Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 27

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 27
sex til að sigra á innanfélags- mótum. 150 metra skeið Gífurlegur áhugi var á 150 metra skeiði í sumar og náðust frábærir tímar. Þrír hestar fóru undir gildandi íslandsmeti, 13,8 sekúndum, sem Leistur frá Keldudal setti á Faxa- borg 1986 en knapi var þá Aðal- steinn Aðalsteinsson. Að minnsta kosti þrjátíu hestar runnu sprettinn á skemmri tíma en 15 sekúndum. Neisti ffá Miðdal fékk besta tíma sumarsins á kappreiðum Fáks 29. ágúst en hann fór á 13,47 sekúndum. Gráblesa frá Efstadal fór á 13,72 sekúndum og Sóti frá Geirlandi á 13,74 sekúndum á metamóti And- vara. Margir hestar náðu góðum tímum á kappreiðum Fáks, sem voru sex talsins, en metamót Andvara og Mumeyrarmótið gáfu einnig góða tíma. Lúta frá Ytra-Dalsgerði vann stærstu sigrana en hún sigraði á landsmótinu og íslandsmótinu. Það má búast við að sterk vekringasveit skipi íslenska landsliðið að sumri komandi í Þýskalandi. 250 metra skeið Sextán vekringar náðu skemmri tíma en 23,0 sekúndum á skeið- mótum sumarsins. Bendill frá Sauðafelli náði besta tímanum, 21,9 sekúndum í sigur- spretti á íslandsmótinu en hann og Glaður ffá Sigríðarstöðum eiga sjö bestu tímana. Hinrik Ragnarsson sat Bendil og sýndi ungu knöpunum hvernig hestar em skeiðlagðir, en margir ungir knapar komu ffam á sjónar- sviðið og eiga effir að láta að sér kveða í framtíðinni. Mörg hross náðu góðum tímum á metamóti Andvara, en kapp- reiðar Fáks 29. ágúst og Murn- eyrarkappreiðar voru einnig gjöfular á góða tima. Stökkkappreiðar Aðal stökkgreinar sumarsins voru 300, 350 og 800 metra stökk. Brokk hefur nánast lagst af, en þó renndu knapar nokkmm hestum í 300 og 800 metra brokki. ...Hinn viðburðarríki spretturinn var farinn á Metamóti Andvara. Þar fóru Gráblesa og Logi Laxdal á besta tímanum, 13,72 sek., en með á mynd eru Neisti frá Miðey og Sigurbjörn Bárðarson og Ölver frá Stokkseyri og Sigurður V. Mathíasson. Lúta frá Ytra-Dalsgerði og Þórður Þorgeirsson sigruðu í mörgum kappreiðum sumarsins, þar á meðal bœði á landsmóti og íslandsmóti. Hér er góður sprettur á Islandsmótinu í hestaíþróttum. FREYR 1/99 - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.