Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 39

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 39
Norskar rauðar kýr á Stor0degárd við Lillehammer. Kúabúið þar er í aðlögun að lífrœnum búskaparháttum. (Ljósm. Ó.R.D.). upp lífræna búskaparhætti, a.m.k. í sumum búgreinum(l). A undan- fömum 4-5 áram hefur verið lagður grundvöllur sem smám saman er að styrkjast. En betur þarf að gera og átaks er þörf ef við ætlum að fylgja öðrum þjóðum eftir á þessu sviði. Samfara harðnandi samkeppni á búvörumörkuðum verða skil skarp- ari á milli t.d. afurða verksmiðjubú- skapar annars vegar og lífrænt vott- aðra afurða hins vegar. Hin sterka staða sem lífrænu vörumar eru að öðlast á erlendum mörkuðum gefur ákveðnar vísbendingar og þennan valkost þarf að nýta eftir því sem aðstæður leyfa og hagkvæmt getur talist. Með þetta í huga og með sér- stöku tilliti til þess sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum leggjum við hér fram eftirfarandi tillögur um eflingu lífræns búskapar á Islandi: 1) Stefnumótun Lífrænn landbúnaður verði til- greindur sem sérstakur liður í land- búnaðarstefnunni, bæði með tilliti til eflingar sjálfbærra búskaparhátta og búvörumarkaðar (2). 2) Aðlögunarstuðningur í löggjöf varðandi stuðningsgreiðsl- ur til landbúnaðar verði heimilað að veita þeim bændum sérstaka tíma- bundna styrki sem hefja aðlögun að lífrænum búskap samkvæmt aðlög- unaráætlun og samningi við vottun- arstofu (3,4). 3) Fræðsla Skylt verði að veita öllum sem stunda búnaðar- og garðyrkjunám sérhæfða grunnfræðslu í lífrænum landbúnaði auk þess að boðið verð- ur upp á valgreinar og endurmennt- unamámskeið, þar með fyrir alla bændur sem njóta aðlögunarstyrkja sbr. ákvæði 46. gr. reglugerðar nr. 219/1995 (5). Gefinn verði út bæk- lingur fyrir bændur og neytendur þar sem m.a. verði fjallað í stuttu máli um lífræna búskaparhætti, eft- irlit, vottun og vörumerki. 4) Rannsóknir Tilrauna- og skólabú taki upp líf- rænan búskap, a.m.k. í sumum bú- greinum, og sett verði upp rann- sókna- og þróunarverkefni bæði á ríkisstofnunum og hjá bændum í líf- rænum búskap (1). 5) Leiðbeiningar Ráðunautaþjónusta í þágu lífræns landbúnaðar verði efld, bæði á landsgrundvelli og úti í héruðum í tengslum við starfsemi undir 3. og 4. lið hér að framan. 6) Fagráð Stofnað verði sérstakt fagráð í líf- rænum búskap, sbr. ákvæði um fag- ráð í landbúnaðarlöggjöfinni. Þar verði formlegur vettvangur til fag- legra samskipta á milli bænda í líf- rænum búskap, aðila sem sinna fræðslu, rannsóknum og leiðbein- ingum á þessu sviði og þeirra starfs- manna vottunarstofa sem annast eftirlitsstörf. í tengslum við fagráð- ið starfi óformlegri faghópar um til- tekin efni eftir því sem þörf krefur, t.d. um túnrækt, garðrækt, fóðrun og byggingar. Þess ber að geta að nú þegar er kominn vísir að sumum þeirra þátta sem tilgreindir eru í framangreind- um tillögum. Það er von okkar að nú verði þessi mál tekin fastari tök- um því að átaks er vissulega þörf eigi viðurkenndir lífrænir búskapar- hættir að breiðast út hér á landi í framtíðinni. Tilvísanir 1) Friðrik Pálmason, Kristján Oddsson, Magnús Ágústsson, Magnús Óskarsson, Níels Ámi Lund og Ólafur R. Dýrmunds- son (1995). Lífrænn búskapur - fagleg staða og horfur (nefndarálit). Freyr 91 (6), 257-263. 2) Tillaga til þingsályktunar um markmið í lífrænni og vistrænni framleiðslu ís- lenskra afurða. 121. löggjafarþing - 80. mál, 1996. Flm.: Gt'sli S. Einarsson, Egill Jónsson, Svanfriður Jónsdóttir, ísólfur Gylft Pálmason, Kristín Halldórsdóttir og Þuríður Backman (9 bls.). 3) Guðfmnur Jakobsson, Kristján Oddsson og Ólafur R. Dýrmundsson (1996). Stuðninjur við aðlögun að lífrænum bú- skap. Alit vinnuhóps, skv. ályktun Bún- aðarþings 1996, skilað Bændasamtökum íslands í nóvember 1996. Fjölrit 8 bls. 4) Tillaga til þingsályktunar um aðlögun að lífrænum landbúnaði. 121. löggjafarþing - 83. mál, 1996. Flm.: Þuríður Backman, Egill Jónsson, Gísli S. Einarsson, ísólfur Gylft Pálmason og Kristín Ástgeirsdóttir (3 bls.). 5) Reglugerð um lífræna landbúnaðarfram- leiðslu nr. 219/1995 (23 bls.). 5. ‘97-FREYR 207

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.