Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Síða 40

Freyr - 01.01.1999, Síða 40
merki um vistvæna íslenska Iandbúnaðarafurð (einn ár- gangur í senn). 1.1. Skýrsluhaid. Gæðaskýrsluhald BÍ, sem kynnt er á öðrum stað í blaðinu, tekur við af núverandi kerfi um næstu áramót. Stærsta breytingin er sú að ræktendum verður mismunað eftir nákvæmni og áreiðanleika í skráningu og merkingu gripanna. Nafnskírteini (alþjóðleg skírteini sem fylgja hrossinu alla ævi) verða gefín út fyrir skýrslufærð hross og leysa smám saman af hólmi upprunavottorðin. A- skírteini eru fyrir gripi þar sem meiri kröfur eru gerðar um áreiðanleika skráningar og ein- staklingsmerkingar en B-skírteini þar sem ströngustu reglum er ekki fylgt. Hægt er að vinna B-hross upp í A-flokk með sönnun á ætterni skv. DNA blóðgreiningu. Ræktendur eða hrossaræktarbú geta ekki óskað eftir opinberri gæðavottun skv. framangreindri reglugerð (skýrsluhald-heilbrigðis- eftirlit-landnýting) nema folöld búsins fædd næsta ár á undan haft hlotið A-skírteini. BÍ hefur umsjón með skýrslu- haldinu og útgáfu nafnskirteina en búnaðarsambönd/hrossaræktar- samtök halda utan um söfnun og yfirferð skýrslna innan héraðanna. Eindregið verður unnið að því að þátttaka i skýrsluhaldinu verði ræktendum að kostnaðarlausu. Til að það takist þarf að fá aukið framlag frá ríkisvaldinu til skýrsluhaldsins. 1.2. Landnýting. Til að hljóta vottun skv. framan- greindri reglugerð þarf að sýna fram á að búfjárbeit rýri ekki landgæði né hamli eðlilegri fram- vindu gróðurs. Við beitarþolsmat og aðgerðir til úrbóta þar sem þeirra er þörf skal taka mið af ástandsflokkun lands skv. núver- andi flokkunarkerfi Landgræðslu íslands (Rit frá 1997. Hrossa- hagar. Aðferð til að meta ástand lands). Beitarþolsmatið fer fram að hausti og er í umsjón viðkomandi búnaðarsambands en framkvæmt af sérfræðingi Landgræðslunnar eða héraðsráðunaut sem Land- græðslan telur hafa fullnægjandi þekkingu og reynslu af slíku beitarþolsmati. Matið tekur til ræktaðs lands, úthaga, afréttar og geymsluhólfa (sveltihólf/gerði). Vottunarkröfur eru eftirfarandi: 1. Að ræktandinn/búið leggi fram kort eða önnur fullnægjandi gögn er sýni stærð beitilands. 2. Að ekkert beitiland sé í ástandsflokkum 4 og 5. Smærri geymsluhólf geta þó verið undanskilin ef þau standast kröfur í lið 4. 3. Að úthagi sem fer í ástandsflokk 3 sé ekki nýttur til beitar þegar matið fer fram. Óheimilt er að votta landnýtingu ef úthagi ræktandans/búsins flokkast tvö ár í röð að einhverju eða öllu leyti í ástandsflokk 3. 4. Að geymsluhólf (sveltihólf) skulu staðsett á sléttlendi sem auðvelt er að bera á og bæta verði á því skemmdir. Þau skulu ekki staðsett i halla eða á rofsæknu landi. 5. Að afréttir sem viðkomandi ræktandi/bú nýtir til beitar séu hæfir til hrossabeitar að mati Landgræðslu ríkisins og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Ræktandinn greiðir fyrir þennan þátt við vottunina skv. samræmdri gjaldskrá. 1.3. Heilbrigðiseftirlit. Vottun á heilbrigðisþættinum miðast við að fóðurástand og almennt heilbrigði hrossanna sé með ágætum. Eftirlitið byggir á skoðun hvers grips með tilliti til holdafars og heilbrigði. A.m.k. ein fullnægjandi ormahreinsun fari fram árlega og hófar snyrtir eftir þörfum. Allir gripir viðkomandi ræktanda/bús þurfa að standast skoðunina nema í algjörum undantekningatilfellum (lítið brot af hrossum búsins) ef viðhlýtandi skýringar eru fyrir hendi, s.s. tilfallandi veikindi eða meiðsli. Heilbrigðiseftirlitið fer fram tvisvar á ári, vor og haust. Haustkoðun er aðalskoðun en vor- skoðun en hugsuð sem hjarðskoðun til staðfestingar á góðu heilbrigðis- ástandi. Eftirlitið er í umsjón við- komandi búnaðarsambands en dýralæknir sér um framkvæmd eftirlitsins. Ræktandinn greiðir kostnað við þennan þátt við vottunina. LEIÐRÉTTING Þau mistök urðu í 14. tölublaði Freys 1998 að rangur maður var skráður fyrir ljós- mynd á forsíðu ritsins. í blaðinu var sagt að Sigurður Jarlsson hefði tekið myndina af Fiðlu en hið rétta er að myndina tók Guðlaugur Antonsson. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. 36- FREYR 1/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.