Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 56

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 56
sóttin skall á sótti undirrituð þó fund hjá Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga og íjall- aði þar um markaðsmál. Undirrituð hyggst nú á næstunni bjóða öllum deildum að koma til fundar og ijalla sérstaklega um markaðsmál og möguleika í Bandaríkjunum og vonandi munu allar deildir nýta sér þann möguleika og bjóða félagsmönnum sínum að fræðast um þennan stóra og spennandi markað. 6.2 Þjónusta við deildir. Undirrituð hefur unnið að ýmiss konar þjónustu við deildir, bæði í formi upplýsingadreifíngar til Faxprúður höfdingi deildanna sem og t.d. aðstoð við auglýsinga- og bæklingagerð, þýð- ingar og dreifingu á auglýsingaefni deildanna. VII. Veraldar- vefurinn 7.1 Heimasíða Félags hrossa- bænda Eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi hefur verið unnið að gerð heimasíðu fyrir Félag hrossabænda á veraldarvefnum. Gengið var til samninga við fyrirtækið Stak og munu þeir sjá um síðu félagsins. A síðunni verður að finna upplýsingar um félagið, stjóm þess, deildir og stjórnir þeirra, þjónustu og starfssemi deilda, fundargerðir allra funda, lög félagsins, fréttir og fleira. Einnig geta deildir félagsins tengt heimasíður sínar við aðalsíðu félagsins. Stefnt er að því að setja inn ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir útlendinga á síðuna, á ensku, og síðan verður uppfærð reglulega þannig að menn hafi áhuga á að heimsækja hana oftar en einu sinni. 7.2 Upplýsingar um íslenska hestinn. Mikill Qöldi heimasíðna er á netinu um íslenska hestmn, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. A.m.k. ein deild félagsins hefur tekið netið í sína þjónustu, en Skagfirðingar hafa sett upp hesta- banka á netinu þar sem menn geta fengið upplýsingar um Hrossa- ræktarsamband Skagfirðinga, með- limi þess og hross sem em til sölu á svæðinu. Þetta er svo sannarlega gott framtak hjá Skagfirðingum og rétt að hvetja aðrar deildir til að huga að heimasíðugerð. Þeir sem komast inn á vefinn og hafa áhuga á að finna upplýsingar, sem í boði eru um íslenska hestinn, geta farið inn á leitarvélamar og skrifað t.d. "Icelandic Horse" og beðið vélina um að leita. Innan stundar kemur upp listi þar sem menn geta skoðað ýmsar síður um íslenska hestinn. Vilji menn finna íslenskt hrossaræktarbú, sem þeir vita að er með heimasíðu, er nóg að slá inn nafn búsins í leitardálkinn. Yfirleitt ætti slikt að duga til að fá upp heimasíðu búsins sem og aðrar síður sem nafn búsins kemur fram á. Síðastliðið sumar hafði ég samband við Alþjóðlega hesta- safnið í Kentucky í Bandaríkjunum og sendi þeim gögn um íslenska hestinn. I kjölfarið hefur hesturinn verið kynntur á safninu og settur upp sérstakur kafli um hann á heimasíðu safnsins þar sem fjallað er um öll hestakyn. VIII. Þjónusta 8.1 Þjónustuskrá. Markaðsfulltrúi hefur séð um að uppfæra og senda út þjónustuskrá félagsins þegar fyrirspurnir um seljendur hrossa berast. Einnig hefur markaðsfulltrúi dreift skránni á ferðum sínum erlendis. Allir, sem áhuga hafa, geta skráð sig í skránna án endurgjalds. Hægt er að senda upplýsingar til markaðsfulltrúa í pósti, á faxi eða í gegnum tölvu- póst. Senda þarf nafn bús/fyrir- tækis, nafn aðila sem hafa á samband við, heimilisfang og símanúmer og stutta lýsingu á þeirri þjónustu er búið hefur upp á að bjóða í sambandi við sölu hrossa. 8.2 Önnur þjónusta. Mikill fjöldi fyrirspurna berst skrifstofu félagsins í viku hverri og er leitast við að svara þeim öllum sem best og senda kynningargögn og upplýsingar þangað sem þess er óskað. 52- FREYR 1/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.