Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 14
Inn í nýja öld með íslandsfeng Núverandi ferli í skýrsluhaldi hrossaræktarinnar Fyrsta skrefið í skýrsluhaldinu er grunnskráning hrossa. Á árunum 1990 til 1991/1992 var ráðist í viðamikið átak á þeim vettvangi með það að augnamiði að leggja traustan grunn að tölvuskýrsluhaldi í hrossarækt sem varð að veruleika við tilkomu gagnavörslukerfisins Fengs 1991. Á fáeinum árum óx gagnabanki Fengs hröðum skref- um. í júní 1991 voru þar um 10 þúsund hross, í janúar 1992 um 21 þúsund, í janúar 1994 um 50 þúsund, í janúar 1995 um 63 þús- und og í janúar 1998 (27. janúar) voru skráð í Feng 99.425 hross; 23.78 kynbótadómar, 66.198 fangfærslur og 9787 eigendur. Nú í byrjun árs 1999 (11. jan.) eru skráð í Feng 108.813 hross; 25.382 kyn- bótadómar, 78.155 fangfærslur og 10.471 eigandi. Til fróðleiks má geta þess að á árinu 1986 þegar í fyrsta sinn var reiknað út kynbóta- mat fýrir undaneldishross á vegum Búnaðarfélags íslands voru til í tölvu rétt um 6 þúsund kynbóta- dómar, á árunum 1987 til og með 1997 voru uppkveðnir 14.972 dómar og á árunum eftir 1990 (mest 1994) voru skráðir í tölvu hátt í 3 þúsund dómar frá fyrri tíð. Ekkert er þó enn tölvuskráð af dómum frá árunum fyrir 1961. Annað skrefíð í núverandi skýrsluhaldi er færsla fang- og folaldaskýrslna en skýrslumar era sendar hálfútfylltar til þátttakenda sem ljúka útfyllingunni. Hjá virkum þátttakendum í skýrslu- eftir Kristin Hugason hrossaræktar- ráðunaut BÍ haldinu fer nær öll viðbótar skrán- ing í gagnabankann fram í gegnum skráningu fang- og folaldaskýrslna. Nú era skráð um 3.500 folöld á ári en fangfærslur eru fleiri (geldar hryssur o.fl.). Þriðja skrefið er viðhald upp- lýsinga, þ.e. leiðréttingar á útprent- un og færsla eignaskiptavottorða. Fjórða skrefíð era kynbótadómar sem viðamikilli skráningu og úrvinnslu en um það verður ekki fjallað frekar hér. Fimmta skrefið er einstaklings- auðkenning, þ.e. frostmerking og örmerking. Við einstaklingsauð- kenninguna era ýmist færð frost- merkingarvottorð eða fyllt út eyðu- blað í örmerkingarbók. Athugið þó að í núverandi ferli er það full- komlega í valdi hvers og eins þátttakanda í skýrsluhaldi hvort hann frost- eða örmerkir gripi sína! Rétt eins og það er í hans valdi hvort hann fær kynbótadóm á hross sín eður ei. Sértækt ferli vegna útflutnings Felst í skráningu útflutningshrossa á sérstök eyðublöð, útgáfu upprana- vottorða og útgáfu fyljunarvottorða. Nýir tímar krefjast enn nýrra vinnubragða Skýrsluhaldið þarf nú að færast frá magnskýrsluhaldi yfir i nýtt form sem kalla má gæðaskýrslu- hald. Með gæðaskýrsluhaldi er átt við ferli þar sem upplýsinga- söfnunin á sér stað í skipulegri röð og upplýsingarnar eru sann- reyndar með kerfisbundnum samanburði. Skýrsluhald í hrossarækt, nýtt ferli tryggir áreiðanleika gagnasafnsins Fyrsta skrefið er færsla á stóð- hestaskýrslu sem er ný skýrsla. Á skýrslunni kemur fram númer, nafn og uppruni stóðhestsins, notkunarstaður, notkunartímabil og hver umsjónarmaður stóð- hestsins er, þ.e. sá aðili sem ábyrgur er fyrir notkun hestins hverju sinni (eigandi, leigutaki eða fulltrúi hrossaræktar- samtaka). Þá eru skráð í skýrsluna fæðingarnúmer, nöfn og uppruni hryssnanna sem hjá hestinum eru tiltekið tímabil. Einnig er hægt að skrá í skýrsluna niðurstöðu ómskoðunar ef hún er fram- kvæmd. Skýrslan er í þríriti, frumrit fer til Bændasamtaka íslands til skráningar, annað afritið verður eftir hjá um- sjónarmanni stóðhestsins en hitt hjá dýralækninum ef ómskoðun er gerð. Skýrslan skal undirrituð af 10- FREYR 1/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.