Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 50

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 50
ræktarsamband íslands voru sam- einuð og hefur reynslan af sam- einingunni verið góð. Við finnum fyrir traustara og breiðara baklandi sem ein heild. Einnig verð ég var við að meira tillit er tekið til félagsins af öðrum aðilum í þjóðfélaginu. í febrúar síðastliðnum vöknuðu hrossabændur upp við vondan draum. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um hitasóttina. Mikil skelfing greip um sig meðal hrossabænda. Það verður að teljast eðlilegt þar sem við töldum okkur nógu einangraða frá umheiminum til að slíkt gæti ekki gerst. Staðreyndin er hins vegar sú að landamæri eru að sífellt að verða óskýrari, sem þýðir að við verðum að vera æ meira á varðbergi. Auðvitað voru skiptar skoðanir um hvemig skyldi taka á málum og einhver sundrung varð meðal hrossabænda á meðan á pestinni stóð. Stjórn félagsins var allan tímann í góðu sambandi við yftrdýralækni og lagði áherslu á að koma upplýsingum á framfæri til félagsmanna. Við verðum að draga lærdóm af þessari reynslu og nauðsynlegt er að semja áætlun um hvemig bregðast skuli við ef svona lagað kemur upp aftur. Á árinu boðaði stjóm fulltrúa frá útflytjendum og Félagi tamninga- manna á sinn fund til að ræða sam- eiginleg hagsmunamál og reyndist það vel. Á aðalfúndi í fyrra kom ffam í reikningum að félagið var rekið með halla. Svo er aftur nú. Við þetta er ekki hægt að una. Hugsan- legt er að ný lög um búnaðargjald færi félaginu meiri tekjur en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta sumar. Stjómin hefur margoft rætt þetta á stjómarfundum. Á stjómar- fundi í vor var formanni falið að ræða við stjómvöld um stuðning við greinina. Við reyndum að setja það þannig upp að þessi búgrein hlyti að eiga einhvem rétt á fjár- magni eins og aðrar búgreinar. Æskilegast væri að gera samning til fímm ára í senn. Með þennan boðskap fór ég á fúnd landbúnaðar- ráðherra, einnig ræddi ég við fleiri ráðherra og alþingismenn. Út úr þessum viðræðum kom að í frumvarpi til fjáraukalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, vom ætlaðar kr. 10 milljónir til hrossaræktar- innar, sem eiga að renna til markaðsmála. Hér er um ein- greiðslu að ræða. Félagið fær eitt- hvað úr þeim potti. Við emm ekkert búin að henda hugmyndinni um samning til lengri tíma. Strax á nýju ári þarf að taka þær viðræður upp að nýju. II. Samstarf við Bændasamtökin Starfað var í samræmi við sam- starfssamning BÍ og F.hrb. frá 1996. 2.1 Fagráð í hrossarækt. Á árinu voru fjórir fundir í fagráði, auk þess sem undimefndir fagráðs funduðu eftir þörfum Bjami Maronsson á Ásgeirsbrekku hætti á árinu í fagráði en í hans stað kom Kristinn Guðnason i Skarði. Er Bjama þakkað gott samstarf i fagráði. Framkvæmd kynbótadóma var mikið rædd í upphafi vetrar. Ég tel að breið samstaða hafi náðst um þá framkvæmd dóma sem notast var við síðastliðið sumar. Eftir að hafa fylgst með sýningarhaldi sl. ár tel ég að lítil gagnrýni hafi verið á aðferðafræðina sem slíka. Hins vegar lá það fyrir að þetta yrði dýrara fyrirkomulag sem kallaði á hærri sýningargjöld. Ef við emm komin með kerfi sem sátt er um, eigum við að reyna að breyta því sem minnst. Sífelldar breytingar koma niður á áreiðanleika. Tekið var upp gamalt baráttumál, um að fá ísland viðurkennt sem upprunaland íslenska hestsins. Þokaðist það áleiðis og er reyndar í hausthaga í Hrunamannahreppi. Myndir: Hulda Geirsdóttir. 46- FREYR 1/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.