Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 20
ekki langan, yfírlínan er afar góð;
bakið mjúkt og lendin öflug og
fagurlega löguð. Samræmið er ein-
staklega fallegt; hlutfallarétt og
bolurinn sívalur. Fótagerð, réttleiki
og hófar í þokkalegu meðallagi.
Afkvæmi Topps eru flest ijölhæf
í gangi, töltið best; hreint og mjúkt.
Viljinn notalegur, lundin hlý, þau
fara fallega í reið.
Toppur erfir frá sér hæfilega
stærð, frítt sköpulag en ó-
prúðleika, hreinan gang, hlýja
lund og fallega framgöngu í reið.
Toppur er prýðilegur undan-
eldishestur og hlýtur hann fyrstu
verðlaun fyrir afkvæmi, 124 stig
og fjórða sætið.
84.1.65-010 Baldur frá Bakka
Svarfaðardalshr., Eyf.
Litur: Brúntvístjömóttur
Fyrsti eigandi: Baldur Þórarins-
son
Eigandi: Baldur sf
F.: 70165740 Náttfari 776 ffá
Ytra-Dalsgerði
Ff.: 64157001 Sörli 653 frá
Sauðárkróki
Fm.: 62265740 Elding 4428 frá
Ytra-Dalsgerði
M.: 76265030 Sandra 5242 frá
Bakka
Mf.: 68157460 Hrafn 802 frá
Holtsmúla
Mm.: 62257002 Hetja frá
Páfastöðum
Tölulegar niðurstöður:
Dæmd afkvæmi 34 Skráð af-
kvæmi, alls: 266
Kynbótamat: Hæð: 0,9, prúðleiki
101, öryggi 93%
Sköpulag: 115 116 122 112 127
105 113
Kostir: 115 119 118 120 110 117
118
Aðaleinkunn 123 stig, öryggi
94%
Dómsorð:
Baldur gefur góð meðalhross aö
stærð, grófbyggð en sterkleg. Faxið
þykkt en stutt. Hálsinn er ekki fin-
legur en herðar góðar, yfirlínan
sterk, en spjaldið of stíft í sumum
afkvæmanna, samræmið hlutfalla-
rétt en nokkuð þungt. Fótagerðin
mjög traust, réttleiki í meöallagi,
hófar efnisþéttir.
Afkvæmin em folhæf á gangi.
Töltið rúmt og lyftumikið en
iðulega nokkuö stirðvirkt, brokkið
hátt og rúmt, skeiðið skrefmikið.
Stökkið hreint og greitt. Viljinn
fremur þungur, lundin traust en
ekki glöð.
Baldur erfir frá sér meðalstærð,
knappan prúðleika, hraust en ekki
fagurt sköpulag. Gangur aðsóps-
mikill en ekki fimur. Baldur er
prýðilegur undaneldishestur og
hlýtur fyrstu verðlaun fyrir
afkvæmi, 123 stig og fimmta
sætið.
84.1.63-001 Sólon frá Hóli,
Dalvík
Litur: Brúnn
Fyrsti eigandi: Þorleifur Kristinn
Karlsson
Eigandi: Þorleifur Kristinn
Karlsson og Svanhildur Dagný
Karlsdóttir.
F.: 70165740 Náttfari 776 frá
Ytra-Dalsgerði
Ff: 64157001 Sörli 653 frá
Sauðárkróki
Fm.: 62265740 Elding 4428 frá
Ytra-Dalsgerði
M.: 74265640 Blesa 4823 frá
Möðmfelli
Mf.: 71 165640 Spori frá
Möðmfelli
Mm.: 65256750 Blesa frá
Vatnshlíð
Tölulegar niðurstöður:
Dæmd afkvæmi 22. Skráð
afkvæmi, alls: 163
Kynbótamat: Hæð: 0, prúðleiki
92, öryggi 91 %
Sköpulag: 129 113 104 104 102
100 99
Kostir: 119 116 122 119 119 128
120
Aðaleinkunn 122 stig, öryggi
93%
Dómsorð:
Sólon gefur fríð hross, meðalstór
og óprúð, með reistan og nokkuð
þykkan háls, háar herðar, en að
öðm leyti sköpulag í meðallagi.
Afkvæmi Sólons em fölhæf í
gangi, mikið vökur og viljagóð.
Lundarfarið hreint afbragð. Þau
fara vel í reið með snotran fótaburð.
Sólon erfir frá sér mikinn fríð-
leika, þokkalega frambyggingu en
að öðm leyti meðalgott sköpulag.
Stærð í meðallagi en óprúðleiki
lýtir. Sólon er góður undaneldis-
hestur og hlýtur hann fyrstu verð-
laun fyrir afkvæmi, 122 stig og
sjötta sætið.
84.1.65-012 Hektor frá Akureyri
Litur: Rauðblesóttur
Fyrsti eigandi: Sæþór Stein-
grímsson
Eigandi: Gunnar Amarson og
Kristbjörg Eyvindsdóttir
F.: 76157003 Hervar 963 frá
Sauðárkróki
Ff.: 67157001 Blossi 800 frá
Sauðárkróki
Fm.: 73257008 Hervör 4647 frá
Sauðárkróki
M.: 75265482 Tinna 5253 ffá
Akureyri
Mf.: 68157460 Hrafn 802 ffá
Holtsmúla
Mm.: 40265060 Lúpa (G.J.) frá
Akureyri
Knapi: Kristbjörg Eyvindsdóttir
Tölulegar niðurstöður:
Dæmd afkvæmi 23. Skráð
afkvæmi, alls: 112
16- FREYR 1/99