Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 16
Sýningahaldið í hrossaræktinni 1998 Sýningahaldi hrossaræktar- innar á árinu 1998 hafa verið gerð góð skil, bæði er þar höfð í huga útgáfa Hrossaræktarinnar 1998 II, sem er ýtarleg skýrsla um niðurstöður sýninganna, og mikil umfjöllun var um efnið á árinu í tímaritum hestamanna, dagblöðum og ljósvakamiðlum. Það væri því að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla hér náið um einstakar sýningar eða sýningarhross. Heildarsamantekt um efnið verður hins vegar sett hér á blað. Yfirlit yfir fjölda sýninga og dæmdra hrossa Á árinu 1998 var haldin 21 kynbótasýning. Alls voru dæmd 1479 hross, þar af voru 6 ungfolar sem aðeins fengu umsögn og því er heildarfjöldi stigaðra hrossa 1473. Nánar er um þetta fjallað í Hrossa- ræktinni II 1998. Fulldæmd hross (bæði dæmd bygging og hæfi- leikar) voru 1304, 169 hross að auki voru dæmd fyrir byggingu (eða alls 1473), ungfolar er fengu umsögn voru 6, þannig eru hrossin í heild 1479. Fjöldi dæmdra hrossa (einn dómur á hross) var 1264 sem skiptist svo eftir kynferði: Stóð- hestar 276, hryssur 963, geldingar 25. Enginn vafi er á að hitapestin sem herjaði í landinu ffaman af árinu dró allverulega úr þátttökunni og þá ekki síður í þeim landshlutum er hún átti eftir að koma upp. Ég álít að þátttakan hafi orðið um 20% minni en ella í sýningunum í heild á árinu vegna hitapestarinnar, sem er áþekkt og munur á þátttöku 1998 eftir Kristin Hugason hrossaræktar- ráðunaut BÍ miðað við landsmótsárið 1994 sem var metár í þátttöku á kynbóta- sýningunum hingað til. Miðað við þá stemningu sem uppi var á meðal hrossaræktenda og sýningarmanna á árinu 1997 vegna komandi landsmóts taldi ég svo sannarlega miklar líkur á að þátttökumetið frá 1994 yrði slegið. Yfirlit um störf og starfsmenn Sýningahaldið í hrossaræktinni hófst síðar en að var stefnt og stafaði það af hitapestinni. Bæði var að felldar voru niður tvær vetrarsýningar sem vera áttu í Gunnarsholti og vorsýningin þar var haldin síðar en venja hefur verið. Alls var unnið að dómum og sýningum í 58 vinnudaga, í 11 daga var dæmt á tveimur sýningum sömu daganna og stóð sýninga- haldið því yfir í 47 almanaksdaga. Betur gekk að halda tímaáætlanir á flestum sýninganna en áður hefur verið og dagsverkin unnust því fljótar. Kristinn Hugason var formaður dómnefnda á 15 sýningum, sem stóðu alls yfir í 45 vinnudaga, og dæmdi 1166 hross, sjá þó síðar. Jón Finnur Hansson gegndi for- mennsku á sýningum norðanlands er Kristinn var bundinn við dóma syðra. Voru það þrjár sýningar er stóðu yfir í átta daga og dæmd voru 180 hross. Jón Finnur komst því miður ekki til fyrstu sýningarinnar á Norðurlandi (á Króksstaða- melum), leysti Ágúst Sigurðsson hann þar af hólmi og dæmdi, ásamt Guðmundi Sigurðssyni, en ætlunin var að þeir tveir yrðu með- dómendur Jóns Finns á sýningunni, sem var það stór að hún krafðist reglum samkvæmt fullskipaðrar dómnefndar (36 hross) enda ráð fyrir því gert. Jón Vilmundarson veitti tveimur sýningum austan- lands formennsku er Kristinn var bundinn við sýningar á Vesturlandi og leysti auk þess Kristin af hólmi á hinni hefðbundnu síðsumarsýningu Skagfirðinga um verslunarmanna- helgina en sá síðamefndi var þá í sumarleyfi. Stóðu sýningar Jóns yfir i fjóra daga og dæmdi hann 91 hross. Við þessa upptalningu er því að bæta að Víkingur Gunnarsson, með- dómandi á héraðssýningunni í Víði- dal í Reykjavík, leysti Kristin af hólmi formennskunnar hluta úr degi. Nánar tiltekið ffá hádegi fram að síðdegiskaffi þann 28. maí, eitt holl u.þ.b. 15 hross, en þá komu m.a. til dóms tvær hryssur þeirra feðga Kristins og foður hans, Huga Krist- inssonar. Guðlaugur V. Antonsson gekk inn í dómnefhdina á sama tima sem meðdómandi. Jón Vilmundar- son leysti Kristin einnig af hólmi f. hd. sunnudaginn 7. júni en þá stóð yfir héraðssýning á Gaddstaða- flötum við Hellu, dæmd vom sex hross þann dagpart. Hallgrímur Sveinn Sveinsson sýningarstjóri sat í dómnefhdinni á sama tíma. 12- FREYR 1/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.