Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 40

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 40
merki um vistvæna íslenska Iandbúnaðarafurð (einn ár- gangur í senn). 1.1. Skýrsluhaid. Gæðaskýrsluhald BÍ, sem kynnt er á öðrum stað í blaðinu, tekur við af núverandi kerfi um næstu áramót. Stærsta breytingin er sú að ræktendum verður mismunað eftir nákvæmni og áreiðanleika í skráningu og merkingu gripanna. Nafnskírteini (alþjóðleg skírteini sem fylgja hrossinu alla ævi) verða gefín út fyrir skýrslufærð hross og leysa smám saman af hólmi upprunavottorðin. A- skírteini eru fyrir gripi þar sem meiri kröfur eru gerðar um áreiðanleika skráningar og ein- staklingsmerkingar en B-skírteini þar sem ströngustu reglum er ekki fylgt. Hægt er að vinna B-hross upp í A-flokk með sönnun á ætterni skv. DNA blóðgreiningu. Ræktendur eða hrossaræktarbú geta ekki óskað eftir opinberri gæðavottun skv. framangreindri reglugerð (skýrsluhald-heilbrigðis- eftirlit-landnýting) nema folöld búsins fædd næsta ár á undan haft hlotið A-skírteini. BÍ hefur umsjón með skýrslu- haldinu og útgáfu nafnskirteina en búnaðarsambönd/hrossaræktar- samtök halda utan um söfnun og yfirferð skýrslna innan héraðanna. Eindregið verður unnið að því að þátttaka i skýrsluhaldinu verði ræktendum að kostnaðarlausu. Til að það takist þarf að fá aukið framlag frá ríkisvaldinu til skýrsluhaldsins. 1.2. Landnýting. Til að hljóta vottun skv. framan- greindri reglugerð þarf að sýna fram á að búfjárbeit rýri ekki landgæði né hamli eðlilegri fram- vindu gróðurs. Við beitarþolsmat og aðgerðir til úrbóta þar sem þeirra er þörf skal taka mið af ástandsflokkun lands skv. núver- andi flokkunarkerfi Landgræðslu íslands (Rit frá 1997. Hrossa- hagar. Aðferð til að meta ástand lands). Beitarþolsmatið fer fram að hausti og er í umsjón viðkomandi búnaðarsambands en framkvæmt af sérfræðingi Landgræðslunnar eða héraðsráðunaut sem Land- græðslan telur hafa fullnægjandi þekkingu og reynslu af slíku beitarþolsmati. Matið tekur til ræktaðs lands, úthaga, afréttar og geymsluhólfa (sveltihólf/gerði). Vottunarkröfur eru eftirfarandi: 1. Að ræktandinn/búið leggi fram kort eða önnur fullnægjandi gögn er sýni stærð beitilands. 2. Að ekkert beitiland sé í ástandsflokkum 4 og 5. Smærri geymsluhólf geta þó verið undanskilin ef þau standast kröfur í lið 4. 3. Að úthagi sem fer í ástandsflokk 3 sé ekki nýttur til beitar þegar matið fer fram. Óheimilt er að votta landnýtingu ef úthagi ræktandans/búsins flokkast tvö ár í röð að einhverju eða öllu leyti í ástandsflokk 3. 4. Að geymsluhólf (sveltihólf) skulu staðsett á sléttlendi sem auðvelt er að bera á og bæta verði á því skemmdir. Þau skulu ekki staðsett i halla eða á rofsæknu landi. 5. Að afréttir sem viðkomandi ræktandi/bú nýtir til beitar séu hæfir til hrossabeitar að mati Landgræðslu ríkisins og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Ræktandinn greiðir fyrir þennan þátt við vottunina skv. samræmdri gjaldskrá. 1.3. Heilbrigðiseftirlit. Vottun á heilbrigðisþættinum miðast við að fóðurástand og almennt heilbrigði hrossanna sé með ágætum. Eftirlitið byggir á skoðun hvers grips með tilliti til holdafars og heilbrigði. A.m.k. ein fullnægjandi ormahreinsun fari fram árlega og hófar snyrtir eftir þörfum. Allir gripir viðkomandi ræktanda/bús þurfa að standast skoðunina nema í algjörum undantekningatilfellum (lítið brot af hrossum búsins) ef viðhlýtandi skýringar eru fyrir hendi, s.s. tilfallandi veikindi eða meiðsli. Heilbrigðiseftirlitið fer fram tvisvar á ári, vor og haust. Haustkoðun er aðalskoðun en vor- skoðun en hugsuð sem hjarðskoðun til staðfestingar á góðu heilbrigðis- ástandi. Eftirlitið er í umsjón við- komandi búnaðarsambands en dýralæknir sér um framkvæmd eftirlitsins. Ræktandinn greiðir kostnað við þennan þátt við vottunina. LEIÐRÉTTING Þau mistök urðu í 14. tölublaði Freys 1998 að rangur maður var skráður fyrir ljós- mynd á forsíðu ritsins. í blaðinu var sagt að Sigurður Jarlsson hefði tekið myndina af Fiðlu en hið rétta er að myndina tók Guðlaugur Antonsson. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. 36- FREYR 1/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.