúllur Beitt
s+s Slegið í rúllur Slegið í rúllur
4. tafla. Uppskera í fóðureiningum (FE) í einæru rýgresi,
miðað við mismunandi nýtingu á Möðruvöllum
Liður 1. umf. Fóðureiningar 2. umf AIIs Hlutfall % Kr á* FE Hlutfall %
B+B 2.400 260 2.660 54 9,40 100
B+S 2.400 1.500 3.900 80 7,90 84
S+B 3.400 1.200 4.600 94 6,50 69
S+S 3.400 1.500 4.900 100 6,30 67
* Meðalkostnaður. Fastur kostnaður = 25.000 kr á ha,
Breytilegur kostnaður = 5,2 kr/FE sem leggst á sláttinn eingöngu.
14. mynd. Uppskera rýgresis við mismunandi notkun á Möðruvöllum 1992.
Umræður
Sprettuferill sumar- og vetrarrýgresis
er nokkuð svipaður en hér koma ekki
fram þekktir kostir sumarrýgresisins,
sem er mun meira arfaþol vegna
hraðari og kröftugri spírunar.
Sumarrýgresið hentar því betur við
frekar erfið ræktunarskilyrði, t.d.
vegna arfamengunar eða þar sem
vaxtartíminn er stuttur. Vetrarrý-
gresið nýtur sín hins vegar best þar
sem vaxtartíminn er langur og fyrri
sláttur eða uppskera er tekin
snemma á vaxtartímanum. Þar sem
er mikil arfamengun er góð aðferð
að slá snemma til þess að losna við
arfann í stað þess að nota eiturefni.
Hinn mikli munur í meltanleika
og próteinmagni á milli sumar og
vetrarrýgresis vekur nokkra athygli,
sérstaklega í endurvextinum. Þess
vegna er líklegt að kostir vetrarrý-
gresis séu oft vanmetnir þar sem
þurrefnisuppskeran er sú viðmiðun
sem mest er notuð í samanburði á
tegundunum.
Kýr geta mjólkað mikið af rýgresi
eingöngu. Til dæmis mjólka kýr á
Nýja-Sjálandi allt að 1618 kg á dag
að jafnaði á mjólkurskeiðinu af rý-
gresi eingöngu, eða um 5.000 kg
ársnyt. I beitarkerfum erlendis er
ekki óalgegnt að mjólkurkýr séu
látnar bíta sama rýgresisblettinn
margsinnis yfir vaxtartímann án
teljandi vandræða. Þess vegna kem-
ur nokkuð á óvart að það virðist
stórt vandamál hér á landi að fá kýr
til að bíta vel endurvöxt eftir beit.
Skýringar á þessu geta verið nokkr-
ar. Þegar beitarframboð er mikið,
eins og var á Möðruvöllum, fæst lé-
leg nýting (mjólk) af hektaranum en
væntanlega hámarks mjólk úr hverj-
um grip. Með því að draga úr beit-
arframboði, þ.e. að fjölga kúm á
hvern ha, minnkar nyt úr hverri kú
en mjólkin af ha eykst þar til
ákveðnu marki er náð. Þetta samspil
hefur ekkert verið rannsakað hér á
landi að því ég best veit, en í Dan-
mörku er talið að hagkvæmasta
beitarnýtingin sé þegar að kýmar
mjólka 45% minna en þær gætu af
ótakmarkaðri beit. Forsendur geta
hins vegar verið allt aðrar hér á
landi.
Eitt af stærri beitarvandamálum
kúabænda er mitt sumarið, þegar
flest túngrös eru farin að spretta úr
sér og endurvöxtur er hvergi nægj-
anlegur til að halda uppi góðri beit.
Eins og fyrr er lýst verður nýtingin
á rýgresinu afar slök við þannig
notkun. Til þess að þannig ræktun
verði sem arðsömust þurfa kýmar
að skila hárri nyt og því hugsanlega
skynsamlegt að flokka kýrnar á
mismunandi beit eftir afurðastigi.
Á Möðruvöllum er verið að skoða
ýmsa aðra valkosti í miðsumarbeit.
Einn álitlegasti kosturinn er að
randbeita mjólkurkúm á vallarfox-
gras langt fram í júlímánuð, eða
þangað til endurvöxtur í túnum er
orðinn nægjanlegur og ódýrt græn-
fóður, eins og vetrarrepja og næpur,
em tilbúnar til beitar. Vallarfox-
grasið er mjög orkuríkt og lystugt,
auk þess er ekkert annað gras eins
uppskerumikið á þessum tíma.
Vissulega má búast við skertum
endingartíma við þannig meðferð,
en engu að síður þarf það ekki að
endast í mörg ár til þess að slá út,
kostnaðarlega a.m.k., grænfóður-
ræktun til miðsumarbeitar. Vetrar-
rúgur, sem sáð er að vori, vex mjög
hratt og er orðinn beitarhæfur á 50-
60 dögum. Kúnum þykir hann ekk-
204 FREYR - 5. ‘97