Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 23

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 23
Enn stóð íslenski hesturinn af sér áfall Stórkostlegt keppnissumar þrátt fyrir hitasótt Þolgæði og þrautseigja eru tveir af mörgum eiginleikum íslenska hestsins og á síðastliðnu ári stóð íslenska hrossakvnið af sér enn eina áþjánina, hitasótt sem tröllreið hesthúsum og högum á íslandi á fyrri hluta ársins. Þrátt fyrir hitasóttina fóru hesta- menn með hross sín á hestamót. Flest hestamannafélög buðu upp á hefðbundin hestamót, en þó var nokkrum íþróttamótum frestað þar sem hitasóttin var skæðust. Stærsta mót sumarsins var landsmótið á Melgerðismelum og þangað streymu bestu hrossinn að keppa i þeirri grein sem best lá fyrir þeim. Á íslandsmóti í hestaíþrótt- um á Akranesi mættu fleiri knapar en nokkru sinni fyrr. Á síðastliðnu sumri hófst endur- vakning kappreiða. Fáksmenn gerðu samning við Ríkissjón- varpið og Saga Film um beinar útsendingar á 150 og 250 metra skeiði og 350 og 800 metra stökki. Jafnframt starfræktu Fáksmenn veðbanka. Hestamenn tóku vel við sér og undir lokin var komin fram á sjónar- sviðið fjöldi kappreiðahrossa. Vekringum fjölgaði mjög og tímar bötnuðu. Þrjár umsóknir um ís- landsmet í 150 metra skeiði em í mati stjómar LH og verður kveðinn upp úrskurður í desember. [Úrskurður er nú fallinn og var öllum umsóknum hafnað (fundur stj. LH 10. jan. 1999)] Það þótti því tilvalið að kanna ýmis afrek kappreiðahrossa sumarsins og um leið hæstu einkunnir A- og B-flokks hesta og hæstu einkunnir knapa í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Það reyndist þó erfíðara að framkvæma hugmyndina en að fá hana. Því miður er skýrsluhald á hestamótum ekki í forgangsröð og víða var pottur brotinn í þeim efnum þó svo að hjá mörgum hestamannafélögum sé ffábærlega að málum staðið. Hér er stuðst við upplýsingar frá stærstu mótum sumarsins, lands- mótinu á Melgerðismelum, íslands- mótinu á Akranesi, World Cup mótunum, stærri félagsmótum og öðrum mótum þar sem árangur var í rúmu meðallagi. Leitað var í mótaskýrslur, blöð, tímarit, munnmæli og jafnvel myndbönd til að kanna hvemig úrslit höfðu verið á mótum. Hugsanlega verður þetta árviss viðburður, en til að hægt verði að bera fram fullbúna veislu með forrétti, aðalrétti og eftirrétti verður hráefnið að vera fyrsta flokks og auðvitað fyrir hendi. í A- og B-flokki gæðinga, ásamt tölti, fjórgangi og fimmgangi, er stuðst við þær tölur sem knapar fengu í úrslitum eða i forkeppni ef raðað var í úrslit. Ekki reyndust fyrir hendi nægileg gögn svo að hægt væri að taka með gæðingaskeið. Það verður hugsan- lega gert á næsta ári. í kappreiðum er stuðst við bestu tímana, sama hvort þeir fengust í FREYR 1/99 - 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.